Í tómarúmi forheimskunnar?

Við Íslendingar höfum haft gríðarlega mikil samskipti við ríki Evrópu um aldir. Síðan á miðöldum höfum við tengst þeim viðskiptalega, menningarlega og stjórnmálalega.

Síðustu tíðindi benda til að íslenskir ráðmenn vilja ekki að þessar viðræður haldi áfram. Eru það fyrst og fremst hagsmunir og þá hverra?

Ljóst er að með Evrópusambandinu hefur verið dregið stórlega úr spillingu stjórnmálamanna með með miklu regluveldi sem við erum gegnum EES að einhverju leyti bundin. En með þessari ákvörðun ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs er verið að grípa fram fyrir þróun þessara mála.

Kostirnir við fulla aðild eru ótalmargir: Neytendur hafa meiri og betri rétt innan sambandsins en utan. Hagur íslenskra heimila verður hvergi betur tryggður m.a. með stöðugra efnahagslífi og gjaldmiðli, lægri vöxtum og sameiginlegum markaði, en allar þjóðir verða að fara eftir lífsreglunum sem sumir vilja reyna að komast upp með að sniðganga.

Það var alltaf ljóst að við erum sem stendur ekkert á leiðinni inn í Evrópusambandið. Ástæðan er að við eigum langt í land að fullnægja skilyrðum inngöngu í það með hliðsjón af Maastrickt samningnum. En aðildaviðræðurnar hefðu vel getað haldið áfram og eg tel mig vera sammála meirihluta þjóðarinnar að vilja sjá hvað okkur stendur til boða. Mjög líklegt er að unnt hefði að fá skynsamlega lausn á þáttum varðandi atvinnuvegi landsmanna, fiskveiðar og landbúnaðarmál enda á þessi mál litið með meira víðsýni en áður var.

Það er eins og hræðsluáróðurinn sé skynseminni yfirsterkari og ákvarðanir teknar í samráði við það.

Núverandi ráðamenn vilja hafa ákvarðanatöku í sínum höndum t.d. vegna stóriðjunnar. Í Evrópusambandinu er tekið á fyrirtækjum sem hafa mengandi starfsemi í för með sér. Verða þau að kaupa mengunarkvóta innan aðildarríkja Evrópusambandsins sem hann fæst gefins í íslenskra ráðamanna, sjálfsagt gegn einhverjum hlunnindum á móti?

Vilja íslenskir ráðamenn halda okkur utan Evrópusambandsins m.a. vegna þessara væntinga um greiðslur sem ekki mega sjást?

Á meðan verðum við að lifa í tómarúmi forheimskunnar eins og meistari Þórbergur hefði að öllum líkindum orðað það. Hagur heimilanna verður ekki bættur með einföldustu leiðinni. Það á greinilega að fara einhverjar torveldar Fjallabaksleiðir að óljósu markmiði.

 


mbl.is Hlé á viðræðum við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Því miður getur þú ekki, frekar en ég, dæmt það sem þér líkar ekki sem "for-heimsku".

M.v. stöðuna eins og hún er nú er lítið "á borðinu" til að halda áfram að vinna í.

Hér er meginhluti þess sem að Össur hefur minnst á: http://en.wikipedia.org/wiki/Accession_of_Iceland_to_the_European_Union

Það er ekki "bara landbúnaður og fiskveiðar" sem útaf stendur heldur fær m.a. Hagstofan algjöra falleinkun (18) sem og skattkerfi (16).

Það er vonlaust að halda að við getum "bara skrifað undir" meðan að við erum sjálf í höftum enda eru við vísfjarri Maastricht-skilyrðunum þar til að bankarnir hafa verið gerðir upp, gjaldeyrishöftum létt og halli ríkisins í heild minnkaður um rúma þúsund milljarða.

Varðandi mengunarkvóta þá stöndum við vel, jafnvel þó að síðasti umhvervismálaráðherra hafi gefið losunarkvóta sem var nokkurra milljóna virði á alþjóðlegri loftlagsráðstefnu í Kaupmannahöfn.

Það gerist í raun ekkert fyrir heimilin fyrr en við erum komin inn í "corridor" að EURO. Jafnvel þó að sótt yrði um á morgun er það ekki að fara að gerast fyrr en í fyrsta lagi eftir 12-15 ár. T.d. síðasti aðili til að taka upp EURO er Malta og þar liðu 15 ár.

Eitt er eftir enn og það er gjaldfelling.

Þegar svíar gengu frá sínum samningi, jafnvel þó að hann næði ekki til þess að taka upp EURO aðeins beintengingu þar við að þá var sænska krónan felld gegn EURO um tæp 20%.

Til að setja það í samhengi við stöðuna núna að þá er krossinn á ISK-EUR 210/1 svo að af að svipað yrði upp á teningnum hér yrði að fella krónuna um 37% amk.

Óskar Guðmundsson, 29.5.2013 kl. 09:28

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sjálfur á eg töluverð samskipti við fólk sem býr í Þýskalandi, m.a. eldri son minn. Þar er félagslegt öryggi langtum betra en hér á landi þar sem sumir stjórnmálamenn vilja ráða meiru en góðu hófi hæfir.

Við eigum að stoppa þá stjórnmálamenn af sem vilja meiri stóriðju. Sú leið er blindgata sem endar væntanlega með miklum vonbrigðum. Mér er alltaf minnisstæð frétt frá Ítalíu sömu vikuna og álbræðslan við Reyðarfjörð tók til starfa. Þá hafði Alkóa „álvinurinn mikli“ lokað tveim gömlum álbræðslum á Ítalíu þrátt fyrir mjög mikil mótmæli. „Við erum á leiðinni annað þar sem reksturinn er hagkvæmari“ voru skýringar þeirra Alkóamanna.

EInhvern tíma kemur að þessu hjá okkur ef álbræðslumönnum þykja þeir ekki bera nóg úr býtum. Mjög líklegt er að þeir hafi suma stjórnmálamenn meira og minna í vasanum. Viljum við það?

Guðjón Sigþór Jensson, 29.5.2013 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband