Heimsókn í gestastofu

Þegar eg er á ferð sem leiðsögumaður með erlenda ferðamenn, reyni eg að koma við í gestastofur þjóðgarðanna. Þar eru settar upp markvissar sýningar sem tengjast náttúru, sögu og atvinnuháttum landsmanna. Þetta er eðlileg fræðsla um Ísland jafnframt sem salernisaðstaða er nýtt í leiðinni.

En rekstur gestastofa kostar töluvert.

Um það hefur verið rætt hvort taka eigi gjald af ferðamönnum fyrir að skoða og nýta sér aðstöðu. Oft er eg spurður af ferðafólki hvar greitt sé fyrir aðganginn að þjóðgörðum og öðrum vinsælum ferðamannastöðum. Viðkomandi verða heldur en ekki undrandi að þetta sé allt í boði íslenskra skattgreiðenda!

Við getum tekið auðveldlega upp einhverja gjaldtöku, ekki að kroppa eina og eina evru á hinum ýmsu stöðum heldur bjóða ferðafólki við komu að kaupa n.k. aðgöngumiða að þjóðgörðum landsins. Sé hver ferðamaður krafinn um 10 evrur t.d. fyrir hverja viku í dvöl hér á landi og innifalið væri aðgangur að þjóðgörðum landsins, þá má reikna með að um 5 milljónir evra skiluðu sér miðað við hálfa milljón ferðamanna á ári. Þetta væri a.m.k. 800 milljónir íslenskra króna sem gætu skilað sér í bættri þjónustu og framkvæmdum í þjóðgörðum landsins.

Hættan á gjaldtöku er að þessu fé verði varið í önnur verkefni en sem ætlast er til.

Við megum ekki glutra niður kjörnu tækifæri til að efla og bæta ferðaþjónustu á Íslandi.

Góðar stundir.

 

 


mbl.is Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs opnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig á að auka tekjurnar?

Hrunið sem varð vegna ógætilegrar stjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks leiddi til vinstri stjórnar sem VARÐ að finna hverja smugu til að auka tekjur ríkissjóðs. Nú eru fulltrúar þessara sömu hrunflokka byrjaðir að breyta sem mest skattareglum til þess að draga úr tekjum ríkissjóðs. Hvað þýðir þetta í raun?

Mun lengur tekur að ná jafnvægi milli tekna og útgjalda. Ríkissjóður verður með öðrum orðum rekinn með ósættanlegum halla lengur en nauðsynlegt er. Nú þarf að að halda aðhaldsstefnu vinstri stjóranrinnar áfram í þeim tilgangi að ná sem fyrst hallalausum fjarlögum.

Þó svo að skattlagning gististaða hafi verið talin hófleg, þá eru meiri líkur en minni að í rekstraráætlunum og verðlagningu hafi verið gert ráð fyrir 14% virðisauka fremur en þeim 7% sem nú hefur verið.

Þessi ríkisstjórn gengur fyrir „popularisma“. Hún vill afla sér vinsælda með yfirboðum og óraunhæfum loforðum. Í stað þess að lofa upp í ermarnar á sér með því að gefa fyrirheit um niðurfellingu eða stórfelldar skuldaniðurfærslu hefði verið hyggilegra og raunhæfra að gefa fyrirheit um að aðstoða þá sem eru í vandræðum að geta staðið í skilum, t.d. með lengingu lána og þar með hagkvæmari greiðsluhæfni.

Skuldir geta menn ekki hlaupið af sér jafnvel þó þeir kjósi Framsóknarflokkinn!


mbl.is Fallið frá 14% gistináttaskatti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Karlrembustjórnin

Mikla athygli vakti þegar ákveðið var af þeim Sigmundi og Bjarna að enginn sérstakur ráðherra væri yfir umhverfismálum. Þessi mál hafa alltaf verið lítils metin hjá hægri mönnum. Samt setja þeir setningu inn í stjórnarsamninginn að framkvæmd umhverfismála verði til fyrirmyndar!

Það er ekki aðeins náttúra landsins sem verður nú fyrir vaxandi ágengi ráðandi stjórnmálamanna heldur er jafnréttarhugmyndinni einni fleygt fyrir borð.

Í stað þess að taka upp þráðinn með endurreisnina, nýja stjórnarskrá, aðildaviðræður og sitthvað fleira, er tekin ákvörðun að gera ekkert það sem þjóðin hefur áhuga á.

Karlrembuhugsunin virðist vera allsráðandi!

Er íslenskur Berlúskóni kominn til valda á Íslandi?

Hvernig fer saman Sigmundur og Berlúskóní?

 

 

 


mbl.is Kynjaskipting vekur hörð viðbrögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umdeild sjónarmið

Þegar Ólafur Ragnar beitti 26. gr. stjórnarskrárinnar fyrst, þá rökstuddi hann það með því að forsetaembættið væri eins og „öryggisventill“.

Því miður tjáði hann sig ekkert um ákvörðun Davíðs og Dóra um stríðsstuðningsyfirlýsingu þeirra félaga fyrir áratug. Við vorum flæktir inn í flókið ferli sem ekki er auðvelt að rata leið út úr.

Nú tjáir forsetinn sig um gömlu stjórnarskrána frá 1944 og hafi reynst vel. Af hverju víkur hann engu einasta orði um þær hugmyndir sem stjórnarskrárfrumvarpið frá síðasta þingi byggðist á og fékkst ekki afgreidd? Er gamla stjórnarskráin frá 1944 og er að stofni til sú sama og sú fyrsta frá 1874, betri en nýjustu hugmyndir um stjórnarskrá?

Og forsetinn tjáir sig um Evrópusambandið ásamt fleirum ráðamönnum. Og það á að afgreiða það mál með því að gefa sér þá forsendu að flestir séu á móti! Ekki hefur þjóðin verið spurð hvort hún vilji í Evrópusambandið. Það hafa fremur fáir tjáð sig um þetta með vandaðri umfjöllun og að taka öll þau flóknu mál sem því fylgja.

Það er því fyrir neðan allar hellur að þeir tali fyrir alla þjóðina meðan hún hefur ekki verið spurð í frjálsum kosningum. Vel gæti eg trúað að meirihluti þjóðarinnar vilji inngöngu en með þeim skilyrðum sem hagsmunir okkar krefjast hvað atvinnuhætti og annað sem máli skiptir.

Evrópusambandið er og verður um nánustu framtíð en kannski í breyttri mynd. Suðurlöndin hafa hagað sér illa innan Evrópusambandsins, nýtt sér frelsið en ekki sinnt skyldum sínum eins og vera ætti. Þannig hefur ríkisfjármálunum verið illa stjórnað og lítill sem enginn agi.

Það er kannski þessi ástæða sem andstæðingar Evrópusambandsins vilja ekki inngöngu því þá geta þeir hagað sér eins og ríkisstjórnir Suðurlanda.

Þá virðist það gleymast furðu mörgum að við erum með aðra löppina í Evrópusambandinu gegnum EES. Ekki hefur verið rætt um að draga okkur út úr því.  Þá er líklegt að þeir sem vilja halda okkur utan Evrópusambandsins geri sér ekki grein fyrir því að við stöndum algjörlega varnarlausir gagnvart ásælni kínverskra hagsmuna sem bíða átekta að gleypa sem mest. Þeir eiga núna Járnblendið á Grundartanga og spurning hvenær þeir yfirtaka Alkóa forréttinguna fyrir austan, Norðurál og Ríó Tintó. Fyrirtæki ganga kaupum og sölum ef vel er boðið.

 


mbl.is „Forsetanum er frjálst að tjá sig“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. júní 2013

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband