Tilefni til varkárni

Þegar ekið er um höfuðborgarsvæðið er áberandi hversu allt of margir ökumenn aka kæruleysislega. Þeir spretta úr spori, aka fram úr næsta bíl á undan, stundum röngu megin, þ.e. hægra megin, og síðan þarf að stoppa nokkrum hundruðum metrum af því að á götuvitanum er rautt ljós!

Svonefndur vistakstur þarf að vera meðvitaður hjá öllum þeim sem aka bifreiðum, Með vistakstri er átt við að haga ferðum sínum á bílum þannig að umferð gangi sem best og að hagkvæmni fyrir rekstur bifreiða sé höfð í huga. Það er langhagkvæmast að láta sig berast með straumnum í stað þess stöðugt að vera að auka hraðann eða draga úr honum. Þá er notkun hemla höfð í lágmarki en talið er að í hemlum séu efni sem eru umhverfinu óæskileg, - í bremsuborðunum er blanda að einhverju leyti úr því varhugaverða asbestefni.

Óhófleg nagladekkjanotkun hefur því miður vakið hjá mörgum falska öryggismeðvitund. Nagladekk geta verið ágæt til að krafsa sig upp halla þar sem svell er en getur verið eins og versta martröð þegar þarf að draga úr ferð og jafnvel stansa.

Við ættum öll að tileinka okkur vistakstur, það er öllum hollt og ekki síst buddunum okkar sem hafa þá náttúru að tæmast allt of fljótt.

Mosi


mbl.is Útlit fyrir hálku í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband