Þingmaður Sjálfstæðisflokks talar um hræsni

Á bloggsíðu Einars K. Guðfinnssonar í dag, sjá: http://ekg.blog.is/blog/ekg/

eru ótrúlegar fullyrðingar. Þar vænir hann Steingrím J. um hræsni og telur hann vera heimsmethafa í þessari ómerkilegu íþrótt ef íþrótt skyldi kalla. Svo er að skilja að EKG telji sig vera hafinn yfir alla gagnrýni og að hann standi siðferðislega vel að vígi. En í augum venjulegs fólks er hann eins og hver annar lýðskrumari sem við höfum því miður slæma reynslu af. Sem dæmi um þessa ófyrirleitni gefur hann engum kost á að skrifa athugasemdir um skrif sín.

EKG var ráðherra í hrunstjórninni og bar sem slíkur fulla ábyrgð á „afrekunum“ að koma okkur Íslendingum í einhverjar þær ömurlegustu fjárhagslegu þrengingar sem við sem nú lifum þekkjum. Meira að segja kreppan eftir að síldin hvarf um 1967 bliknar við þessi ósköp. Ríkisstjórn Geirs Haarde gerði ekkert til að koma í veg fyrir bankahrunið og þess vegna hefur kapteinninn í brúnni verið ákærður.

Í hruninu féllu ekki aðeins bankarnir heldur varð hlutabréfamarkaðurinn einnig rústir einar. Tugir þúsunda Íslendinga töpuðu þar ævisparnaði sínum í formi hlutabréfa. Lífeyrissjóðir töpuðu sennilega ekki minni fjármunum og hefur það valdið þeim erfiðleikum, m.a. hefur þurft að færa niður lífeyrisréttindi sjóðfélaga. Ekkert var aðhafst til að bjarga hagsmunum þessara aðila frá tapi .

EKF er líklega búinn að gleyma því að hann skildi eftir sig tímasprengju í Stjórnarráðinu rétt áður en hann snautaði þaðan út með skottið milli lappanna. Hann gaf út leyfi að drepa hvali í stórum stíl án þess að bera þá ákvörðun undir nema einn mann: Kristján Loftsson.

Einar K. Guðfinnsson er að mörgu leyti hæfileikaríkur maður enda Vestfirðingur. En af hverju notar hann hæfileika sína til að níða þann einstakling sem hefur reynst þjóðinni einn farsælasti fjármálaráðherra Íslandssögunnar? Steingrímur J. á allt gott skilið enda hefur hann fengið mikið lof frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum fyrir afburða starf og hefur sýnt afburða úthald í þessum erfiðu málum sem hann hefur verið að fást við.

Er þetta ekki kallað að kasta steinum úr glerhúsi?

Ef EKG vill að fólk taki sig alvarlega þá ætti hann að sjá sóma sinn í því að draga ummæli sín um Steingrím fjármálaráðherra til baka og biðja hann afsökunar á ósvífninni.

Mosi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Góður pistill.

Björn Birgisson, 30.9.2010 kl. 10:59

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Held þú hafir náð kjarna ákærumálsins alveg ákaflega vel með þessum orðum: "Ríkisstjórn Geirs Haarde gerði ekkert til að koma í veg fyrir bankahrunið og þess vegna hefur kapteinninn í brúnni verið ákærður."

Ákærður - fyrir að "gera ekkert". 

Mér dettur hreinlega í hug að ríkisstjórnarflokkarnir séu að leika lokaþátt Seinfeld (sem var háðsádeila en er núna að fullu komin í framkvæmd á Alþingi Íslendinga), "A good Samaritan law was featured in the May 1998 series finale of the popular NBC situation comedy Seinfeld, in which the show's four main characters were all prosecuted and sentenced to one year in jail for making fun of (rather than helping) an overweight man who was getting robbed at gunpoint."

Geir Ágústsson, 30.9.2010 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband