28.4.2011 | 18:31
Spillingamálin: hversu mikils virði er æran?
Greinilegt er að Björn Valur hefur hitt beint í mark: Guðlaugur Þór var á sínum tíma mjög kræfur að afla fjár í kosningasjóð sinn. M.a. fékk hann eina milljón króna greidda úr almenningsfyrirtækinu Atorka þar sem fjöldi Íslendinga töpuðu öllu sparifé sínu í í formi hlutabréfa. Var eg einn meðal þeirra. Mér þætti fróðlegt að vita hvað Guðlaugur Þór vill útskýra fyrir þjóðinni fyrir hvað hann fékk þessar greiðslur umfram aðra þingmenn. Við sem töpuðum öllu skiljum ekki þetta: hvernig var unnt að ausa háum fjárhæðum í einn þingmann án þess að slíkt væri borið upp á hluthafafundi. Í mínum huga eru þetta greiðslur út á einhverjar væntingar sem Guðlaugur Þór gat ekki staðið við, t.d. vegna svonefnds REI máls sem virðist hafa verið einhver draumsýn ef ekki ein hrein svikamylla sem ásamt aðkomu Geysir Green Energy sem var eins og hvert annað fjárglæfrafélag til að ræna saklaust fólk sparnaði sínum. Þess má geta að ein verðmætasta eign Atorku var Promens sem sagt væri verðlaust undir árslok 2008. Tæpu ári seinna var verðmæti þess fyrirtækis a.m.k. 11 milljarðar! Hvaða blekkingaleikur var þar á ferðinni?
Spillingaröflin hafa verið að færa sig upp á skaftið síðustu áratugi og loksins opinberaðist hún í bankahruninu en ótalmargt á eftir að koma í ljós sem verður ýmsum fyrri ráðamönnum, mörgum hverjum spilltum langt yfir herðar og haus.
Einkavæðingin var einhver sú ömurlegasta kelda sem þjóðin hefur lent í. Tugir þúsunda töpuðu aleigunni, sparnaði sínum og öðrum eigum, sumir atvinnunni eins og eg. Sjálfur hefi eg verið að leita að vetrarstarfi í 3 ár en án árangurs. Má ekki segja að atvinnuleysið sé í boði hrunflokkanna: Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Ráðamenn þessara flokka eru ábyrgðarmenn spillingarinnar vegna einkavæðingar bankanna á sínum tíma. Og svo illa virðast sumir menn vera sokknir í spillingafenið að þeir sjá ekki lengur fyrrum raunverulegt hlutverk sitt í þeim vélabrögðum sem leiddu til kollsteypunnar miklu. Þeir steyta hnefanum upp í loftið og hóta samborgurum sínum að beita 25. kafla hegningarlaganna. Kannski þeir telja sig hafa kannski einkarétt á að hafa æru!
Í huga margra er æra spillts siðlauss manns lítils eða jafnvel einskis virði.
Spurning er hvort þetta verði ekki nýr kafli í réttarfarssögu landsins.
Guðjón Jensson atvinnuleitandi, búsettur í Mosfellsbæ
Fékk frest til mánaðamóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.