Er Sjálfstæðisflokkurinn að fara á límingunum?

Mosi var að lesa yfir ræðu Ögmundar. Ekki er stafkrókur í henni sem ber með sér svigurmæli eða móðgun gagnvart þeim ógæfumanni sem varð fyrir því að sýna af sér óvenjumikið kæruleysi og léttúð í undanfara hrunsins.

Sjálfstæðismenn væru menn að meiri ef þeir eru tilbúnir að hlusta á málefnalega gagnrýni. Því miður virðist sem sumir séu algjörlega að tapa sér og má vísa í leiðara Morgunblaðsins þessa dagana og færslu í morgun á heimasíðu Einars K. Guðfinnssonar.

Hvernig sagan á eftir að skýra viðbrögð þessara aðila við gagnrýni þegar þeir þurfa að standa reikningsskap gerða sinna skal eigi fullyrt. Hins vegar eru fúkkyrði ekki til þess fallin að bera höfundum sínum vel söguna.

Að hlaupa út undir ræðu Ögmundar er óskiljanlegt. Þetta er eins og hvert annað upphlaup ákveðið í fljótræði. Auðvitað verður uppgjör að fara fram. En er ekki betra að gangast við afglöpunum og biðja um sanngjarnan dóm?

Ögmundur var einmitt að benda á hversu nauðsynlegt er að fara eins nærgætilega í þessum málum og forðast öfgar. Svo virðist sem sumir andstæðingar ríkisstjórnarinnar eru ekki tilbúnir að sætta sig við stöðu mála. Því miður hrundi sú stefna sem Sjálfstæðisflokkurinn beitti sér fyrir. Þar á margt eftir að koma í ljós og við verðum að læra að sýna þolinmæði og að taka því sem orðið er.

Sjálfur var eg meðal tugi þúsunda Íslendinga sem töpuðu megninu af ævisparnaði mínum í formi hlutafjár. Einnig sit eg uppi með væntanlega skerðingu á lífeyrisréttindum mínum sem eg fæ aldrei bætt. Þá var eg atvinnulaus nánast allan síðastliðinn vetur og hef verið án atvinnu lungann af september. Mættu margir Sjálfstæðismenn setja sig í spor okkar sem eru atvinnulausir og ekki síst þeirra sem hafa tapað jafnvel meiru, orðið gjaldþrota og misst allt sem þeir áttu, hús, bíl og búslóð.

Mosi


mbl.is „Ekki með neina sleggjudóma“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Als

Sumum þykir málið einmitt persónulegt - og því skiljanleg reiði sumra yfir ummælum ráðherrans. Það er hið besta mál að menn tjái sig með þessum eða öðrum hættinum. Mörgum sjálfstæðismanninum er heitt í hamsi þessa dagana, m.a. í garð sumra samfylkingarþingmanna en einnig alla vega tveggja framsóknarþingmanna. Það er einnig skiljanlegt og þeirra réttur að bregðast við griðrofum á Alþingi. Málið er dapurlegt og enn vansæmdarvegferðin sem þessi þjóð virðist upptekin af þessa dagana. Á meðan blæðir þúsundum heimila út, stöðnun til margra ára blasir við, jafnvel nýtt hrun ... er nema von að mönnum sárni, að þeir séu daprir og reiðir. Það á alla vega við um mig.

Ólafur Als, 30.9.2010 kl. 17:17

2 identicon

Líklega sagði Ögmundur einhverja mögnuðustu setningu ársins - ef ekki margra ára .

Orðrétt.: " Gjörðir einstaklingsins eru ekki hans persóna" ?? !!

 Gott væri ef BA í bókasafns og upplýsingafræði frá gömlu minnisstæðu Félagsvísindadeild HÍ, gæfi sína túlkun á ofanrituðum ummælum. !

 Við úr hinum deildum HÍ erum hætt að skilja - eða er einstaklingur og persóna sama einstaklings eitthvað frábrugðið ?? !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 17:51

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Kalli Sveins: Hvaða ræðu varstu að lesa? Þessa setningu sem þú tilnefnir er hvergi að finna í þeirri ræðu sem Ögmundur hélt í dag. Lestu hana því betur yfir og gott væri að þú skiljir hana á sama veg og allir (nema kannski grútfúlir íhaldsmenn): Ögmundur vill ekki hefnd - hann vil réttlæti!!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 30.9.2010 kl. 19:19

4 Smámynd: einhvur

Réttlæti??????

Nei, það skín nú alveg skýrt í gegn hvað Ömmi vill.

Í dag er ársafmæli þess að hann sneyptist úr ríkisstjórninni af því að hann réði ekki við ráðherraembættið.

Og nú kemur hann til baka með byltingarboðskapinn: FLEIRI RÉTTARHÖLD. Nú yfir sveitarstjórnunum.

Maður þarf að vera alveg arfavitlaust afglapafífl að gleypa við þessum boðskap manns og flokks sem engin svör hefur önnur en pólitíska hefndarför.

Góða ferð, eða hitt þó heldur!

einhvur, 30.9.2010 kl. 20:22

5 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Guðjón, ég les að við erum þjáningabræður, en hvort við erum á sama stað í pólitík veit ég ekki.

Ég hef nú verið á þeirri skoðun að sjálfstæðismenn og framsóknarmenn bæru pólitíska ábyrgð á bankahruninu. En mér finnst hlutur stjórnmálamanna í bankahruninu vera mjög lítill, það er svipað og við myndum kæra lögregluþjón fyrir þjófnað í banka. Þetta rugl á alþingi síðustu daga sýnir hvað Íslenska þjóðin er illa stödd. Ég verð bara að biðja Guð almáttugan að hjálpa okkur.

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 30.9.2010 kl. 23:09

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sammála þér Helgi að þessir flokkar bera megin ábyrgð á bankahruninu. Verð að segja því miður hefur Samfylkingin verið dregin til ábyrgðar í jafn örlagaþungnu máli.

Hins vegar er alveg ljóst að það var Sjáfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn sem báru meginábyrgð á bankahruninu.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 1.10.2010 kl. 20:38

7 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

einhvur, mikið væri gott að draga einnig suma í sveitastjórnunum til ábyrgða. Það þarf nú ekki leita lengur en til Reykjanesbæjar.

Úrsúla Jünemann, 2.10.2010 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 242836

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband