Árni Johnsen: skemmtikraftur Sjálfstæðisflokksins?

Í gærdag var þátturinn Víðsjá í síðdegisdagskrár rás 1. Fyrsta atriðið var furðulegur samsetningur Árna Johnsens, viðhorf hans til samtíðarinnar. Að forminu til átti þarna að vera n.k. andmæli við skoðanir annars manns en var í raun endalaus lofrulla um þingmenn Sjálfstæðisflokksins núverandi en þó einkum fyrrverandi. Þannig var löng lofrulla um Davíð og mátti ætla að hann væri allur og um eftirmæi Árna um hann væri að ræða. Þennan furðulega samsetning Árna fyrir þá sem vilja hlusta á þennan dæmalausa skemmtikraft Sjálfstæðisflokksins er á slóðinni :

http://dagskra.ruv.is/ras1/4555598/2011/01/31/0/ 

Árni er með „afkastamestu“ þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Þannig eru frá honum komin gríðarlegur fjöldi þingmála, sum eru ágæt en önnur á mjög vafasömum nótum. Þannig er tillaga hans um að veita íslenskan ríkisborgararétt brottreknum rithöfundi frá Noregi vægast sagt furðuleg sérstaklega í því ljósi að viðkomandi hefir ekki neinn áhuga fyrir slíku, alla vega ekki að svo stöddu.

Spurning er hvort hlutverk Árna Johnsen á Alþingi Íslendinga sé fyrst og fremst að vera skemmtikraftur Sjálfstæðisflokksins meðan hann situr í vondum málum vegna siðspillingar og bankahruns? Nú beinast ýms spjót að ýmsum núverandi og fyrrverandi þingmönnum flokksins fyrir spillingu og fjármálaóreiðu.

Sjálfur lenti Árni í freistingum sem leiddi til ákæru á hendur honum en þó var hann ekki ákærður og dæmdur fyrir nema aðeins hluta af þeim umdeildu umsvifum sem hann tók sér fyrir hendur á sínum tíma.

Mosi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband