Þörf á nýrri rannsókn

Með bankahruninu voru bankarnir rændir, - innan frá. Eftir bankahrunið varð í raun aftur bankarán framið og að þessu sinni í þeirri ringulreið sem ríkti. Stjórnvöld voru undir gríðarlegum þrýsting Breta og Hollendinga vegna Icesavehneykslisins og þá kemur þrýstingur frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum að þaðan er engrar aðstoðar að vænta nema farið sé eftir forskrift hans.

Bönkunum í dag er stýrt meira og minna eftir ekki minni græðgisvæðingu og var upphaflega við einkavæðingu þeirra. Baqnkarnir hafa ekki sýnt minnstu vægðar gagnvart einstaklin gum og fyrirtækjum, ótalaðilar hafa orðið gjaldþrota eftir harðneskjulegar innheimtuaðgerðir í stað þess að sýna skuldurum skilning í erfiðri stöðu. Lengja hefði mátt í lánum og gera greiðslubyrði viðráðanlegri auk þess að takmarka mætti hækkun höfuðstóls.

Ein hliðin á þessu yngra bankaráni er ráðstöfun eigna bankanna. Bankarnir hafa yfirtekið eignir sem sumum hverjum hafa verið ráðstafað til valdra aðila tengdum bönkunum. Þannig hafa fyrirtæki verið keyrð í gjaldþrot eins og t.d. almenningshlutafélaginu Atorku og eignum fyrirtækisins ráðstafað til kröfuhafa. Nú fær erlent braskfyrirtæki Magma umráð yfir orkulindum landsmanna sem áður voru í eigu lífeyrissjóða og einstaklinga sem töpuðu öllu hlutafé sínu. Nýlegt dæmi er plastverksmiðjan Sigurplast í Mosfellsbæ sem var þröngvað í gjaldþrot. Sagt er að viðkomandi banki hyggist halda starfseminni áfram en fela öðrum rekstraraðila fyrirtækið til afhendingar. Sama má segja um hluta frístundabyggðar, jarðar í Borgarfirði sem hagsmunafélag frístundahúsa á jörðinni gerði bankanum tilboð um að kaupa. Bankinn seldi öðrum jörðina sem hyggst hafa eins mikið fyrir snúð sinn og mögulegt er með því að selja sem mest af lóðum.

Siðferði bankanna virðist vera öðru vísi en það venjulega siðferði sem venjulegt fólk er meðvitað um.

Allt bendir til þess að þörf sé á nýrri rannsókn: hvernig bönkunum hefur verið stýrt eftir hrunið og hvernig bankarnir hafa orðið að því sísvanga skrýmsli sem þeir hafa orðið. Ofurlaun virðast halda áfram í bönkunum, öllum venjulegum Íslendingum, launafólki. lífeyrisþegum og fyrrum hlutabréfaeigendum sem töpuðu öllu sínu að ekki sé gleymt öllum þeim sem sitja uppi með ofurskuldir sem mörgum hafa reynst allt of þungbærar.

Þór Saari ætti að beita sér fyrir því á sem breiðustum grunni á þingi að ný rannsóknarnefnd verði skipuð með það fyrir augum að rannsaka yngra bankaránið!

Mosi


mbl.is Auðmenn græða á uppboðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Guðjónsson

Númer 1, 2 og 3 þá þarf að gera eitthvað, snúa niður velferðarkerfi bankanna.

Einar Guðjónsson, 3.10.2010 kl. 01:09

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Auðvitað og koma lögum yfir þessa aðila!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 3.10.2010 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 242836

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband