Hvað skyldi brúin kosta?

Verkefni sem þetta kostar sennilega meira á ákvörðunarstigi en framkvæmdarstigi. Sennilega verður þessi brú ein sú dýrasta miðað við hvern lengdarmetra sem hefur verið norðan Alpafjalla fram til þessa.

Iðnaðarmaður hefði tekið upp tommustokkinn sinn á staðnum, rissað á blað teikningu, fengið strax hugmynd um efnisþörf og kostnað, síðan haldið í smiðju sína og undirbúið smíði brúarinnar, kannski hefði tekið nokkra daga að smíða brúna, flytja og koma henni fyrir endanlega á staðnum þar sem til er ætlast.

Einn kunningi minn sem var lengi starfandi sem húsasmiður var að vinna fyrir nokkrum áratugum á dvalarheimili eldri borgara. Þar var verið að ganga frá ýmsu fyrir opnun heimilisins sem stóð fyrir dyrum. M.a. þurfti að koma upp handföngum á salernum til að auðvelda eldra fólkinu að m.a. að standa upp frá setunni sem sumum reynist erfitt á efri árum. Hann gaf sig á tal við Geirþrúði Bernhöft sem var í bygginganefnd hússins sem þarna var í eftirlitsferð. Vildi smiðurinn fá nánari fyrirmæli enda var ekki ljóst hvar handföngin skyldu fest. Geirþrúður dró sig um stund frá hópnum, settist á salernið, greip handföngin og sagði smiðnum fyrir hvar á veggjunum handföngin skyldu festast.

Hefur kunningi minn oft haft gaman af að rifja þetta síðar upp því það var eins og hann væri í hörku bónorði inni á salerninu sitjandi á hnjánum en ellifulltrúinn á setunni!

Ef þessi ákvörðun hefði verið borin undir einhverjar háttsettar nefndir og ráð, hefði tekið óratíma að taka ákvörðun um einfalt atriði. Þarna var tekin ákvörðun sem ekki er annað vitað en að hafi dugað vel.

Á Þingvelli voru menn fljótari að taka ákvörðun á sínum tíma um að fella barrtré sem tekur áratugi að vaxa en að byggja örlitla brú yfir sprungu.

Góðar stundir!


mbl.is Ný brú yfir Almannagjá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242914

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband