Vissi hann eða mátti vita?

Auðvitað er Baldri í fullum rétti að setja fram athugasemdir.

En varðandi sölu á viðskiptabréfum sínum þá er líklegt að hann vissi eða mátti vita um breytingu sem vænta mátti á verðmæti þeirra. Sem fyrrum ráðuneytisstjóri hafði hann víðtækan vinahóp m.a. innan viðskiptaheimsins þar sem menn hafa rætt saman og skipst á upplýsingum.

Þeir sem keyptu á hærra verðinu hafa að öllum líkindum vilja að rifta kaupum sínum enda er mjög líklegt að Baldur vissi eða mátti vita að bréfin væru minna virði eftir að hann seldi.


mbl.is Baldur gerir athugasemdir við Kastljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðum að tengjast stærra efnahagskerfi

Dvergríkið Ísland reynir að halda uppi sjálfstæðum gjaldmiðli. Síðan 1886 eða frá stofnun Landsbankans hefur íslenska krónan ávallt verið litin hornauga og ekki talin vera með þeim myntum sem óskað er eftir viðskiptum með. Upphaflega krónan var aðeins gildur gjaldmiðill innanlands og kaupmenn vildu hana ekki í viðskiptum.

Efnahagslega, viðskiptalega og ekki síst menningarlega sem stjórnmálalega erum við best tengd Evrópu og eigum að vera hluti af Efnahagssambandinu en á OKKAR forsendum. Við verðum að halda uppi sjónarmiðum og skilyrðum fyrir inngöngu. Við eigum þannig að fá fulla viðurkenningu yfir landhelginni og að landbúnaður okkar njóti þess að við erum að halda uppi góðri framleiðslu sem að mestu er laus við erfiða sjúkdóma. Bændur okkar verða að geta keppt við starfsfélaga sína í Evrópu af sanngirni og réttum forsendum. Kraftfóður er framleitt í Afríku með lágmarkstilkostnaði fyrir landbúnað í löndum Evrópusambandsins. Sú staðreynd skýrir mun lægri framleiðslukostnað og þar með betri möguleikum á markaði.

En við erum ekkert á leiðinni inn í Evrópusambandið meðan við getum ekki uppfyllt Maastrickt skilyrðin. Við verðum að byrja á því að uppfylla þau og það tekur nokkur ár enn.

Örkrónan okkar á betur heima í myntsöfnum en í umferð hér á landi. Við verðum að fá betri gjaldmiðil.

Góðar stundir!


mbl.is Verkefnið að bæta umgjörð krónunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er of mikill hagvöxtur rányrkja?

Eitt vinsælasta hugtak meðal hagfræðinga er orðið hagvöxtur. Það hefur aldrei verið almenilega útskýrt en stjórnmálamenn klifa bæði seint og snemma á þessu orði og taka það feginshendi þegar hagfræðingar mæla hærri hagvöxt en árið á undan.

En er hagvöxtur byggður á rányrkju? Eða má spyrða saman hagvöxt og rányrkju? Með rányrkju er sagt að þá er tekið meira frá náttúrunni en hún er tilbúin að gefa af sér.

Á miðöldum gerðu menn skýran mun á náttúrulegum arði og borgaralegum. Sá náttúrulegi var arðurinn af akrinum, skóginum, skepnunum, fiskurinn í vötnum, ám og sjónum. Borgaralegi arðurinn byggðist fyrst og fremst á vöxtum sem voru oft mjög breytilegir og ekki alltaf í samræmi við náttúrulega arðinn.

Afgjald eða leiga jarða miðaðist gjarnan við 10% af arðinum sem oft var kannski einnig 10% af verðmæti jarðarinnar. Þannig varð leigan 1% af verðmæti jarðarinnar. Með þetta í huga gerði kaþólska kirkjan mun á arðseminni. Sá náttúrulegi var guði þóknanlegur en sá borgaralegi syndsamlegur. Sagt er að Gyðingar hafi tekið þetta eins og hvert annað viðskiptatækifæri eins og það myndi vera kallað nú á dögum.

Eitt mjög skýrt dæmi um áhugaleysi fyrir sjónarmið borgaralegs arðs:

Talið er að skógrækt á Íslandi geti gefið af sér 3-4% en falli fyrst og fremst við síðustu fellingu skógarins, kannski ekki fyrr en eftir 70-80 ár!

Þetta hefur lengi legið ljóst fyrir. Þeir sem vilja sem mestu arðsemi finnst þetta ekki vera ásættanlegt undir neinum kringumstæðum og því skógrækt sögð vera eins og hvert annað dútl. 7-10% arðsemi er jafnvel sagt vera lágmark.

Það er í þessum mun sem skilur á milli rányrkju og eðlilegrar notkunar. Hagvöxturinn er meiri eftir því sem arsemiskrafan hækkar og þar með rányrkjan.

Hér er sett fram áleitin spurning sem gaman væri að ræða.

Góðar stundir!


Hvað varð um þingræðið á Íslandi?

Þegar Ólafur Ragnar tók vitlausustu ákvörðun sína að undirrita ekki Icesave samkomulagið, greip hann fram fyrir þingræðið á Íslandi. Allt í einu var þingræði ekki lengur við lýði heldur forsetaeinræði.

Samkomulagið við Breta og Hollendinga gekk út á að ef 7% skuldarinnar greiddist ekki af höfuðstól skuldarinnar og öll útistandandi lán gamla Landsbankans yrðu afskrifuð þá gæti farið svo að þjóðin yrði ábyrg. Þá höfðu 93% Icesaveskuldarinnar skilað sér og er varðveitt á vaxtalausum reikning í vörslum Englandsbanka. En fjarri fer því að öll útistandandi lán verði afskrifuð og enn er að skila sér fé inn á reikninginn í Englandsbanka.

Það var ljóst að 93% skuldarinnar var komið í hús.

Með þessari vitlausu leið ákvað ÓRG að grípa fram fyrir þingræðið, 70% þingsins vildi semja við Breta og Hollendinga og ljúka þessu máli í eitt skipti fyrir öll og það væri þetta leiðindamál að öllum líkindum úr sögunni núna. Setja má fram spurningu : ákvað ÓRG að leika sér dálítið með valdið með því að  þoka þingræðinu til hliðar til að auka vald sitt. Icesavemálið var sett inn í einhvern tilfinningaríkan taradal sem verður sagnfræðingum framtíðarinnar sennilega mikið viðfangsefni.

Ljóst er, að hefði ÓRG undirritað lögin um Icesave þá væri þessir erfiðleikar að baki. Við hefðum strax notið betri lánskjara erlendis en erum núna að endurfjármagna gömul lán á óhagstæðari kjörum en tilefni var til.

Með erfiðum og langvinnum málaferlum mælti enginn ábyrgur lögmaður. Þau eru dýr, meira að segja rándýr, settar eru fram ítrustu kröfur sem geta leitt til verri og ósanngjarnari niðurstöðu en sú fyrri leið sem stjórnvöld vildu með 70% þingsins að baki sér.

Spyrja má: Hvað varð um þingræðið á Íslandi? Eigum við von á því að ÓRG haldi áfram að leika sér að valdinu í nánustu framtíð meðan hann þrásitur á Bessastöðum?

Góðar stundir!


mbl.is Segir ESB tapa sama hvernig málið fari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. september 2012

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 244218

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband