2.10.2010 | 17:35
Þörf á nýrri rannsókn
Með bankahruninu voru bankarnir rændir, - innan frá. Eftir bankahrunið varð í raun aftur bankarán framið og að þessu sinni í þeirri ringulreið sem ríkti. Stjórnvöld voru undir gríðarlegum þrýsting Breta og Hollendinga vegna Icesavehneykslisins og þá kemur þrýstingur frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum að þaðan er engrar aðstoðar að vænta nema farið sé eftir forskrift hans.
Bönkunum í dag er stýrt meira og minna eftir ekki minni græðgisvæðingu og var upphaflega við einkavæðingu þeirra. Baqnkarnir hafa ekki sýnt minnstu vægðar gagnvart einstaklin gum og fyrirtækjum, ótalaðilar hafa orðið gjaldþrota eftir harðneskjulegar innheimtuaðgerðir í stað þess að sýna skuldurum skilning í erfiðri stöðu. Lengja hefði mátt í lánum og gera greiðslubyrði viðráðanlegri auk þess að takmarka mætti hækkun höfuðstóls.
Ein hliðin á þessu yngra bankaráni er ráðstöfun eigna bankanna. Bankarnir hafa yfirtekið eignir sem sumum hverjum hafa verið ráðstafað til valdra aðila tengdum bönkunum. Þannig hafa fyrirtæki verið keyrð í gjaldþrot eins og t.d. almenningshlutafélaginu Atorku og eignum fyrirtækisins ráðstafað til kröfuhafa. Nú fær erlent braskfyrirtæki Magma umráð yfir orkulindum landsmanna sem áður voru í eigu lífeyrissjóða og einstaklinga sem töpuðu öllu hlutafé sínu. Nýlegt dæmi er plastverksmiðjan Sigurplast í Mosfellsbæ sem var þröngvað í gjaldþrot. Sagt er að viðkomandi banki hyggist halda starfseminni áfram en fela öðrum rekstraraðila fyrirtækið til afhendingar. Sama má segja um hluta frístundabyggðar, jarðar í Borgarfirði sem hagsmunafélag frístundahúsa á jörðinni gerði bankanum tilboð um að kaupa. Bankinn seldi öðrum jörðina sem hyggst hafa eins mikið fyrir snúð sinn og mögulegt er með því að selja sem mest af lóðum.
Siðferði bankanna virðist vera öðru vísi en það venjulega siðferði sem venjulegt fólk er meðvitað um.
Allt bendir til þess að þörf sé á nýrri rannsókn: hvernig bönkunum hefur verið stýrt eftir hrunið og hvernig bankarnir hafa orðið að því sísvanga skrýmsli sem þeir hafa orðið. Ofurlaun virðast halda áfram í bönkunum, öllum venjulegum Íslendingum, launafólki. lífeyrisþegum og fyrrum hlutabréfaeigendum sem töpuðu öllu sínu að ekki sé gleymt öllum þeim sem sitja uppi með ofurskuldir sem mörgum hafa reynst allt of þungbærar.
Þór Saari ætti að beita sér fyrir því á sem breiðustum grunni á þingi að ný rannsóknarnefnd verði skipuð með það fyrir augum að rannsaka yngra bankaránið!
Mosi
Auðmenn græða á uppboðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243409
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Númer 1, 2 og 3 þá þarf að gera eitthvað, snúa niður velferðarkerfi bankanna.
Einar Guðjónsson, 3.10.2010 kl. 01:09
Auðvitað og koma lögum yfir þessa aðila!
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 3.10.2010 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.