Eru ungir íhaldsmenn gengnir af göflunum?

Oft hafa komið kostulegar hugmyndir frá ungum íhaldsmönnum. Þeir eru sérstaklega hugmyndaríkir hvernig skera megi niður og er greinilegt að nú vilja þeir láta hendur standfa fram úr ermum. Þeir setja á oddinn að loka leikhúsum, listasöfnum og ýmissi menningarstarfsemi eins og sinfóníuhljómsveit. Þá leggja þeir til að ýmsar stofnanir á borð við Ríkissáttasemjara, Neytendastofu, Jafnréttisráð, Ferðamálastofa, Skógrækt ríkisins og ýmsar nauðsynlegar stofnanir í opinberum rekstri verði lagt niður með einu pennastriki ef þeir einir fengju að ráða!

Eru verðandi arftakar Sjálfstæðisflokksins með öllum mjalla? Hafa þeir lagt sig fram að finna jarðsamband við raunveruleikann?

Af hverju hafa þeir ekki Varnarmálastofnun á útrýmingarlistanum? Þetta er dæmi um vitaóþarfa stofnun hvers verkefni gæti verið ágætlega sinnt af Landhelgisgæslunni og á mun ódýrari hátt. Kannski mætti þakka þessum þokkapiltum að þeir vilji ekki leggja niður Alþingi, Stjórnarráðið, dómstólana og ríkissaksóknara. Og kannski Háskóla Íslands í leiðinni? Það væri köld kveðja á 100 ára afmæli Háskóla íslands sem fóstrað hefur þó flestar íhaldssálir landsmanna.

Svonefnd „stuttbuxnadeild“ Sjálfstæðisflokksins ætti að taka sér einhver ærleg störf fyrir hendur og kynnast störfum þjóðarinnar betur. Þeir mættu kynna sér fjölbreytt störf til lands og sjávar, framleiðslustörf ýms, umönnun barna, sjúklinga, fatlaðra og eldri borgara,  en á þeim vettvangi þarf að skipta á bleyjum, þrífa óhreinindi og aðstoða við að baða og við aðrar þarfir. Þá gætu þeir unnið við erfiða girðingavinnu, grisjun í skógum landsins sem mikil þörf er fyrir og sitt hvað fleira. Nú þeir gætu að ógleymdu fengið sér störf við sífellt fleiri álbræðslur landsins þar sem þeir vinna í há-rafmögnuðu umhverfi þar sem segulsviðið eyðileggur öll rafræn kort og er sennilega af þeim ástæðum ekki heldur hollt mannslíkamanum. Þá gætu þeir gætt og annast fanga sem ratað hafa vitlausu megin við lögin.

Af nægu er af að taka, hugmyndir að störfum fyrir þessar villuráfandi sálir eru óþrjótandi til að fá jarðtengingu við daglegt líf íslensku þjóðarinnar!

Talið er að listir skilji okkur frá dýrum merkurinnar. Heimdellingarnir vilja draga úr valkostum okkar að njóta listar og menningar í nútímasamfélagi í frístundum okkar. Hlutskipti okkar annarra en Heimdellinga er puð, endalaust puð helst á lágmarkslaunum svo þeir geti sjálfir hrifsað til sín í skjóli valdagleði og hroka Sjálfstæðisflokksins eftirsóknarverðustu og best launuðu störfin.

Mosi


mbl.is Leggja til að útgjöld lækki um 49,9 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Gengnir af hvaða göflum?

Björn Birgisson, 13.12.2010 kl. 17:29

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Simfónía mætti alveg vera.... ef að við höfum eitthvað að éta.

Kæri Guðjón.

Forgangsröðun er það sem að vinstrisinnaðir eilífðarstúdentar skilja seint og illa. Það dugar lítið að horfa á myndir af Stalín og Bería og óska sér hangikéts í skóinn ef ekkert er til í kotinu, sbr Þorraþrælinn.

Mundu einnig Guðjón minn að Jóhanna hefur verið í vellaunuðu starfi sem faðir hannar kom henni í og að hann og spúsa hans héldu heldur en ekki þétt um stöður sínar og sinna í tryggingamálaráðuneyti því gamla.

Það er nefnilega svo að það skpti ekki máli hvort litið er til hægri eða vinstri í íslenskum stjórnmálum. Til beggja handa ber við sjónum hið sama, nefnilega tillitslausa miðjuflokka menn og konur sem hugsa öðru fremur um egin rass en annarra hrikalega upptekin af frmapoti og sérhagsmunagæslu síns baklands sem eru síðan beggja megin nánast sömu ruglukollarnir, sundurspilltir og siðblindir fjármálakallar sem kalla sko ekki allt ömmu sína og hlæja í laumi yfir smáupphæðum eins og einu Æseif...

Óskar Guðmundsson, 13.12.2010 kl. 17:47

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Björn: Heimdellingar eru ekki sérlega skynsamir. Kannski þeir séu kýrskýrir.

Óskar: Aldrei hefi eg verið hrifinn af þeim félögum Bería og Stalín né öðrum myrkrahöfðingjum.

Margir hafa verið í þokkalegum störfum en er það að öfundast út í?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 13.12.2010 kl. 17:54

4 identicon

Þegar þú átt aðeins peninga til að velja á milli matar eða sinfóníutónleika ferðu þá á tónleika?

Siggi (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 18:54

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ef þú ert mjög mikið fyrir tónlist þá gætirðu hvort tveggja: Það er hægt að draga við sig í mat og sýna aðgæslu við matarinnkaup. Þá mætti strika út skyndibita og það sem dýrast er sem og önnur útgjöld sem minna máli skipta.

Sú saga er sögð af Jóni Sigurðssyni forseta að ef hann rakst á bók eða handrit sem hann langaði að komast yfir, þá hafi hann dregið önnur útgjöld mjög saman til að geta fest kaup á skræðunni. Hann staðgreiddi ætíð. Með öðrum orðum hann forgangsraðaði útgjöldunum segir sagan.

Mættu aðrir taka sér þetta til fyrirmyndar.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 14.12.2010 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 1

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband