Auðvitað mátti gera betur

Ingibjörg Sólrún er mjög ósátt um að Geir Haarde er dreginn fyrir Landsdóm. Geir var kapteinninn á strandkútternum og Ingibjörg 1. stýrimaður. Raunverulega ber hún hún einnig ábyrgð á því hvernig fór. Nú hefur komið fram að ekki seinna en í febrúar 2008 var ljóst að ekki var allt með felldu með bankakerfið. Ekkert var gert þrátt fyrir að fyllilega var ljóst að bankahrun var framundan. Bresk stjórnvöld buðu aðstoð sína til þess að vinda ofan af ofvöxnu bankakerfi en ekkert var gert. Þessari vinsamlegu aðstoð var hundsuð.

Ingibjörg Sólrún er því miður undir sömu sök seld og Geir Haarde. Sama má segja um 2. stýrimann þjóðarskútunnar 2008 hr. dýralækni Árna Mathiesen en spurning er um hásetann á skútunni hr. Björgvin Sigurðsson. Þó svo hann væri yfirmaður bankanna þá var hann ekki settur yfir Seðlabanka sem var beint undir Forsætisráðuneytinu.

Í frægri og mjög vinsælli skáldsögu,  Maður og kona eftir Jón Thoroddsen er meginpersónan látin segja undir lokin þegar yfir vofði embættismissir og hneysa sveitaprestinn sr.Sigvalda eftir að hann hafði verið uppvís að svikum, fölsunum og misneytingu: Er ekki kominn tími að biðja guð að hjálpa sér!

Kannski að strandkapteinninn mætti taka sér sömu ummæli í munn.

Mosi 


mbl.is Mun eitra stjórnmálalífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Þór Strand

Björgvin var kannski hásetinn en Jóhanna Sigurðardóttir var 3. stýrimaður og Össur bátsmaður, þannig að þetta er ódýrt hjá Samspillingunni.

Einar Þór Strand, 29.9.2010 kl. 20:03

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir við mætum fyrir utan alþingi þann fyrsta október og meinum ráðherrum og þingmönnum inngöngu því að þau mega ekki stjórna hér í einn dag enn!

Sigurður Haraldsson, 29.9.2010 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 242932

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband