24.3.2013 | 12:31
Hvernig verða þinglok?
Nú þarf að taka upp aðferð Torfa Hjartarsonar tollstjóra og ríkissáttasemjara. Þegar kjaradeilur höfðu þróast í þá átt að verkfall var fyrirsjáanlegt, boðaði Torfi deiluaðila á sinn fund: Hér vinnum við að þessari deilu og dyrnar verða ekki uppluktar fyrr en nýr kjarasamningur hafi verið gerður.
Nú ætti ekki að opna dyr þinghússins fyrr en samþykkt hafi verið ný stjórnarskrá. Ef þetta gengur ekki þá ætti ríkisstjórnin að gefa út nýja bráðabirgðastjórnarskrá sem kæmi í stað þeirrar bráðabirgðastjórnarskrá sem gilt hefur frá 1944. Rétt er að vísa í niurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárdrögin sem nú hafa verið til umfjöllunar í þinginu en braskaraliðið í stjórnarandstöðunni er á móti.
Þá þarf að gefa út bráðabirgðalög um skoðanakannanir, hverjir megi gera þær, aðferðafræði, birting og rétt að mæla viðhorf en ekki móta. Við verðum að gera okkur grein fyrir að skoðanakönnun og skoðanankönnun er ekki það sama. Sumar eru jafnvel þannig fram settar að innbyggt svar er innifalið í spurningunni. Hver kannast ekki við ef neitað er um svar: Er líklegt að þú veljir Sjálfstæðisflokkinn .....?
Því miður hafa svona vinnubrögð verið viðhöfð. Þetta er siðleysi undir yfirskyni vísinda.
24.3.2013 | 12:08
Geta lygamælar komið að gagni?
Bandaríska alríkislögreglan FBI kom einu sinni með nýja uppgötvun sem var beitt óspart á grunaða menn til að kanna hvort mætti treysta þeim.
Sjálfsagt hafa komið margar útgáfur af lygamælum og þeir reynst misjafnlega.
Oft má sjá þegar menn ljúga eða segja eitthvað og fullyrða gegn betri vitund. Þeir hegða sér stundum öðruvísi en þeir eru vanir. Þannig var einn þingmaður sem er látinn fyrir allnokkrum áratugum oft talinn ljúga þegar hann tók niður gleraugun og mælti alvarlega til andstæðinga sinna. Sennilega fór þetta í fínustu taugar þeirra og töldu hann ljúga. Í raun var þingmaður þessi, Lúðvík Jósefsson að árétta það sem hann hafði verið að segja og ekki alveg á hreinu hvað andstæðingar hans eiga við þegar þeir grunuðu hann um græsku.
Sigmundur Davíð setur yfirleitt alltaf upp sérkennilegan glaðhlakkalegan svip þegar hann fullyrðir eitthvað sem getur ekki staðist. Þannig lofar hann kjósendum Framsóknarflokksins skuldauppgjöf sem hann getur ekki verið í aðstöðu til að veita, jafnvel þó hann sé auðugasti þingmaður landsins sem við sitjum nú uppi með.
Góðar stundir.
![]() |
Beiti blekkingum til að afla stuðnings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.3.2013 | 11:18
Leyndin um Kjarval
Fyrir nokkru birtist í heillri opnu DV yfirlit frá Ingimundi Kjarval um vægast mjög dularfullt mál sem tengist afa hans, Jóhannesi Kjarval. Svo virðist eins og Sjálfstæðisflokkurinn hafi eignað sér þennan listamann meðan stjórnmálaflokkur þessi stýrði Reykjavíkurborg.
Þessi lesning er vægast sagt furðuleg og ef rétt reynist, enn furðulega að svona geti gerst í lýðfrjálsu landi. Ingimundur segir að engin skjöl, erfðaskrá eða aðrir löggerningar hafi varðveist og svo virðist að eignarheimild Reykjavíkurborgar byggist á munnlegum heimildum! Nú er erfðaréttur að höfundarrétti skýr og ekki verður honum afsalað nema með mjög ströngum formlegum hætti.
Ingimundur kveður fyrrum forstöðumann Kjarvalsstaða hafa nánast einokað Kjarval þannig að ættingjar hans, börn né aðrir áttu ekki aðgang að honum.
Þetta allt saman er mjög tortryggilegt að ekki sé meira sagt. Og málsmeðferð fyrir Mannréttindadómstól Evrópu er að sama skapi einkennileg. Getur verið satt að sonur fyrrum forstöðumanns sé kvæntur dómara í Mannréttindadómstólnum sem hafði tök á að vísa þessu máli frá?
Sjálfsagt er að þessi mál séu rannsökuð af hlutlausum aðila enda eru fullyrðingar nokkuð ákveðnar og studdar vísbendingum sem kunna að vera sannar.
Kjarval var um margt óræð persóna. Hann var fyrir marga hluta sakir mjög sérkennilegur og eftirminnilegur þeim sem umgengust hann. Í RÚV hefur verið lesin nokkur sendibréf sem honum bárust og lýsir vel hans innri manni hvaða viðhorf hann hafði. Hann var ekki aðeins mikilvirkur í málaralist heldur var hann skáld og ritaði greinar í blöð. Líklega er ein þekktasta greinin hans sem birtist skömmu eftir stríð og fjallaði um hvalafriðunarskip. Sennilega er Kjarval einn fyrsti Evrópumaðurinn sem fær þá hugmynd að gera út skip til að skoða hvali en ekki veiða þá eins og tíðkast hefur um aldir.
Þeir sem lesa þessar línur hvet eg til að lesa DV.
Góðar stundir.
![]() |
Óvenjuleg bygging sem eldist vel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 24. mars 2013
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar