30.9.2010 | 10:44
Þingmaður Sjálfstæðisflokks talar um hræsni
Á bloggsíðu Einars K. Guðfinnssonar í dag, sjá: http://ekg.blog.is/blog/ekg/
eru ótrúlegar fullyrðingar. Þar vænir hann Steingrím J. um hræsni og telur hann vera heimsmethafa í þessari ómerkilegu íþrótt ef íþrótt skyldi kalla. Svo er að skilja að EKG telji sig vera hafinn yfir alla gagnrýni og að hann standi siðferðislega vel að vígi. En í augum venjulegs fólks er hann eins og hver annar lýðskrumari sem við höfum því miður slæma reynslu af. Sem dæmi um þessa ófyrirleitni gefur hann engum kost á að skrifa athugasemdir um skrif sín.
EKG var ráðherra í hrunstjórninni og bar sem slíkur fulla ábyrgð á afrekunum að koma okkur Íslendingum í einhverjar þær ömurlegustu fjárhagslegu þrengingar sem við sem nú lifum þekkjum. Meira að segja kreppan eftir að síldin hvarf um 1967 bliknar við þessi ósköp. Ríkisstjórn Geirs Haarde gerði ekkert til að koma í veg fyrir bankahrunið og þess vegna hefur kapteinninn í brúnni verið ákærður.
Í hruninu féllu ekki aðeins bankarnir heldur varð hlutabréfamarkaðurinn einnig rústir einar. Tugir þúsunda Íslendinga töpuðu þar ævisparnaði sínum í formi hlutabréfa. Lífeyrissjóðir töpuðu sennilega ekki minni fjármunum og hefur það valdið þeim erfiðleikum, m.a. hefur þurft að færa niður lífeyrisréttindi sjóðfélaga. Ekkert var aðhafst til að bjarga hagsmunum þessara aðila frá tapi .
EKF er líklega búinn að gleyma því að hann skildi eftir sig tímasprengju í Stjórnarráðinu rétt áður en hann snautaði þaðan út með skottið milli lappanna. Hann gaf út leyfi að drepa hvali í stórum stíl án þess að bera þá ákvörðun undir nema einn mann: Kristján Loftsson.
Einar K. Guðfinnsson er að mörgu leyti hæfileikaríkur maður enda Vestfirðingur. En af hverju notar hann hæfileika sína til að níða þann einstakling sem hefur reynst þjóðinni einn farsælasti fjármálaráðherra Íslandssögunnar? Steingrímur J. á allt gott skilið enda hefur hann fengið mikið lof frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum fyrir afburða starf og hefur sýnt afburða úthald í þessum erfiðu málum sem hann hefur verið að fást við.
Er þetta ekki kallað að kasta steinum úr glerhúsi?
Ef EKG vill að fólk taki sig alvarlega þá ætti hann að sjá sóma sinn í því að draga ummæli sín um Steingrím fjármálaráðherra til baka og biðja hann afsökunar á ósvífninni.
Mosi
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:14 | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður pistill.
Björn Birgisson, 30.9.2010 kl. 10:59
Held þú hafir náð kjarna ákærumálsins alveg ákaflega vel með þessum orðum: "Ríkisstjórn Geirs Haarde gerði ekkert til að koma í veg fyrir bankahrunið og þess vegna hefur kapteinninn í brúnni verið ákærður."
Ákærður - fyrir að "gera ekkert".
Mér dettur hreinlega í hug að ríkisstjórnarflokkarnir séu að leika lokaþátt Seinfeld (sem var háðsádeila en er núna að fullu komin í framkvæmd á Alþingi Íslendinga), "A good Samaritan law was featured in the May 1998 series finale of the popular NBC situation comedy Seinfeld, in which the show's four main characters were all prosecuted and sentenced to one year in jail for making fun of (rather than helping) an overweight man who was getting robbed at gunpoint."
Geir Ágústsson, 30.9.2010 kl. 11:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.