9.5.2012 | 23:14
Grátt svæði
Ansi er hér verið að fiska á gráu svæði.
Lögin um Landsdóm voru sett að tilstuðlan Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn átti verulegan þátt í hruninu með því að einkavæða bankana á vægast sagt mjög veikum forsendum.
Þáverandi fjármálaráðherra var sérstaklega menntaður í þjóðhagfræði frá einhverjum fínasta háskóla heims, Harward í BNA.
Þessi maður er Geir Haarde sem var forsætisráðherra, með öðrum orðum n.k. verkstjóri framkvæmdavaldsins á Íslandi.
Þessi maður virðist annað hvort vera algjörlega úti á þekju um mikilvægustu málefni landsins eða hafa verið gjörsamlega vanhæfur í því starfi sem hann hafði verið valinn í og trúað fyrir.
Ákæran gegn Geir byggðist á þessum einföldu staðreyndum sem ýmsir virðast enn vera í vafa um og þykja sjálfsagt að draga athyglina að allt öðru.
Annað hvort eru menn gjörsamlega heillum horfnir og siðblindir að átta sig ekki á aðdraganda hrunsins sem byggðist fyrst og fremst á óskiljanlegu kæruleysi í stjórn efnahagsmála eða að þeir eru að grípa síðasta hálmstráið til að bjarga eigin skinni í rökþroti.
Í öllu falli var ákæran gegn Geir Haarde rökrétt framhald af hruninu. Einhver HLÝTUR að eiga að bera einhverja ábyrgð.
Eða er það söguskoðun siðblindingjanna að ábyrgðin var hjá öðrum? Ætlast þessir herramenn að heiðarlegt fólk taki þetta gott og gilt?
Því miður er þessi umræða komin niður fyrir allar hellur og að fullyrða að Jóhanna Sigurðardóttir sé jafnvel sekari en þeir sem siðferðislega og ekki síst lagalega bera MESTU ábyrgðina í aðdraganda hrunsins er kórvilla.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei viðurkennt nein mistök þó svo öll spjót beinist gegn honum og einnig Framsóknarflokknum sem eru helstu spillingarbælin á Íslandi!
Góðar stundir!
![]() |
Rannsaka mál Geirs og Júlíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.5.2012 | 14:57
Fölsuð skilríki eiga aldri að veita rétt
Alvarlegt afbrot er að framvísa fölsuðu skilríki gegn betri vitund. Svo virðist vera í þessu tilfelli og undarlegt þetta upphlaup vegna gruns um að viðkomandi piltar séu yngri en þeir virðast vera.
Fyrir rúmum 30 árum kom áþekkt mál sem einnig vakti miklu upphlaupi. Þar átti franskur maður í hlut, Gervasoniu að nafni, sem talinn var hafa verið að koma sér undan herskyldu í Frakklandi. Mikil læti urðu af og hótaði þingmaður einn að koma ríkisstjórn í bobba sem naut mjög naums meirihluta.
Viðkomandi framvísaði fölsuðum skilríkjum og var meðhöndlaður í samræmi við það. Átti að framselja hann til franskra yfirvalda en þá byrjaði leiksýningin með hótanir.
Í ljós kom að viðkomadi gat starfað við borgaraleg störf í stað herskyldu eins og við skógrækt sem enginn ætti að vera niðurlægður með nema síður sé. Borgaralegar skyldur virðast vera allt of mörgum framandi, allt oif mikil þáhersla er að koma ár sinni vel fyrir borð á kostnað annarra.
Við verðum að læra að treysta yfirvöldunum, þar er byggt á reynslu og varfærni.
Góðar stundir!
![]() |
Telja að drengirnir séu eldri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.5.2012 | 09:31
Hvað skyldi brúin kosta?
Verkefni sem þetta kostar sennilega meira á ákvörðunarstigi en framkvæmdarstigi. Sennilega verður þessi brú ein sú dýrasta miðað við hvern lengdarmetra sem hefur verið norðan Alpafjalla fram til þessa.
Iðnaðarmaður hefði tekið upp tommustokkinn sinn á staðnum, rissað á blað teikningu, fengið strax hugmynd um efnisþörf og kostnað, síðan haldið í smiðju sína og undirbúið smíði brúarinnar, kannski hefði tekið nokkra daga að smíða brúna, flytja og koma henni fyrir endanlega á staðnum þar sem til er ætlast.
Einn kunningi minn sem var lengi starfandi sem húsasmiður var að vinna fyrir nokkrum áratugum á dvalarheimili eldri borgara. Þar var verið að ganga frá ýmsu fyrir opnun heimilisins sem stóð fyrir dyrum. M.a. þurfti að koma upp handföngum á salernum til að auðvelda eldra fólkinu að m.a. að standa upp frá setunni sem sumum reynist erfitt á efri árum. Hann gaf sig á tal við Geirþrúði Bernhöft sem var í bygginganefnd hússins sem þarna var í eftirlitsferð. Vildi smiðurinn fá nánari fyrirmæli enda var ekki ljóst hvar handföngin skyldu fest. Geirþrúður dró sig um stund frá hópnum, settist á salernið, greip handföngin og sagði smiðnum fyrir hvar á veggjunum handföngin skyldu festast.
Hefur kunningi minn oft haft gaman af að rifja þetta síðar upp því það var eins og hann væri í hörku bónorði inni á salerninu sitjandi á hnjánum en ellifulltrúinn á setunni!
Ef þessi ákvörðun hefði verið borin undir einhverjar háttsettar nefndir og ráð, hefði tekið óratíma að taka ákvörðun um einfalt atriði. Þarna var tekin ákvörðun sem ekki er annað vitað en að hafi dugað vel.
Á Þingvelli voru menn fljótari að taka ákvörðun á sínum tíma um að fella barrtré sem tekur áratugi að vaxa en að byggja örlitla brú yfir sprungu.
Góðar stundir!
![]() |
Ný brú yfir Almannagjá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 9. maí 2012
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 244219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar