9.4.2010 | 11:06
Virðingaverð hvatning
Byskupinn okkar hvetur sóknarpresta og djákna að kaupa skýrsluna um bankahrunið. Sjálfsagt hafa Íslendingar sjaldan eða jafnvel aldrei staðið frammi fyrir jafnmiklum erfiðleikum vegna þessara gríðarlegu umskipta í sögu sinni. Þá var bönkunum breytt í ræningabæli í aðdraganda hrunsins og siðleysi alls ráðandi.
Sem yfirsálnahirðir þorra þjóðarinnar þá vill byskupinn okkar greinilega hvetja undirmenn sína til umræðu um þessi mál. Til þess að sú umræða verði byggð sem mest á rökum þá kemur þessi hvatning til, að gera skýrsluna sem mest aðgengilega fyrir sem flesta. Þá er meira en líklegt að sem flest og vonandi öll bókasöfn landsmanna hafi frammi eintak, bæði til afnota á söfnunum sem og til útláns.
Herra byskup Karl Sigurbjörnsson á allt lof skilið. Þökk sé víðsýni hans.
Mosi
Post scriptum: Sjálfsagt rekur einhvern í rogastans að hnjóta um orðið byskup ritað með y. Áhöld eru um hvort er upprunalegra en afburða fræðimenn á borð við Jón Sigurðsson (1811-1879) og Pál Eggert Ólason (1883-1949) rituðu að jafnaði byskup en ekki biskup. Að sjálfsögðu má rökræða lengi um hvort sé réttara og upprunalegra í íslenskri málnotkun.
Söfnuðir kaupi rannsóknarskýrslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég sé ekki betur en að biskup sé hér með pr stunt... koma í helgidóminn og leggjast á bæn... hlægilegt alveg
DoctorE (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 11:30
Hvað áttu við? Mér finnst að þú mættir rökstyðja þetta betur hvað þú ert að meina eða sleppa að rita aths.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 9.4.2010 kl. 12:09
Þetta er augljóst pr stunt.. kemur mjög vel fram í fréttinni að ætlunin er að nota skýrslu sem gulrót til kirkjusóknar...
Hvað er kirkjan að sólunda peningum í þetta... væri ekki nær að gefa MAT til þurfandi... kirkjan situr jú á þúsundum milljónum árlega, skrauthallir um allan bæ, prestar hálaunamenn....
Getur það verið að biskupinn sé með hærri laun er forsætisráðherra, er það vitrænt... er það samkvæmt biblíu.
DoctorE (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 12:40
Miðað við þessi viðbrögð hjá DoctorE þá veltur maður því fyrir sér hvort að hann sé nefndur á nafn í þessari blessuðu skýrslu?
Magnús V. Skúlason, 9.4.2010 kl. 12:50
Frábært framtak hjá biskupi.
Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 12:52
Já Magnús.. ég er í skýrslunni.. þess vegna vill ég ekki að biskup sólundi peningum í hana... það gæti komist upp um mig... það gæti líka komist upp að ég er anti-kræst... .aðeins ríkiskirkjan gæti framið særingar bla
Það er zero raunveruleg ástæða til að kaupa þessa skýrslu til að hafa í kirkjum.. við höfum internetið, það verður fjallað um skýrsluna í öllum fjölmiðlum... hlægilegt að kirkjan ætli að taka brauð úr munni hungraðra til þess að auglýsa sjálfa sig...
DoctorE (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 13:03
það væri frábært ef fólk myndi nota þetta tækifæri einmitt til þess að mæta "í helgidóminn, og leggjast á bæn" (sérstaklega Doctor E) því þess þurfa allir með og það er alltof lítið fjallað um slíkt, ég fagna þessu sem biskupinn yfir Íslandi hefur nú gert, hann er að auglýsa boðskap og lífsstíl, ekki einhverja söluvöru - ef einhver vill gráta yfir skýrslunni þá er miklu betra að vera í kirkju heldur en heimafyrir
halkatla, 9.4.2010 kl. 13:50
Hvaða boðskapur er það... að hann sé með milljón á mánuði( Biskup ); Það er algerlega andstætt biblíu, prestar eru líka hálaunamenn, margir með milljón eða jafnvel meira.
Hvaða boðskap erum við að tala um eiginlega... ég veit ekki betur en að biblían segi að menn sem vilja vera alvöru kristnir VERÐI að selja ALLT sem þeir eiga og gefa fátækum...
Já meira að segja biskup og prestar fara ekki eftir biblíu... hafna pörtum sem skaða lífsgæði þeirra
DoctorE (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 13:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.