Hvenær var varað við?

Þegar bankarnir buðu gull og græna skóga á sínum tíma, stjórnmálamenn einkum í Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum buðu kjósendum upp á jafnvel 100% lán fyrir kosningarnar 2007. Þá varaði þáverandi stjórnarandstaða við þessu glæfraspili. Þá voru fjölmennt starfslið bankanna upptekið vikum saman að fara í framhaldsskóla landsins, bauð skólanemendum fría penna og ritföng ef þau stofnuðu til eyðslureikninga í bönkunum. Engin skynsemi var í þessu og margir foreldrar hafa orðið undrandi að skólayfirvöld hafi leyft þetta.

Því miður var dansinn kringum gullkálfinn á þessum árum þvílíkur að margir týndu sér í kaupæði og skuldbindingum. Þáverandi stjórnvöld básúnuðu að hér væri svo mikil velsæld á öllum sviðum og að væri allt Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum að þakka. Svo kom í ljós að burðarvirkið var feyskið og fúið og allt fjármálakerfið hrundi til grunna. Það hefur aldrei verið góðs vísir að taka lán til eyðslu. Venjulegt fólk sparar og veitir sér það sem hugurinn girnist þegar til er fyrir því.

 Varla er farið í búð til að kaupa einfalt raftæki eins og t.d. ódýrasta farsíma sem til er á markaðnum að ekki sé boðið upp á raðgreiðslur! Sjálfur er eg svo gamaldags að ef mig langar til að kaupa jafnvel dýran hlut eins og bíl, þá safna eg fyrir honum og staðgreiði hann. Með því kaupi eg hlutinn á sem hagkvæmastan hátt og fæ jafnvel staðgreiðsluafslátt og kannski einhver fríðindi með.

Langtímaáætlanir hafa því miður ekki verið mikið uppi á pallborðinu. Þar er allt of oft verið að horfa í skammtímasjónarmið sem oft reynast vera röng.

Undir lok fréttarinnar kemur fram að árið 2008 voru húsnæðislán 217% af framleiðslu þjóðarinnar. Hver skyldi bera ábyrgðina á þeirri vitleysu? Þar brugðust bankarnir, þar brást ríkisstjórnin, Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn. Allir virtust vera steinsofandi með sjálfan hagfræðinginn í brúnni á þjóðarskútunni.

Mosi


mbl.is Ríkisstjórnin var vöruð við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Sumarið 2008 töldu þingmenn VG að allur vandi íslendinga myndi leysast með því að fá risa gjaldeyrislán.  Sem betur fer gekk það ekki eftir.

Hreinn Sigurðsson, 4.10.2010 kl. 18:29

2 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Sem betur fer.

Bernharð Hjaltalín, 4.10.2010 kl. 18:35

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hreinn: það vakti undrun í samfélaginu þ. á m. innan VG að ekkert var aðhafst af þáverandi yfirvöldum að efla gjaldeyrisvarasjóð Seðlabanka. Síðar kom í ljós að algjört aðgerðarleysi á vegum Sjálfstæðisflokksins var að koma í veg fyrir hrunið. Hvergi var lánsfé að fá eftir að slegið hafði verið á framréttandi hönd Breta sem buðust til að veita aðstoð að minnka bankakerfið.

Hvorki þáverandi ríkisstjórn, Seðlabanki né Fjármálaeftirlit vildi trufla siðblinda bankastjórnendur að tæma bankana. Þetta kom síðar í ljós.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 4.10.2010 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband