11.12.2010 | 19:56
Þjófaræði var á Íslandi
Á dögunum kynnti einn kunningi minn mér nýtt hugtak: Þjófaræði sem er n.k. þýðing á erlenda hugtakinu Krimokratie. Fyrri liðurinn vísar á háttsemi sem varðar við refsilög en þjófnaður er eitt elsta fyrirbæri sem tengist háttsemi sem varðar refsiábyrgð. Með þessu hugtaki er því átt við að þjófar og aðrir álíka misyndismenn ráði þjóðfélaginu en ekki meirihluti þings eða meirihluti þegnanna sem sem vilja sýna af sér heiðarleika og árverkn i í störfum sínum öllum þar sem ekki er gert neitt á kostnað annarra.
Á undanförnum árum á tímum hinnar frjálsu óheftrar einkavæðingar voru nokkrir tugir fjárglæframanna nánast ofvirkir í íslensku samfélagi. Þeim var hampað og þeir voru dýrkaðir enda sáu margir ofsjónum yfir óvenjulegri snilld þeirra að komast í álnir. En síðar kom í ljós að þeir voru að höndla með eigur almennings, lífeyrissjóða og grunlausra smáhluthafa sem freistuðust að leggja sparifé sitt í hlutabréfakaup ýmissa forréttinga.
Nú hefur þjófaræðið verið upprætt að mestu. Enn sprikla sumir þeirra eins og þeir sem juku hlutafé í almenningshlutafé einu um 50 milljarða án þess að ein einasta króna var greidd inn í félagið! En það er fremur spurni9ng um hvenær fremur en hvort slíkir fjárglæframenn komast upp með svona blekkingar og svik.
Tími stóru uppgjöranna er upprunninn. Nú skulu þeir sem stóðu sig að svikum og prettum standa reikningsskap gjörða sinna frammi fyrir guði og mönnum.
Mosi
Reikningar bankanna þriggja rannsakaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Trúir þú því sjálfur, að þessir þjófar verði nokkurn tíma sóttir til saka? Þetta hljómar í mínum eyrum eins og óskhyggja.
Vendetta, 11.12.2010 kl. 20:14
Það kemur fyrir í öðrum löndum - Vendetta. Ef önnur lönd geta þetta, þá getum við það einnig.
- Þetta litast af sterkri meðvirkni starfsm. PWC og starfsm. SÍ með bönkunum.
Kv.Einar Björn Bjarnason, 11.12.2010 kl. 22:36
Var það ekki núverandi aðal Seðlabankastjóri sem hannaði peningamálastefnu bankans sem er fylgt enn þann dag í dag?
Það væri fróðlegt að vita hve víðtæk hönnun hans var varðandi starfsreglur bankans og viðskiptabankanna.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 12.12.2010 kl. 05:48
"Ef önnur lönd geta þetta, þá getum við það einnig."
Já, Einar, ég veit að við getum það, en gerum við það?
Vendetta, 12.12.2010 kl. 14:02
Enginn veit framtíðina. Hana sköpum við á hverjum degi, í því sem við gerum og framkvæmum. Þ.e. þá okkar verk sem hér búum, að tryggja að svo verði.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 12.12.2010 kl. 17:05
Þakka fjörugar umræður.
Svonefnd „hvítflibbabrot“ hafa ætíð verið erfið viðfangs. Auk þess eru þeir sem eru loðnir um lófana líklegir til að fá bestu lögfræðingana til starfa við að finna smugur til að sleppa við refsingu.
Nú vil eg taka skýrt fram að ekki er eg refsiglaður maður. En hvernig ber okkur að takast á við þennan mikla vanda? Nú er í kristilegu samfélagi og sjálfsagt vonanadi fleirum að iðrunin er nauðsynlegur undanfari fyrirgefningar. Öðru vísi getum við ekki tekist á við refsilækkandi ástæður. Sá sem iðrast og reynir að bæta fyrir afglöp sín er meiri maður ef hann tekur sjálfur frumkvæðið í sínar hendur.
Margir kannast við aðalpersónuna í skáldsögu franska rithöfundarins Victor Hugo Les Miserablés. Hann lendir í mjög erfiðiri nauðuingarvinnu í grjótnámu sem refsing fyrir að stela brauðhleif. Honum tekst að strjúka og nýtur gistivináttu prests nokkurs. Aðalpersónan launar velgjörðarmanni sínum með því að nema í skjóli nætur öll þau verðmæti í húsinu sem hann kemst yfir og lætur sig hverfa. Hann er handtekinn af lögreglumönnum sem færir hann til prestsins og vilja fá staðfestingu fyrir að þýfið sé frá honum komið. Presturinn sér aumur á fanganum og kveðst hafa gefið honum verðmætin enda gerði hann sér ljóst að ekkert fagurt biði fangans!
Nú verður breyting í sálarlífi fangans sem nú er frjáls maður. Hann ákveður að helga lífi sínu einungis sem kemur samfélaginu að gagni. Hann nýtur mikilla vinsælda, kemst í álnir og er kosinn til trúnaðarstarfa í bænum þar sem hann býr. En nú kemur lögreglustjóri sá sem fannst alltaf kyndugt að fangi einn sem hann taldi hafa sloppið fyrir tilviljun frá réttlátri refsingu, í borgina og finnur fangann fyrrverandi!
Verður söguþráðurinn ekki rakinn nánar en í skáldsögu þessari er feykimikill boðskapur sem ennn á brýnt erindi, jafnvel inn í íslenskt nútímasamfélag.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 12.12.2010 kl. 17:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.