Hvers vegna ekki fyrir meira en 50 mánuðum?

Ólafur Ragnar tekur stórt skref að munnhöggvast við fyrrum forsætisráðherra Breta út af atburði sem gerðist í byrjun október 2008. Síðan eru liðin meira en 4 ár! Ef hann hafði athugasemdir af tilefni því að Gordon Brown beittu Íslendinga þessum örþrifaráðum, hvers vegna gerði hann ekki þessar athugasemdir í framhaldi af þessari umdeildu ákvörðun meðan Gordon Brown réð einhverju meðal Breta?

Nú er Gordon Brown valdalaus og allt að því áhrifalaus. Hann rökstuddi ákvörðun sína á sínum tíma og er öllum ljós í dag. Tilgangurinn var ekki að skaða Íslendinga en sú staða var komin að Bretar töldu sig ekki geta haft neina aðra möguleika að komast að samkomulagi við þáverandi ríkisstjórn Íslendinga um lausn bankakreppunnar vegna Icesave. Ríkisstjórn Geirs Haarde vildi ekkert aðhafast, vildi jafnvel ekki ræða við Breta hvernig unnt væri að skrúfa niður ofvöxtinn og þensluna í bankakerfinu íslenska. Kannski þetta hafi verið verstu mistök Geirs Haarde að reyna ekki til þrautar að finna mjúka lendingu.

Því miður valdi hann versta kostinn en þann skásta og þá næst raunveruleikanum. Ekkert var aðhafst til að bjarga því sem bjarga mátti. Á meðan voru braskaranir þ. á m. breski braskarinn Robert Tschengis að tæma Kaupþing. Í dag er sá maður með pálmann í höndunum og á í skaðabótamáli við bresk lögregluyfirvöld! Við skulum hafi í huga að Bretland er skattaskjól! Hvar búa margir af „athafnamönnunum“ og „dáðadrengjunum“ eins og Sigurður Einarsson annars staðar en í auðmannahverfum Lúndúna!

Ólafur Ragnar hefur oft verið mistækur sem forseti. Hann átti fyrir löngu að beita 26. gr. stjórnarskrárinnar. Ekki seinna en 2002 þegar Kárahnjúkavirkjun hafði verið þröngvað með járnaga Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímmssonar gegnum þingið.

Ljóst er að þetta er mikil frétt. Ólafur Ragnar hefur sífellt komið á óvart og þetta verður líklega ekki í fyrsta og síðasta skiptið sem hann verður í sviðsljósinu í ár sem hann virðist njóta til hins ítrasta. Í vor verða að öllum líkindum ein hatrammasta kosning til Alþingis í sögu þjóðarinnar þar sem gömlu valda- og spillingarflokkarnir með fulltrúa spillingarinnar og braskara í forystusveit munu reyna að ná vopnum sínum aftur til að hefja sama brask- og spillingarbölið aftur í íslensku samfélagi. Að öllum líkindum verður flókin stjórnarmyndun þar sem klókindi Ólafs Ragnars koma við sögu.

Hver tilgangur Ólafs Ragnars er með hnútakasti að Gordon Brown nú 2013 skal ósagt látið. Er hann að vekja athygli á sjálfum sér? Alla vega eru þessar athugasemdir meira en 4 árum of seint fram lagðar!

Mjög líklegt er að allir aðrir forsetaframbjóðendur 2012 hefðu setið á strák sínum.

Er þetta sæmandi forseta?

Góðar stundir.


mbl.is Forsetinn ræðst að Gordon Brown
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá eru fjórir stokknir fyrir borð

Sagt er að rottur taki sig til og yfirgefi gömul skip sem líkleg eru til að ná ekki til næstu hafnar. Fyrir kemur að áhafnarlimir og jafnvel farþegar grípi örþrifaráð að stökkva fyrir borð ef þeir telja sig vera á feigðarfley.

Líklegt er að VG muni lifa næstu þingkosningar af og jafnvel margar enda eru málefni þessa flokks mörg prýðileg og raunhæf miðað við þróun samfélagsins.

Eftir að um fjórði hver þingmaður er stokkinn fyrir borð má telja flokkinn illa laskaðan. En verður hann ekki styrkari eftir þessa raun þegar haft er í huga að eftir eru áhafnarmeðlimir sem hafa trú á þann málstað sem flokkurinn telur sig vera að koma í gegn?

Hvort ein tillaga nái fram eða sé slegin út af borðinu á ekki að skipta máli. Mjög líklegt er, að Jón sé ekki sáttur við að hafa verið settur af, ekki úr nefndum heldur þegar hann varð að víkja úr ráðherrastól eftir einleik sem hann hugðist stunda.

Annars er Jón hinn vænsti maður en ekki getur hann talist vera snjall ræðumaður nema síður sé. Og framganga hans verður að teljast vart sæmandi né hinna þriggja þingmanna sem kusu að fara eigin leiðir.

Nú vil eg taka fram að eg er ekki talsmaður n.k. einræðis í flokki. Forystan fylgir lögum flokksins, markmiðum, stefnuskrá og yfirlýsingum sem komið hafa fram á landsfundum og öðrum vettvangi. Þeir sem veljast til trúnaðarstarfa, ber að fara eftir því og sérhver einleikur verður alltaf tortryggilegur.

Góðar stundir.  


mbl.is „Kornin sem fylltu mælinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Falskur tónn

Sigmundur Davíð er ótrúlega líkur Merði Valgarðssyni, einni af aðalpersónum Brennu-Njáls sögu. Hann býður aðstoð meira af formsatriðum en heilindum. Hann er líklegur til alls vís ef honum eru fengin minnsta ábyrgð eða völd.

Sigmundur er ásamt Bjarna Benediktssyni núverandi formanni Sjálfstæðisflokksins fulltrúar þess braskaralýðs sem setti allt samfélagið í blindgötu með bankahruninu haustið 2008. Þessir menn eru manna ólíklegastir að leiða þjóðina áfram út úr þrengingunum enda heilindi þeirra engin. Þeirra hugur er að endurtaka braskævintýrið mikla og þá auðvitað á kostnað þeirra sem minna mega sín, barnafjölskyldna, sparifjáreigenda, eldra fólksins í landinu.

Megi biðja guðína að forða oss frá þessum falska tón!

Góðar stundir! 


mbl.is Framsókn sendi björgunarteymi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. janúar 2013

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband