29.5.2013 | 21:58
Flott framtak
Möguleikar internetsins gerast sífellt áþreyfanlegri. Framtak Borgarskjalasafnins er dæmi um hvað unnt er að gera. Sjálfur mun eg leita upplýsinga í viskubrunni þessum.
Sagt er frá í fréttinni um Fríkirkjuveg 11 að veggfóðrið hafi kostað 2000 krónur. Þetta þætti fremur lítið miðað við gervigjaldmiðilinn, íslensku krónuna sem við sitjum uppi með. Þess ber að geta að um það leyti sem hús Thors Jensens var fullsmíðað var kýrverðið nákvæmlega 100 krónur. Þannig hefur kóstanðurinn við veggfóðrið numið 20 kýrverðum.
Hvað skyldi kýrverðið vera núna?
Í upplýsingariti Ríkisskattstjóra vegna síðustu framtala var kúin metin á um 110.000 krónur að mig minnir. Þannig hefur veggfóðrið verið rúmlega 2 milljónir að núverandi virði.
Skyldi einhver í dag verja áþekkri fjárhæð í veggfóður? Sennilega fremur í flísar og parkett.
Góðar stundir.
![]() |
Gamlar lýsingar á húsum í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.5.2013 | 09:49
Hvað kostar?
Það er nokkuð mikið að kosta þurfi tug milljóna að flytja nær 3 tugi flóttamanna til gömlu heimkynnana. Þetta er kostnaður upp á nálægt 400 þúsund fyrir hvern mann. Þetta er eins og kostnaður við dýra lúxúsferð.
Spurning hvort ekki hefði verið möguleiki á að fara ódýrari og hagkvæmari leið en farin var.
Sennilega á þetta að vera fyrst og fremst n.k. sýning og hafa letjandi áhrif á þá sem ella kynnu að álpast hingað. En hversu lengi kann þessi aðgerð að hafa áhrif.
Mér finnst ákvörðun Hönnu Birnu ganga nokkuð langt og er ekki alveg sáttur við hana.
![]() |
Vel gekk að flytja flóttamennina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.5.2013 | 09:36
Dapurleg reynsla skógarbænda
Dapurleg er reynsla þeirra skógarbænda sem þarna hafa misst nokkra hektara ungskógar. Mikil vinna er við að koma upp skógi og spurning hvort þeir eigi ekki sama rétt til bóta úr Viðlagasjóði eins og þeir bændur sem misstu fé s.l. haust. Það væri mjög sanngjarnt. Ef skógarbændur fá ekki sama njóta sama bótarréttar og sauðfjárbændur við mikið tjón, þá væri það þeim ekki hvatning að hefja sama starf að nýju þegar landið er komið í betra horf.
Forn germanskur réttur bætir þeim tjón sem telst vera það mikið að geti haft áhrif á efnahag viðkomandi. Hagkvæmari þótti að hver bóndi í sveit bætti viðkomandi þannig að hann átti betri möguleika að verða efnahagslega betur settur en var við tjónið. Ella var hættan á að sá flosnaði upp og yrði sveitinni til ævarandi byrði.
Bótaréttur í nútímanum byggist enn á þessari hugsun en sumir vilja bæta sumt betur en annað.
![]() |
Önnur skriða í Köldukinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.5.2013 | 07:12
Í tómarúmi forheimskunnar?
Við Íslendingar höfum haft gríðarlega mikil samskipti við ríki Evrópu um aldir. Síðan á miðöldum höfum við tengst þeim viðskiptalega, menningarlega og stjórnmálalega.
Síðustu tíðindi benda til að íslenskir ráðmenn vilja ekki að þessar viðræður haldi áfram. Eru það fyrst og fremst hagsmunir og þá hverra?
Ljóst er að með Evrópusambandinu hefur verið dregið stórlega úr spillingu stjórnmálamanna með með miklu regluveldi sem við erum gegnum EES að einhverju leyti bundin. En með þessari ákvörðun ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs er verið að grípa fram fyrir þróun þessara mála.
Kostirnir við fulla aðild eru ótalmargir: Neytendur hafa meiri og betri rétt innan sambandsins en utan. Hagur íslenskra heimila verður hvergi betur tryggður m.a. með stöðugra efnahagslífi og gjaldmiðli, lægri vöxtum og sameiginlegum markaði, en allar þjóðir verða að fara eftir lífsreglunum sem sumir vilja reyna að komast upp með að sniðganga.
Það var alltaf ljóst að við erum sem stendur ekkert á leiðinni inn í Evrópusambandið. Ástæðan er að við eigum langt í land að fullnægja skilyrðum inngöngu í það með hliðsjón af Maastrickt samningnum. En aðildaviðræðurnar hefðu vel getað haldið áfram og eg tel mig vera sammála meirihluta þjóðarinnar að vilja sjá hvað okkur stendur til boða. Mjög líklegt er að unnt hefði að fá skynsamlega lausn á þáttum varðandi atvinnuvegi landsmanna, fiskveiðar og landbúnaðarmál enda á þessi mál litið með meira víðsýni en áður var.
Það er eins og hræðsluáróðurinn sé skynseminni yfirsterkari og ákvarðanir teknar í samráði við það.
Núverandi ráðamenn vilja hafa ákvarðanatöku í sínum höndum t.d. vegna stóriðjunnar. Í Evrópusambandinu er tekið á fyrirtækjum sem hafa mengandi starfsemi í för með sér. Verða þau að kaupa mengunarkvóta innan aðildarríkja Evrópusambandsins sem hann fæst gefins í íslenskra ráðamanna, sjálfsagt gegn einhverjum hlunnindum á móti?
Vilja íslenskir ráðamenn halda okkur utan Evrópusambandsins m.a. vegna þessara væntinga um greiðslur sem ekki mega sjást?
Á meðan verðum við að lifa í tómarúmi forheimskunnar eins og meistari Þórbergur hefði að öllum líkindum orðað það. Hagur heimilanna verður ekki bættur með einföldustu leiðinni. Það á greinilega að fara einhverjar torveldar Fjallabaksleiðir að óljósu markmiði.
![]() |
Hlé á viðræðum við ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 29. maí 2013
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar