9.1.2010 | 10:53
Er Gordon Brown geggjaður?
Ýmislegt bendir til að Gordon Brown sé ekki samkvæmur sjálfum sér. Af hverju beitti hann hermdaverkalögunum bresku á friðsama og herlausa þjóð? Á þessu hefur aldrei verið gefin önnur opinber skýring en að verið væri að treysta hagsmuni breskra sparifjáreigenda.
Breski Verkamannaflokkurinn hefur verið málssvari þeirra sem minna mega sín. En með beitingu hermdarverkalaganna varð þetta bankahrun á Íslandi með skelfilegum afleiðingum. Atvinnuleysi hefur verið vaxandi, efnahagskreppan komið harðar niður á okkur og lífskjörin hafa bókstaflega hrunið og farið marga áratugi aftur í tímann.
Með óbilgirni afstöðu sinni er Gordon Brown að fara með efnahag Íslendinga og sjálfsagt fleiri fjandans til. Fyrirvarandir með fyrri Icesave lögunum voru mjög eðlilegir og sanngjarnir. Gordon Brown sló á hendi sem vildi sættir. Ríkisstjórnin íslenska reynir að gera allt sem í hennar valdi stendur að bjarga því sem bjargað verður. Vandræðin eru þau að Icesave skuldbindingarnar eru aðeins 20-25% af heildarskuldum Íslendinga og þessi óvissa hefur eðlilega haft þá afleiðingu í för með sér að vaxtakjör eru afleit og lánamarkaðir mjög torsóttir.
Heima fyrir heldur rannsóknin á bankahruninu vonandi áfram og leiði til að draga þá til þungrar ábyrgðar sem mestum skaðanum olli. Þann 1. febrúar n.k. er von á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um orsök bankahrunsins. Það verður ábyggilega margt þar athyglisvert en að sömu ástæðum dapurlegt að lesa um þessa gífurlegu fjárglæfra sem fóru með okkur út í þetta skuldafen. Hvernig stjórnarandstæðan tekur á því máli verður væntanlega einnig mjög fróðlegt enda eru Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur fyrst og fremst ábyrgir fyrir einkavæðingu bankanna og að koma þeim í hendur mönnum sem fremur hafa áhuga fyrir að reka fótboltasparkfélag á Englandi en að reka banka með einhverju viðskiptaviti.
Hvort Gordon Brown sé geggjaður skal ekki fullyrt enda Mosi enginn sérfræðingur um slíka sjálfskipaða snillinga. En það eru ýmsir fleiri sem eru haldnir þeirri valdagleði að telja sig hafa meira vit en aðrir hvernig málum skuli best vera farið. Kvótabraskið og einkavæðingin eru mestu afglöp sögu Íslands sem við erum að súpa seyðið af.
Mosi
Telegraph: Engin ástæða til að Íslendingar greiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Brown og Darling hafa sést á fundum með "súperelítunni" í gegnum árinn. Ásamt nokkrum öðrum "vafasömum" stjórnmálamönnum í heiminum.
Allir eiga þessir stjórnmálamenn sameiginlegt að vinna að hag fyrirtækjasamsteipna sem vinna að því að eignast auðlindir heimsins.
Fyrir þá sem ekki vita þá er "súperelítan" hópur manna sem á 80% af verðmætum og auðlindum heimsins. Þetta eru aðeins um 6000 manns og eru þeir stærstu sífellt að eignast meira og meira af heiminum.
Við Íslendingar erum einfaldlega of litlir og saklausir (einangraðir) til að átta okkur á þessari ógn.
Það skilur enginn í þessu Icesave dæmi út um allann heim. Þ.e.a.s þeir sem spá í hagfærði. Almenningur fær hinsvegar að vita í gegnum fréttaveitur (í eigu sömu auðhringja svipað og Mbl er fyrir sjálfstæðisflokkinn) að Íslendingar borgi ekki skuldir sínar.
Þetta er áhlaup á Ísland og hefur alltaf verið. Þeir sem kalla það samsæriskenningu eru búnir að loka augunum svo kyrfilega að þeim verður varla viðbjargandi.
Már (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 20:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.