16.6.2013 | 23:24
Gætu tekjur af hvalaskoðun orðið meiri en af veiðum?
Undanfarin ár hefur ekki verið vænlegt að veiða hvali. Viðskipti með afurðir af hvölum hafa gengið treglega og með öllu óvíst hvernig gengur. Annmarkinn er að eina þjóðin sem sýnir hvalveiðum Kristáns Loftssonar áhuga eru Japanir sem sjálfir vilja veiða hval eins og Kristján.
Eru þetta hyggindi?
Oft hefi eg hitt Kristján á aðalfundum HBGranda. Þegar hann er hvattur til að söðla um, breyta hvalveiðiskipunum og skella sér í hvalaskoðun, þá er eins og að nefna snöru í hengds manns húsi! Hann minnir þá einna helst á skipsstjórann í sögunni heimsþekktu Moby Dick eftir Hermann Melwill (1819-1891).
Vel gæti eg trúað að það gæti gengið upp. Hvalveiðiskipin eru knúin gufuvélum, eldri tækni sem vekur athygli ferðamanna engu að síður en hvalirnir. Þessi skip geta sótt lengra en litlu hvalveiðiskipin og boðið viðskiptavinum sínum upp á stórhveli rétt eins og þeir sýna fyrir norðan frá Húsavík.
Í stað þess að standa í ströngu og valda vandræðum gæti Kristján allt í einu orðið aðalútrásin í hvalaskoðun á Íslandi. Hvar í veröldinni væri unnt að bjóða ferðafólki aðra eins þjónustu með þessum einstöku skipum Kristjáns? Í stað þess að græða á hvalveiðum með miklu basli væri unnt að moka inn peningum með jafnvel minni tilkostnaði!
Reynsla við hvalveiðar gæti reynst vel við hvalaskoðun. Þessar gömlu kempur sem þekktu slóðir hvalanna eins og lófana á sér, gætu miðlað miklum fróðleik áfram til komandi kynslóða.
Góðar hvalaskoðunarstundir!
![]() |
Hvalbátarnir úr höfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.6.2013 | 20:13
Umboðslaus ríkisstjórn
Þessari ríkisstjórn hefur komist upp með að taka ákvarðanir þvert á þjóðarvilja. Án þess að spyrja þing né þjóð telur hún sig hafa vald til þess að taka umdeildar ákvarðanir.
Þessi ríkisstjórn Sigmundar Davíðs hefur freklega tekið sér meiri völd en nokkur önnur ríkisstjórn í sögu lýðveldisins. Hún telur sig hafa vald til að binda þjóðina án þess að bera eitt eða neitt undir hana.
Við nútímafólk gerum þær kröfur til valdsmanna að þeir hlusti og þeir virði það sem við viljum. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar hefði viljað fyrst sjá hvað Evrópusambandið býður okkur upp á með frjálsum samningum. Við hefðum viljað fá að velja sjálf hvað okkur er fyrir bestu en ekki einhverri fámennri klíku fulltrúa braskara, eignamanna og hagsmunaaðila þröngrar klíku.
Þessir ríkisstjórnarflokkar hafa tekið við mjög háum fjárhæðum í kosningasjóði sína frá útgerðaraðilum gegn því að lög um auðlindaskatt útgerðarinnar verði breytt útgerðaraðlinum í hag.
Við viljum að auðlindir landsins verði ekki rústaðar með rányrkju og meiri ágengni. Við viljum að Umhverfisráðuneytinu sé stjórnað af ábyrgð en ekki kæruleysi enda hefur ágengin og umgengnin við landið verið mjög ámælisverð.
Einhvern tímann verður haldin þjóðaratkvæðagreiðsla en ég get ekki sagt hvenær eða af hálfu hvers er haft eftir einhverjum furðulegasta ráðherra íslenska lýðveldisins. Hvað á maðurinn við? Er svo að skilja að hann átti sig ekki á einföldustu staðreyndum málsins? Sagt er að margir verði af aurum api en of mikil völd hafa spillt mörgum góðum dreng og gert hann að skelfilegu skrímsli.
Margt bendir til að þessi ríkisstjórn muni ekki lifa árið, jafnvel ekki sumarið. Hún er þegar farin að safna óvinsældum og takmarkalausri tortryggni enda skilur enginn heilvita maður hvert ævintýri ráðamenn hennar eru að ana út í.
Með von um að þessi ríkisstjórn forheimskunnar dagi sem fyrst uppi sem draugarnir forðum!
Af henni er einskis góðs að vænta.
Góðar stundir.
![]() |
Við gerum þetta með okkar hætti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.6.2013 | 18:58
Eru menn með öllum mjalla?
Náttúra Íslands og þar með veðrið er síbreytileg. Þó svo náttúrurufræðingar leggi sig mjög mikið fram að skýra sitthvað sem tengist náttúru landsins og veðurfræðingar mæla og meta og spá í veðrið, þá er ansi langt að lögreglan telji það vera á sinni könnu að rannsaka fyrirbrigði náttúrunnar.
Auðvitað má sitt hvað gera sér til gamans. En mjög alvarleg spurning: Hvers vegna treysti sér enginn stjórnmálamaður sér að lofa góðu veðri fremur en óraunhæfum kosningaloforðum? Það hefði verið án ábyrgðar að lofa góðu veðri, en skuldaaflausn og fyrirgefningu skulda... er nokkur í þeirri stöðu að geta lofað nokkru slíku?
Auðvitað mega lögreglumenn bregða sér í hlutverk skemmtikrafta, rétt eins og stjórnmálamenn bregða sér í hlutverk trúða. Mönnum er frjálst en eg er viðkvæmur fyrir því þegar menn eru að lofa einhverju sem þeir geta ekki staðið við. Hver valdur er að hvarfi sólarinnar má lengi leita.
Góðar stundir!
![]() |
Lögreglan lýsir eftir sumrinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.6.2013 | 18:21
Öfgarnar færa sig upp á skaftið
Eftir að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs ákvað að hætta viðræðum við Evrópusambandið án þess að spyrja þing og þjóð færa öfgamenn sig innan Evrópusambandsins upp á skaftið. Meðan viðræður stóðu yfir var haldið aftur af öfgamönnunum að skipan Brussell.
Nú sitjum við uppi með miklu harðari afstöðu gegn fiskveiðihagsmunum okkar. Þökk sé Sigmundi & Co!
Þetta var versta ríkisstjórn sem við gátum kallað yfir okkur. Þessi ríkisstjórn byggir tilveru sína á mestu kosningabrellum sem þekkjast í sögu Íslands. Sigmundur Davíð er hinn íslenski Silvíó Berlúskóní sem þekktur er fyrir ansi brött kosningaloforð.
Nú er mesti auðmaðurinn með örlög þjóðarinnar í hendi sér. Hvort hann stefni að styrkja hag sinn enn betur á kostnað okkar hinna er óráðið en ekkert er útilokað.
Því miður er lýðskrumið í hávegum í pólitíkinni á Íslandi. Þar er er byggt á pólitískum styrkjum eins og frá útgerðaraðlinum sem styrkt hefur núverandi stjórnarflokka óhóflega í trausti þess að skattur á útgerðina verði lækkaður stórlega. Nú liggur fyrir frumvarp um stórfellda fyrirgreiðslu í þágu sægreifanna. Í flestum löndum væri litið á þetta sem mútur og spillingu.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur vakti athygli víða um heim fyrir ótrúlegan árangur við vægast sagt ömurlegar kringumstæðum. Stjórnarandstaðan undir forystu þeirra Sigmundar Davíðs og Ólafs Ragnars áttu sinn þátt í að grafa undan merku starfi til að endurvekja traust og virðingu meðal annarra þjóða gagnvart okkur. Þjóðrembusjónarmið Sigmundar Davíðs eru vægast sagt furðuleg ef ekki allt að því hlægileg. Við fáum sjálfsagt að heyra boðskapinn mikla hins nýja þjóðarleiðtoga. Hvort það verður í anda ein þjóð, einn vilji, ein skoðun.... skal ósagt látið. En við erum á krossgötum hvort önnur sjónarmið og viðhorf en þessarar ríkisstjórnar fái að heyrast.
Við erum alla vega ansi nálægt einræðinu.
![]() |
Vill refsiaðgerðir gegn Íslandi án tafar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.6.2013 | 08:44
Fjallið heitir Hafrahlíð
Alltaf er miður þegar slys ber að höndum en vonandi er líðan hins slasaða betri.
Stundum villir ókunnugleiki mönnum sýn og búin eru til ný örnefni sem ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum. Það þykir kannski eðlilegt að kenna fjallið við vatnið en það er nefnt eftir karlkyns geitum en þeir nefnast hafur í eintölu og hafrar í fleirtölu.
Höfrunum hefur væntanlega verið haldið til beitar við vatnið og þeir verið gjarnan í hlíðinni ofan við það. Því er Hafrahlíð eðlilegt nafn fjallsins.
Fyrir þá sem hafa gaman af gömlum kortum mætti benda á heimasíðu Landmælinga Íslands. Á slóðinni sem hér fylgir má skoða gamalt kort frá 1909 af þessu svæði. Þarna eru gamlar reiðleiðir enda bílaöld ekki upp runnin: http://www.lmi.is/kortasafn/ og velja kort 2001-1453-qv
Góðar stundir!
![]() |
Alvarlegt slys við Hafravatn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.6.2013 | 07:32
Bílaleikur
Einhver furðulegasti ósiður virðist vera hjá sumum að leika sér með bíla. Að spóla upp dekkjum getur varla talist æskileg hegðun enda myndast varhugaverð spilliefni sem hafa ekki góð áhrif á loftgæði. Það er nefnilega svo að í dekkjum leynast efni sem verða talin æskileg að berist í fólk né skepnur fremur en stafar af flugeldum.
Að halda keppni í spóli sem þessu getur varla talist vera með því hollasta sem nokkur skynsamur maður ætti að taka þátt í. Mér finnst þetta vera allt að því fyrirlitlegt og ekki þeim til framdráttar sem þátt taka og sérstaklega skipuleggja bílaleiki með svona hætti.
Það er svo ótalmargt annað sem unnt er að gera sem er bæði lofsvert og öðrum til fyrirmyndar.
![]() |
Spólað í Akureyrarsól |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 16. júní 2013
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar