Villta vestrið eða skynsamlegar reglur?

Utanvegaakstur hefur verið stundaður allt of lengi á Íslandi. Víða má sjá hræðileg svöðusár á gróðri og má t.d. benda mjög ljót hjólför eftir jeppa við Mógil sunnan við Dómadalsháls innarlega á Dómadalsleið á leiðinni inn í Landmannalaugar. Þar var einhver stórhuga jeppamaður að prófa fyrir um hálfri öld hversu langt hann kæmist upp brekkuna á nýja jeppanum sínum. Þessi hræðilegu för eru enn í dag mjög áberandi og skera í augu þrátt fyrir að langt er liðið frá glæfraför böðulsins.

Boð og bönn eiga ekkert að minna á eitthvað hræðilegt. Sanngjarnar og skynsamar reglur sem verður fylgt eftir eru nauðsynlegar. Jeppamenn verða að sætta sig við að þeir mega ekki allt. Af hverju minnast þeir sem vilja hafa helst algjört frelsi í þessum málum aldrei á mun strangari reglur um akstur vélknúinna farartækja í þjóðgörðum eins og t.d. í Bandaríkjunum. Þar fer enginn akandi inn í þjóðgarðana þó stórir og víðlendir séu, heldur verða að leggja bílum sínum á stæðum og fara áfram með rútum. Hvergi nokkurs staðar hjá venjulegu fólki í Evrópu eru jeppar notaðir hvers dags. Það er helst á erfiðum vegum í Ölpunum og skógum en aðeins skógarverðir og veiðimenn mega aka þar um.

Þeir sem vilja hafa helst engar reglur t.d. svonefndir „slóðavinir“ sem nú beita sér fyrir að grafa undan utanvegaakstri í Vonarskarði virðast gleyma því að það er fjöldi fólks sem vill ekki fara á vélknúnum farartækjum um afskekkta friðsæla fjalladali eins og Vonarskarð. Þetta fólk ferðast annað hvort fótgangandi eða á hestum og vill leggja á sig mikla fyrirhöfn að komast í tært fjallaloftið þar sem engin vélknúin faratæki spilla kyrrðinni. Þetta eru mjög eftirsótt og mikil gæði sem ber að halda í en „slóðavinir“ telja sig vita betur.

Þá er mjög mikil þörf á að yfirvöld athugi með reglur um þá aðila sem hyggjast hafa hálendið að athafnasvæði sínu í atvinnuskyni. Hvernig er fyrirkomulag með leyfisrekstur slíkrar forréttingar? Er ekki slík starfsemi eftirlitsskyld t.d. vegna öryggis og tryggingamála? Ef viðskiptavinur slíks fyrirtækis slasast hver er réttarstaða viðkomandi?

Það er oft svo að ýmsir vilja sjá skjóttekinn gróða en hafa öll þessi eftirlitsmál eins og þekktist í villta vestrinu. Það er ekki til fyrirmyndar og er ekki til að bæta réttarríkið. Því miður.

Mosi

 


mbl.is Mótmæla reglum um þjóðgarðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sæll

hvað hefuru ferðast mikið um hálendið?

hvað veist þú um slóðavini?

ég er meðlimur í slóðavinum og í þær ferðir sem ég hef farið þá hefur verið brýnt fyrir að halda hópinn og fara ekki út fyrir slóða 

Páll Ingvarsson (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 14:32

2 identicon

Langaði að benda þér á það að ekki einu sinni hestamönnum verður leyft að fara um svæðið. Einungis verður hægt að fara fótgangandi.

Harpa (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 14:34

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Páll:

Hef ferðast alveg heilmikið og rekist á margt ófagurt sem ber ökumönnum ekki fagurt vitni.

Var að skoða heimasíðu og þar er ekki stafkrókur um lög og reglur sem tengjast útivistarrétti.

Harpa:

Það er einnig mjög falleg leið vestan Tungnafellsjökuls um Tómasarhaga, sennilega hentugri leið en um Vonarskarð.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 2.10.2010 kl. 14:54

4 Smámynd: Theo

Sæll Guðjón minn,

Ég er víst í hópi þeirra sem eiga jeppa, en fer bara slóða sem merktir eru. Út fyrir það fer ég ekki og veit að svo er um alla alvöru jeppamenn. Menn eru orðnir miklu meðvitaðri um umhverfi sitt en áður var. 

kveðja,

Teddi (gamli bekkjarbróðir)

Theo, 2.10.2010 kl. 16:08

5 identicon

Sæll Guðjón

Það er sorglegt að lesa í gegnum fávíst bullið sem þú setur hér fram, greinilega veist lítið um þessi mál en setur sjálfan þig á stall og lítur niður á aðra ferðamáta en fótgangandi.

Ég er einn af þessum Slóðavinum sem þú talar niður til og við erum stanslaust að brýna það fyrir okkar félagsmönnum að virða reglur og fordæmum utanvegaakstur.

Varðandi þessa fullyrðingu um að hvergi í þjóðgörðum bandaríkjana megi nota jeppa heldur verið að leggja þeim og taka rútur segir bara um hvað þú veist lítið um þessi mál og það eru einmitt fáfróðir menn eins og þú sem skemmið mest.

Ég hef kynnt mér þessi mál mjög vel í Bandaríkjunum og meira að segja farið þangað vegna þessara mála og veit því mun meira um þetta en þú, það er líka rétt að benda þér á að ein fullsetin rúta skemmir burðarlag vegs álíka mikið og 40.000 einkabílar og það miðast við uppbyggðan og malbikaðan veg, hefur meiri áhrif á malarvegi, þetta getur þú fengið staðfest hjá vegagerðinni svo ekki rugla bara einhverju útúr þér nema vita hvað þú talar um.

Það er líka búið að benda þér á að það er einnig verið að loka á hestaumferð innan þjóðgarðsins

Varðandi áhyggjur þínar gagnvart eftirliti með ferðaþjónustuaðilum varðandi tryggingar ofl þá er það til staðar svo þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur á að nýta þér þeirra þjónustu til að komast inná hálendið svo þú getir labbið síðustu metrana, slegið þér á brjóst og sagt "ég labbaði hingað!"

Með ferðakveðju. Halldór

Halldór (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 16:55

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sæll Teddy gamli bekkjarbróðir: sem betur fer eru langflestir á sama máli og þú.

Halldór: leyfi mér að hvetja þig að lesa betur það sem eg hefi skrifað. Þá mættir þú kynna þér hvað Ómar Ragnarsson hefir ritað um þjóðgarðana í Bandaríkjunum.

Eg hefi ekki talað niður til ykkar Slóðavina nema örðu nær. Hafir þú kynnt þér hvað Andrés Arnalds kynnti á fjölmennum fræðslufundi fyrir nokkrum misserum þá benti hann hve frjálslega margir nota sér jafnvel gamlar kindagötur hátt uppi í fjöllum. Auðvitað er ekkert við því að segja þegar fólk er gangandi eða fari jafnvel ríðandi þessum götum. Því miður virðast margir sem eru á vélknúnum ökutækjum gleyma sér að þeir eru á ökutæki en ekki gangandi eða á hesti.

Við eigum að virða lög og reglur sem því miður Slóðavinir vilja helst ekkert vita af. Við eigum því ekki að stefna á ástand sem minnir á villta vestrið, það er engum til framdráttar.

Ef Slóðavinir og aðrir eru ekki tilbúnir að sætta sig við að um þetta gilda lög og reglur sem öllum ber að fylgja eftir, þá stefnir allt í mjög óásættanlegt ástand. Vilja menn kannski að fá yfir sig enn strangari reglur jafnvel alfarið bann við notkun þessara vélknúnu ökutækja nema með afarströngum skilyrðum? Það er því miður ekki útilokað.

Við getum ekki hagað okkur eins og við erum Palli einn í heiminum! 

Bestu kveðjur

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 2.10.2010 kl. 17:47

7 identicon

Sæll Guðjón

Ég las bara þennan pistil þin og svaraði honum, þekki ekki önnur skrif þín varðandi þessi mál.

Ég hef lesið og heyrt Ómar Ragnarsson tala heilmikið um tvo þjóðgarða í bandaríkjunum og fullyrt út frá því að þetta sé allt bannað, klárlega eru svoleiðis þjóðgarðar til og gott og blessað með það en það eru einnig til gríðarlegur fjöldi þjóðgarða um öll bandaríkin, margir undir stjórn U.S. Forest Service og sambærilegra stofnana(einnig einkarekin svæði), þeir eru misstórir, geta verið frá 2-3000 ekrum og uppí nokkra tugi þúsunda ekra þar sem allar tegundir útivistar er leyfð.

Það virðist sem að sumir útivistahópar telji sig merkilegri og rétthærri en aðra, þetta er bara ekki rétt og sést það vel á þessum þjóðgörðum í bandaríkjunum, ég hef ekki kynnt mér þá annarsstaðar.

Þjóðgarðarnir eru vel skipulagðir, mikið af samnýttum slóðum og svo slóðar þar sem leyfð eru færri eða kannski bara ein tegund útivistar, hvort sem það er göngufólk, hestamenn, mótorhjól, jeppar, fjallahjól svo þetta er nú allt saman hægt ef vilji er fyrir hendi.

Lög verða að virða rétt allra, ekki bara útvalinar elítu.

Slóðavinir virða lög og rétt, við teljum ekkert rangt við að nota t.d. gamlar þjóðleiðir hvort sem ferðast er á hesti, mótorhjóli eða jeppa.

Þeir sem ætla að dæma aðra verða að vita um hvað málið er, t.d. fara margir ansi frjálslega með hvað er utanvegaakstur. Þegar landið er skemmt og skilin eftir ljót för í landi þá klárlega er þar um landskemmdir en þær geta orðið til á margan hátt, ekki bara eftir mótorknúin ökutæki.

Góðar stundir

Halldór

Halldór (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 22:24

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Halldór:

Hefurðu skoðað hvernig Reykjanesið er víða útbíað eftir gálausislega utanvegaakstur? T.d. eru mjög slæm sár í viðkvæmum mosagróðri út frá Höskuldarvöllum og vestur af Sogum og Trölladyngju.

Aðsóknin í suma bandaríska þjóðgarða er slík að panta verður með löngum fyirvara ef maður vill heimsækja þá. Og þá er mönnum ekki heimilt að koma akandi þangað á vélknúnu farartæki, heldur verður að skilja ökutækið eftir á þar til ætluðum bílastæðum.

Kíktu á heimasíðu Yellowstone og fleiri þjóðgarða áður en þú vænir samborgara þína að fara með rangt mál.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 3.10.2010 kl. 10:41

9 identicon

Sæll

Ég er sammála þér með Reykjanesið, þar eru ljótar skemmdir, við höfum farið þangað og lagað á nokkrum stöðum en getum ekki lagað allt, ekkert frekar en göngufólk lagar skemmdirnar í kringum göngustíginn uppá Esju.

Varðandi þjóðgarðana þá virðist þú ekki lesa það sem ég skrifa, ég benti á að það væru til báðar gerðir af þjóðgörðum en þetta er eins og að tala við vegg svo ég eyði ekki meira púðri hér.

Takk fyrir.

Halldór (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 15:38

10 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ekki er rétt að jafna utanvegaakstri við slóð gangandi fólks og lagningu göngustígs. Víða má sjá slæma umgengni vegna utanvegaaksturs þegar farið er að aka utan við slóðina. Þetta má m.a. sjá á Mosfellsheiðinni þar sem jeppamenn hafa talið sig vera í rétti að aka eftir vegi sem lagður var upphaflega fyrir hestvagna á 19. öld. Má víða sjá mjög slæma umgengni þar.

Til fróðleiks um aðgangseyri í Yellowstone þjóðgarðinn þá má á heimasíðunni: http://www.nps.gov/yell/planyourvisit/feesandreservations.htm

sjá að það er ekki gefið. Greiða þarf 25 bandaríska dali fyrir ökutæki og 12 fyrir hvern fullorðinn. Þetta gjald heimilar dvöl allt að viku í þjóðgarðinum. Þá þarf að gera ráð fyrir greiðslu vegna bílastæða.

Það er mikill munur á hvað þeir „slóðavinir“ vilja gera og það sem verður að teljast eðlilegt í réttarríki. Svo virðist sem „slóðavinir“ vilji sjálfir setja reglurnar fremur en fara eftir reglum sem yfirvöld setja.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 4.10.2010 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband