Lagasetning nauðsynleg STRAX!

Nú þarf Alþingi að bregðast skjótt við og bæta úr með því að leggja þegar í stað frumvarp laga sem felur í sér að lögfesta aðild Íslendinga að Evrópusamningi um handtöku og framsal grunaðra eða dæmdra manna. Það er vægast sagt furðulegt að þessa hefur ekki verið gætt.

Eðlilegt er að í réttarríki sé gætt að allra þeirra lagaákvæða sé unnt að beita til að framfylgja lögum og reglum. Hvers vegna á maður sem er grunaður um mjög alvarleg afbrot að sleppa úr klóm réttvísinnar vegna vanræsku fyrri ríkisstjórnar? Er það ef til vill tilviljun að ríkisstjórn Davíðs Oddssonar vanrækti að lögbinda þennan alþjóðlega samning um framsal sakamanna?

Það verður nú þegar að undirbúa lagasetningu og leggja fyrir þingið lög þessa efnis. Hvítflybbaafbrotamenn eiga ekki að sleppa úr klóm réttvísinnar vegna formgalla. Það hefur áður komið fyrir og má ekki endurtaka.

Annars verður fyrrum bankastjórum aldrei vært. Að öllum líkindum munu þeir aldrei eiga þess kost að koma til landsins öðru vísi en þeir verði þegar handteknir við komu til landsins meðan þeir eru grunaðir um stórfelld afbrot í störfum sínum í bönkunum í aðdraganda bankahrunsins.

Mosi


mbl.is Ekki búið að handtaka Sigurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Kannski er engin tilviljun að við erum ekki aðili að þessum samning. Svona hlutir gleymast ekki.

Tómas Waagfjörð, 12.5.2010 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 242936

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband