Við viljum réttlæti en ekki hefnd!

Að blanda saman tvennu óskildu er með öllu óskiljanlegt. Auðvitað voru Íslendingar harðir í horn að taka gegn öllum veiðiþjófum sem vildu ekki viðurkenna fiskveiðilögsögu Íslendinga, þ. á m. breskra. Að heimfæra þetta upp á þessi afglöp sem Icesave hafði í för með sér er heimska. Þar voru örfáir fjárglæframenn sem hlut átti að máli en ekki öll þjóðin. Bresk yfirvöld höfðu alla möguleika á að fylgjast betur með þessum athöfnum og ef þeir töldu sig vera bera skaða af, þá átti að grípa til viðeigandi ráðstafana áður en meiri skaði varð af. Þeir virðast ekki hafa gert nokkurn skapaðan hlut fyrr en Gordon Brown beitti okkur bresku hermdarverkalögunum. Sú aðgerð beindist gegn heilli þjóð en ekki nokkrum íslenskum og breskum fjármálaskussum.

Auðvitað erum við þrjóskir og það er vegna þess að við búum við erfiðar aðstæður heimafyrir: síbreytilegt veður, náttúruhamfarir, jarðskjálftar, eldgos og skriðuföll eru oft hlutskipti okkar. Við erum því að því leyti náttúrubörn sem viljum lifa við þessar aðstæður.

Breskt athafanleysi fram á haust 2008 er með öllu óskiljanlegt. Að beita herlausa og friðsama þjóð hermndarverkalögum er jafnvel óskiljanlegra.

Svei svona einkennilegum, einhliða og skilningslitlum málflutningi!

Mosi


mbl.is Hinir þrjósku Íslendingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband