15.12.2010 | 10:34
Siðblinda
Allt of lengi var Sjálfstæðisflokkurinn við völd. Þar var siðblindan oft mikil, spillingin þreifst einnig mjög vel einkum meðan hann var í ríkisstjórn með Framsóknarflokknum þar sem spillingin hefur lengi viðloðið.
Á þinginu var rætt töluvert um bók Guðna Jóhannessonar um Gunnar Thoroddsen. Þar er ýmislegt dregið fram sem er Sjálfstæðisflokknum síst til framdráttar, njósnir og brot á friðhelgi einkalífs þúsunda Íslendinga. Þar var sitthvað sem minnti á starfsemi verstu kommúnistastjórna eins og STASI í DDR forðum tíð.
Siðblindan virðist ætla að verða eins og inngróin kerfisvilla í tölvuforriti. Forherðingin virðist ætla að verða alger.
Auðvitað var forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins meðvitaður um það sem var að gerast í samfélaginu í aðdraganda hrunsins. Hann valdi þá leið að gera ekki neitt, ekki nokkurn skapaðan hlut en leyfa vitleysunni að vaða áfram. Þjóðin er reið yfir aðgerðaleysinu og kæruleysinu. Spillingin var látin viðgangast og ekkert gert til að stoppa hana. Enda höfðu spillingarstjórarnir greitt vænar fúlgur í kosningasjóði valinna stjórnmálamanna sem þeir vissu að þeir gætu haft í vasanum.
Ekkert getur stoppað málssóknina gegn Geir Haarde. Hann bar ábyrgð á því sem gerðist. Hann vissi eða mátti vita hvað var að gerast en kaus að hafast ekkert að og gera nauðsynlegar ráðstafanir fyrr en allt var um seinan. Icesave vitleysan fékk að vaxa í höndum fjárglæframanna rétt eins og risastórt skrýmsli sem þó hefði verið unnt að koma í veg fyrir.
Auðvitað eru viðurlög við broti ráðherrans skv. lögunum um raðherraábyrgð allt að því hlægileg. Fyrir marga væri ef til vill nægjanlegt að hann verði dæmdur til sanngjarnra viðráðanlegra fésekta, fangelsi sem vararefsingu og missi vissra réttinda t.d. að hann væri sviptur betri og meiri lífeyrisréttindum umfram aðra landsmenn.
Það er lítill tilgangur að verja þessa röngu og siðblindu stefnu sem leiddi til mestu niðurlægingar Íslendinga. Menn verða að kunna að axla ábyrgð vegna mistaka sinna!
Mosi
Uppfylla ekki saknæmisskilyrði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.