17.5.2010 | 13:05
Hvað stendur á bak við Magma Energy?
Margt bendir til að mikið pukur er að baki athöfnum þessa fyrirtækis. Það kemur eins og hrægammur inn í íslenskt hrun samfélag þar sem mörg almenningsfyrirtæki hafa lagt upp laupana eða verið tekin eignarnámi af kröfuhöfum.
Magma Enery er sagt vera starfandi í Kanada með n.k. pósthólfaaðstöðu í Svíþjóð til að komast fram hjá ákvæðum EES um starfsemi á evrópska efnahagssvæðinu. Forstjóri þess, Ásgeir Margeirsson var áður forstjóri Geysir Green Energy og enn áður aðstoðarforstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Athygli vekur að fyrir nokkru var sagt frá því að Geysir Green væri nánast gjaldþrota og samt hafa hlutafé í því fyrirtæki gengið kaupum og sölum. Einn af stærstu hluthöfum þess fyrirtækis var Atorka sem nú hefur verið gegnum einhvers konar bókhaldsfiff verið yfirtekið af kröfuhöfum sem eru að mestu bankar. Í Atorku áttu mörg hundruð íslenskra fjöldskyldna mikið fé sem var ævisparnaður þessa fólks.
Öll fyrirtæki samsteypunnar voru "töluð" niður jafnvel þó þau væru metin á sama tíma á marga milljarða. Þannig var Promens talið verðlaust meðan það var metið á rúmlega 11 miljarða. Árangurinn var sá, að ævisparnaður okkar sem áttu í Atorku og áður Jarðborunum er talinn einskis virði.
Talið er að mjög sterk tengsl séu milli Magma og Sjálfstæðisflokksins. Þannig á veik stjórn Árna Sigfússonar í Keflavík (Reykjanesbæ) allt sitt undir að þessi samningur komist á að Magma geti eignast HS Orku. Gríðarlegur áhugi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins um álbræðslu rétt norðan Keflavíkur er alkunnur. Gegndarlaus sókn í jarðhita á Reykjanesi mun ábyggilega grafa stórlega undan eðlilegri notkun á varanlegum jarðhita á þeim slóðum.
Magma Energy virðist vera fyrirtæki sem fjárhagslega séð virðist ekki sérstaklega burðugt. Í viðskiptafréttum Morgunblaðsins 14. nóv. s.l. segir frá gríðarlegu tapi fyrirtækisins:
Kanadíska orkufyrirtækið Magma Energy Corp, sem meðal annars á hlut í HS Orku, tapaði tæplega 2,7 milljónum Bandaríkjadala, 338 milljónum króna, eða einu senti á hlut á fyrsta ársfjórðungi rekstrarársins, júlí-september. Á sama tímabili í fyrra nam tap félagsins 829.860 dölum.
Tekjur af orkusölu námu rúmlega einni milljón dala í fjórðungnum. Í fyrra var félagið ekki með neinar rekstrartekjur.
Ross Beaty, stjórnarformaður og forstjóri Magma, segir á vefnum Oilweek að Magma hafi vaxið hratt á síðasta ársfjórðungi með yfirtökum á Íslandi, Nevada og Suður-Ameríku. Auk þess sem fyrirtækið hafi staðið fyrir hlutabréfaútboði. Alls söfnuðust 88 milljónir dala í útboðinu.
Haft er eftir Beaty að samningar félagsins á Íslandi muni skila félaginu 43% eignarhlut í stærsta jarðvarmafyrirtækinu í einkaeigu á Íslandi.
http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2009/11/14/magma_energy_tapadi_2_7_milljonum_dala/
Sjá einnig: http://www.oilweek.com/news.asp?ID=24908
Hvað segir þetta okkur?
Magma Energy biðlar til íslensku lífeyrissjóðanna um fé sem töpuðu einnig gríðarlega miklu fé m.a. í Atorku? Af hverju er verið að véla fé af íslenskum sparifjáreigendum.
Er það einbeittur ásetningur að draga okkur Íslendinga enn dýpra niður í spillingafenið en nú er komið?
Sjálfsagt er að slá á frest öllum ákvörðunum meðan fram fari opinber rannsókn á eignarhaldi, fjárfestingum og fjármálum þessara fyrirtækja sem koma við sögu Magma Energy.
Mosi
Ræddu við lífeyrissjóði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.