9.3.2010 | 18:09
Góð hugmynd
Þó þessi tillaga liggi fyrir þá er ekki þar með sagt að þetta sé ákveðið.
Gjástykki er talið vera mjög merkilegt náttúrufyrirbrigði ekki síður en næsta nágrenni t.d. við Leirhnjúk. Sjálfsagt er að skoða betur friðlýsingu Gjástykkis með möguleika til ferðaþjónustu að leiðarljósi.
Líklega styggjast þingeyskir álhangendur við þessari hugmynd Svandísar. En gæta ber að nú eru álbræðslur víða um heim að draga saman seglin. Ef endurvinnsla á álumbúðum hefst fyrir alvöru í iðnríkjunum einkum BNA þá eru álver í N-Evrópu dauðadæmd, - líka á Íslandi.
Fyrir nokkrum vikum lokaði Alkóa tveim álbræðslum sínum á Ítalíu. Þau voru orðin bæði gömul og óhagkvæm í rekstri. Hvenæ kemur að álverunum hjá okkur? Þau úreldast sem annað og ekkert er því til fyrirstöðu að þeir sem þau reka leiti nýrra leiða að byggja önnur. En við verðum að gæta að því að nú eru komin of mörg viðkvæm álegg í viðskiptakörfuna.
Um 80% af framleiddu rafmagni fer í aliðnaðinn. En hversu mikið af tekjum Landsvirkjunar kemur frá stóriðjunni? Við fáum ekkert að vita þó svo að við fáum að borga skuldirnar af þessari stóriðjubrjálsemi sem hefur valdið bankahruninu.
Mosi
Friðlýsing Gjástykkis undirbúin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jæja er það núna stóriðjan sem olli bankahruninu??? Megun nú bara þakka fyrir að við skulum þó hafa þá stóriðju sem er fyrir í landinu.
Guðni Helgason (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 19:08
Það er deginum ljósara að Kárahnjúkavirkjun hafði gríðarleg þensluáhrif og ýtti undir braskstarfsemi vegna hágengis krónunnar. Og með einkavæðingu bankanna á sama tíma voru þetta tímar sem innti á villta vestrið með tilheyrandi gullgrafaræði.
Nú er þetta að koma okkur mjög illa í koll. Þarf vitnanna við?
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 10.3.2010 kl. 14:47
Bankahrunið varð á Íslandi vegna þess hvernig eigendur þeirra og stjórnendur hegðuðu sér - þeir hefðu hrunið hvort sem farið hefði verið í Kárahnjúkavirkjun eður ei.
Segi enn og aftur að við megum þakka fyrir að hafa þó þennan iðnað í landinu - þurfum bara að styrja enn frekar okkar útflutning ... t.d. með meiri iðnaði og sprotastarfsemi.
Guðni Helgason (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 19:20
Það geta ekki allir unnið hjá ríkinu Guðjón!!!
Guðni Helgason (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 19:21
Guðni: Auðvitað geta ekki allir starfað hjá ríkinu.
Hvað finnst þér um nýjustu upplýsingarnar um álbræðslurnar sem fram komu í fréttum RÚV í gærkveldi? Álbræðslurnar hafa komist heldur en ekki í féþúfu þar sem ódýra orkan á Íslandi er fyrir hendi, a.m.k. 25% ódýrari en gengur og gerist!
Til hvers er viðskiptaleyndin og bankaleyndin? Er hún aðeins til að leyna okkur Íslendinga því hversu slaklega ráðamenn sömdu við álfyrirtækin á sínum tíma? Er sagan með Aluswiss að endurtaka sig að breyttum breytanda?
Kannski að viðskiptaleyndin sé vegna þess að hluti af samningunum varða greiðslur í kosningasjóði vissra flokka og jafnvel þáverandi ráðamanna?
Hjá mörgum stórfyrirtækjum nefnist það að „liðka fyrir viðskiptum“ og þykja sjálfsagðar einkum í þróunarríkjunum en munu vera algengari en vitað er. Á venjulegu máli nefnist það mútur og varðar við hegningarlög.
Eg er spenntur að sjá hvort tekjur Landsvirkjunar verði sundurliðaðar eftir uppruna greiðslna: annars vegar frá almenningsveitum og hins vegar stóriðjunnar. Fram að þessu hefur verið sundurliðun á afhentu rafmagni. Tekjurnar hins vegar í einum pakka án minnstu sundurliðunar: Tekjur vegna rafmagnssölu.
Að vísu er unnt að reikna þetta gróflega út með svonefndum þríliðuútreikning. En þar eru ýmsir óvissuþættir sem ekki er gott að taka með í þessa sömu útreikninga.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 10.3.2010 kl. 20:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.