Öfgarnar færa sig upp á skaftið

Eftir að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs ákvað að hætta viðræðum við Evrópusambandið án þess að spyrja þing og þjóð færa öfgamenn sig innan Evrópusambandsins upp á skaftið. Meðan viðræður stóðu yfir var haldið aftur af öfgamönnunum að skipan Brussell.

Nú sitjum við uppi með miklu harðari afstöðu gegn fiskveiðihagsmunum okkar. Þökk sé Sigmundi & Co!

Þetta var versta ríkisstjórn sem við gátum kallað yfir okkur. Þessi ríkisstjórn byggir tilveru sína á mestu kosningabrellum sem þekkjast í sögu Íslands. Sigmundur Davíð er hinn íslenski Silvíó Berlúskóní sem þekktur er fyrir ansi brött kosningaloforð.

Nú er mesti auðmaðurinn með örlög þjóðarinnar í hendi sér. Hvort hann stefni að styrkja hag sinn enn betur á kostnað okkar hinna er óráðið en ekkert er útilokað.

Því miður er lýðskrumið í hávegum í pólitíkinni á Íslandi. Þar er er byggt á pólitískum styrkjum eins og frá útgerðaraðlinum sem styrkt hefur núverandi stjórnarflokka óhóflega í trausti þess að skattur á útgerðina verði lækkaður stórlega. Nú liggur fyrir frumvarp um stórfellda fyrirgreiðslu í þágu sægreifanna. Í flestum löndum væri litið á þetta sem mútur og spillingu.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur vakti athygli víða um heim fyrir ótrúlegan árangur við vægast sagt ömurlegar kringumstæðum. Stjórnarandstaðan undir forystu þeirra Sigmundar Davíðs og Ólafs Ragnars áttu sinn þátt í að grafa undan merku starfi til að endurvekja traust og virðingu meðal annarra þjóða gagnvart okkur. Þjóðrembusjónarmið Sigmundar Davíðs eru vægast sagt furðuleg ef ekki allt að því hlægileg. Við fáum sjálfsagt að heyra boðskapinn mikla hins nýja þjóðarleiðtoga. Hvort það verður í anda „ein þjóð, einn vilji, ein skoðun....“ skal ósagt látið. En við erum á krossgötum hvort önnur sjónarmið og viðhorf en þessarar ríkisstjórnar fái að heyrast.

Við erum alla vega ansi nálægt einræðinu.


mbl.is Vill refsiaðgerðir gegn Íslandi án tafar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 242925

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband