Frjálshyggjan sem endaði í glundroða

Einu sinni var frjálshyggjan talin vera allra bóta mein. Ríkisstjórn tók þessa frjálshyggju upp á sína arma sem kenndi að víða væri „dautt fé“  að finna í hagkerfinu sem mnætti nýta til einhvers gagns. Jú það voru fundvísir útrásarpiltar sem Mosi vill gjarnan nefna „varga“ fremur en „víkinga“. Féð nýttu þeir í margs konar brask þ. á m. voru fjölmargar framkvæmdir settar á flot og fluttir voru erlendir farandverkamenn.

Í ljós kom að „dauða féð“ var í eigu sparifjáreigenda og lífeyrissjóða. Einkum eldra fólk og þeir sem eru komnir yfir miðjan aldur vilja gjarnan eiga sparifé til að grípa síðar til. Mest allt þetta mikla fé varð að engu, það tapaðist einkum það sem var í formi hlutabréfa.

Nú höfum við verið að súpa seyðið afleiðinga hrunsins sem varð vegna óráðsíu sem verður að vera skrifuð á þá stjórnmálaflokka sem ábyrgð báru á einkavæðingu bankanna og bankahruninu. Sjálfur missti eg allt mitt sparifé í formi hlutafjár, það slagaði upp í andvirði jarðar! Þá hefi eg verið atvinnulaus síðastliðna vetur. Eg deili hlutskiptum við þúsundir sem misst hafa atvinnuna en bjargast á atvinnuleysisbótum.

Mörg fyrirtæki urðu undir af öðrum orsökum. Þannig hefir ruðningsáhrif álbræðslna haft veruleg áhrif. Skógrækt á núna á brattan að sækja er er t.d. stærsta skógræktarstöð landsins Barri í umtalsverðum erfiðleikum. Á Austurlandi hafa á undanförnum áratugum orðið gríðarlegar breytingar. Þar eru að vaxa hávaxnir skógar sem í nánustu framtíð munu skapa af sér mikil verðmæti í formi timburs. Rekstur þessarar starfsemi er aðeins lítið brot sem álbræðsla hefir hins vegar kostað okkur. Þar var frjálshyggjan sem stýrði för, ekki mannleg skynsemi.

Af hverju má ekki hlúa betur að þessari starfsemi og auka atvinnu við að bæta gróðurfar Íslands?

Mosi


mbl.is 70,3 milljarðar í bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frjálshyggja? Sjáum nú til er þetta ekki allt bara bönkunum að kenna. Bíddu peningarnir hurfu þegar sást að ríkið hafði ábyrgð á Landsbankanum. Það er nú rétt að það hefði átt að vera meiri stjórn yfir fjármálum í landinu og það er einungis hægt ef bankar væru ríkiseign eða það væri reglugerð sem sigar bönkum rétt í samskiptum við seðlabanka. Er þetta ekki allt bara glötuðu fjármálakerfi að þakka? Kemur ekki neinni frjálshyggju við, right?

hfinity (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 04:20

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Frjálshyggjan með aðgát er samt það sem koma skal,við viljum flet lifa við hana með ströngu eftirliti og lögum,ekki viljum við kommonista ekki viljum við einræði sem er nú orðið að hluta,nei við viljum frelsi með lýðræði með ,það ber að blanda/ekki veit maður betur að sjalfstæðisbaráttu sé þörf um þessar mundir ,er áð ekki/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 30.1.2011 kl. 09:41

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Frjálshyggjunni var komið á með látum í tíð Sjálfstæðisflokksins með lítilli fyrirhyggju rétt eins og kommúnisminn ætlaði að koma sínum markmiðum í gegn.

Eina sem skildi að voru að Sjálfstæðisflokkurinn sendi ekki andstæðinga sína í fangabúðir. En fáum við ekki að súpa seyðið af því í annarri mynd?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 30.1.2011 kl. 10:44

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Mosi,

Þetta er góð ádrepa hjá þér.  En af því að "frjálshyggja" er fallegt orð þá vil ég við þetta að bæta að "glundroðinn" felst í þeirri spillingu sem viðhöfð er, þegar hagnaðurinn er einkavæddur og tapið er þjóðnýtt.

Magnús Sigurðsson, 31.1.2011 kl. 10:22

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sæll Magnús

Finnst þér ekki eins og mér að við eigum að kappkosta að setja fram sjónarmið með rökum en sanngirni? Margir bloggarar týna sér í alls konar vitleysu og útúrsnúningur. Það getur verið erfitt að rökræða við þannig furðufugla.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 1.2.2011 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband