Læra bændur af reynslunni?

Fyrrum var fremur nauðsyn en þörf bænda að reka sauðfé á afrétti. Margsinnis hefur léttúð í þá átt komið mörgum bændum í koll. Í byrjun september s.l. var eitt af þessum vetrarveðrum sem skyndilega skella á og Kári sýnir enga miskunn. Um 10.000 fjár draps eða var saknað. Þetta var samfélaginu dýrt, um 100 milljónum var varið til að bæta bændum tjón eða um 10.000 krónur á dilk. Í þeirri tölu var talinn ýms kostnaður við björgun.

Í dag er ekki þörf á að hafa meira en 350.000-400.000 ær á fóðrum á vetrum. Kjötframleiðsla á ekki að vera meiri en innanlandsmarkaðurinn þarfnast. Allt umfram er bruðl á landgæðum og tálvon um að geta fengið fyrir framleiðslukostnaði. Það er nefnilega svo að engin kjötframleiðsla er eins óhagkvæm og af sauðfé. 

Til þess að bændur geti staðist betur samkeppni, verða þeir að hagræða í rekstri sínum. Þeir eiga að lágmarka afföll og kosnað, sauðfjárhald ekki undanskilið.

Góðar stundir!  


mbl.is Bændur varaðir við norðanhvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

3ja flokks lögfræðingar?

Núverandi ríkisstjórn virðist byggja á eigin sjálfsblekkingum þar sem verið er að finna „óvini ríkisins“ m.a. í formi Evrópusambandsins. Ísland utan Evrópusambandsins verður auðveldari bráð fyrir kínverska auðvaldið, það er kannski markmið ríkisstjornarinnar að gera okkur háðari Kínverjum og hagsmunum þeirra. Tíbet var innlimað í Kína fyrir 60 árum. Ef við sitjum uppi með annað eins lið og nú myndar ríkisstjórnina, þá verður sennilega ekki langt í það að kínverskir hagsmunir hafi innlimað Ísland inn í valdakerfi sitt. Ætli mörgum kotbóndanum þætti þá ekki þröngt fyrir sínum dyrum?

 

Þessir forystusauðir ríkisstjórnarinnar hafa alls ekki kynnt sér nægjanlega stjórnskipunarrétt svo dæmi sé nefnt. Þrískipting ríkisvaldsins virðist vera sumum ráðherrum jafnfjarlægt og fjarlægustu sólkerfi. Þrígreining ríkisvaldsins gengur út á að hver þáttur virði ákvarðanir hinna þáttanna. Framkvæmdarvaldið hefur því miður verið allt of sterkt og seilist sífellt inn á valdssvið löggjafarvaldsins sem er líklega veikasti hlekkurinn í valdakerfi landsins.

 Þegar Sigurður Líndal var upp á sitt besta kvað hann eitt mikilvægasta hlutverk sitt að forða landi og lýð undan lélegum lögfræðingum. Þegar lögfræðingar treysta sér ekki  taka að sér málflutningsstörf, að stjórna fyrirtækjum né  ganga í þjónustu ríkisins, þá láta menn kjósa sig til Alþingis. Þetta kom fram hjá Sigurði veturinn 1972-73 í fyrirlestrum hans um almenna lögfræði.

Sigurður vildi skipta lögfræðingastéttinni í 3 hópa:

Bestu lögfræðingarnir helga sig málflutning og taka að að sér stjórn fyrirtækja.

Næst bestu ganga í opinbera þjónustu, gerast dómarar, sendiherrar, sýslumenn og lögfræðingar ýmissra stofnana.

Lökustu lögfræðingarnir taka sæti á Alþingi!

Svo mætti bæta fjórða hópnum við: þeir sem gera ekkert af framansögðu. 

Er sýn Sigurðar lögfræðiprófessors að sanna sig nú, rúmlega 4 áratugum síðar?


mbl.is Engin viðræðuslit án aðkomu Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. ágúst 2013

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 244214

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband