Hvernig koma má sjálfvirkri hreinsun hafnarinnar

Mjög víða erlendis eru hafnir í mynni áa. Meira að segja stærstu hafnir heims eru nálægt ármynnum: Hamburg, Amsterdam, Rotterdam, Bordaux.

Við höfnina í Bakkafjöru hefði átt að hafa þann möguleika að veita vatni úr Markarfljóti til að koma á sjálfvirkri hreinsun hafnarinnar. Þannig hefði verið unnt að draga úr þessum vandræðum og koma þannig  í veg fyrir að sandur safnist fyrir í höfninni. Þegar skip nálgast höfnina mætti draga tímabundið úr þessari vatnsmiðlun, jafnvel loka fyrir aðsterymið meðan skipið er að athafna sig í höfninni.

Spurning er hvort þetta hafi verið kannað við hönnun hafnarinnar. Leita þarf raunhæfra og sem hagkvæmastra lausna við lausn þessara vandræða. En óskandi er að þetta sé tímabundið og að ekki þurfi endalaust að dæla með miklum kostnaði sandinum úr höfninni.

Mosi


mbl.is Tvö dæluskip í Landeyjahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Guðjón, ég hef heyrt nokkuð um svona lausn, en ekki á hönnunartímanum, en það er ekki þar með sagt að þeir hjá Siglingastofnun hafi ekki velt þessu fyrir sér, þó að ég hafi ekki vitað það :-) Það er bara eitt vandamál sem ég held að komi upp við það að fleyta Markafljóti þarna í gegn, en það að sandur mun safnast upp við bryggjuna.

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 21.10.2010 kl. 23:24

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þakka þér góða athugasemd Helgi.

Líklegt er að unnt sé koma því þannig fyrir að draga mætti sem mest úr sandburði með þessum skolunarmöguleika. Þegar Búrfellsvirkjun var hönnuð á sínum tíma var byggð sérstök lokunarmannvirki til að hleypa ís framhjá. Spurning hvort unnt hefði verið að hafa einhverja áþekka lausn við sandinum.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 22.10.2010 kl. 15:22

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Guðjón, það er ekki spurning hvort það er hægt, heldur er það spurning hvort ráðamenn þjóðarinnar vilji setja pening í þetta verkefni. Samgöngur til Eyja munu alltaf kosta mikla peninga, það er líka allt í lagi, við framleiðum líka mikinn gjaldeyri.

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 23.10.2010 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband