Eitt vinsælasta ferðamannasvæði landsins

Geysir og Gullfoss eru með allra vinsælustu ferðamannastöðum landsins. Það er fyrir löngu tímabært að lagfæra aðstæður þarna og ekki síðar en fyrir næsta vor. Göngustígar eru mjög gallaðir á báðum stöðum og jafnvel hættulegir. Viðvörunarskilti lítt áberandi enda hafa margir lent í slæmum brunaslysum við Geysi.

Hversu langan tíma þeir sveitarstjórnarmenn hyggjast taka sér að hefja vinnu við þetta verkefni er ekki gott að segja. Aðstæður sem ferðafólki er boðið upp á er okkur Íslendingum til mikils vansa. Sjálfur hefi eg sem leiðsögumaður lagt mig fram að vara við hættum sem ekki eru alltaf augljósar og leiðbeina fólki. Ætli eg hafi komið um 20 sinnum á Geysi og Gullfoss í sumar.

Fjölmargt hefir verið ritað um Geysissvæðið en eitt það besta og tiltölulega yngsta er greinin Strokkur eftir Helga Torfason jarðfræðing og birtist í Afmælisriti til heiðurs Jóni Jónssyni jarðfræðing 1995: Eyjar í eldhafi, bls.109-116.

Mosi


mbl.is Sveitarfélagið vill fresta friðlýsingu Geysis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband