Er sundurleysisfjandinn laus?

Greinilegt er að örvænting mikil ríkir í herbúðum hægrimanna. Í heil þrjú ár hefur vinstri stjórninni tekist að halda sjó, þrátt fyrir endalausar hremmingar og tilraunir að grafa undan trausti hennar, m.a. með málþófi um nánast hvert einast mál ríkisstjórnarinnar.

Þannig mátti ekki breyta framkvæmdavaldinu, ekki stjórnarskránni, né ákæra Geir. Ekki mátti semja við Breta og Hollendinga um uppgjör vegna bankahrunsins þó svo að vitað var allan tímann að þessar skuldir myndu aldrei lenda á þjóðinni enda nægar innistæður í vörslum Englandsbanka fyrir skuldunum eins og samningarnir tóku til. Meira að segja forseti lýðveldisins hefur verið dreginn inn í þessar uppákomur og hann anaður út í vafasamar stjórnvaldsákvarðanir. Og allt hefur verið gert til að vekja tortryggni gagnvart ríkisstjórninni. En ætli það verði verkin sem tala en ekki glamrið um svik og önnur ósmekkleg diguryrði sem ekki virðast byggjast á djúpum rökum. Athygli vekur að þeir sem hæst gala, tengjast braskaralýðnum sem stuðluðu að

Sú var tíðin að stjórnarandstaðan studdi ríkisstjórn til allra góðra mála. Nú er hún á móti öllu og tínir öllu til.

Þessi undirskriftarsöfnun virðist ekki byggð á neinum skynsamlegum sjónarmiðum heldur fremur með áróður gegn ríkisstjórninni í huga.

Þetta eru öflin sem eru harðastir andstæðingar viðræðna stjórnvalda við Efnahagsbandalagið. Þeir vita að þá er tími blekkinga að baki, því í Efnahagsbandalaginu er lögð meiri áhersla að menn vandi betur pólitíska umræðu og byggi hana á rökum en ekki einhverju tímabundnu tilfinningavæli.

Góðar stundir!


mbl.is Krafist þingrofs og kosninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að beita tilfinningarökum

Rökræðan um afstöðu okkar til Efnahagsbandalagsins byggist oft allt of mikið af tilfinningum. Þannig hafa hagsmunaöfl sem eru alfarið á móti aðild okkar að EBE spilað mikið inn á sjálfstæðismeðvitund og sitthvað sem ekki byggist á sérlega góðum faglegum forsendum.

Afstaða okkar á fyrst og fremst að byggjast á faglegu mati þar sem hagsmunir eru metnir með hliðsjón af gildismati því sem talið er gefa bestu yfirsýn um viðfangsefnið.

Ljóst er, að innganga í Efnahagsbandalagið myndi efla mjög boraralegan rétt okkar t.d. gagnvart mörgum af þeim hagsmunagæsluaðilum sem nú hamast einna mest gegn aðildarviðræðunum.

Þess má einnig geta að það er t.d. kínverskum stjórnvöldum og öðrum hagsmunaaðilum mikill akkur að halda okkur utan við EBE. Ísland er tiltölulega stór en fámenn eyja sem er kjörið markmið fyrir fjölmenna þjóð að koma sér fyrir á, þjóð sem býr við þröng lífsskilyrði heima fyrir og takmarkaðan borgaralegan rétt að koma sér hér fyrir og efla hagsmuni sína.

Ælti mörgum smábændunum á Íslandi þætti ekki nokkuð þröngt fyrir dyrum sínum ef hér yrði fjölmenn kínversk nýlenda sem fyrr en varði yfirtekur landið með manni og mús með aðstoð sporgöngumanna þeirra?

Þýski sendiherranum hefur væntanlega blöskrað tilfinningavaðallinn og séð ástæðu til að vanda fyrir aðalritstjóra Morgunblaðsins sem og öðrum þeim sem hrópað hafa hæst í þessari tilfinningaumræðu. Hann á miklar þakkir skildar fyrir skynsamleg sjónarmið byggð á traustum og góðum gildum.

Mörg skynsamleg rök styðja hugmyndir um að tengjast betur nágrannaríkjum okkar í Evrópu. Þar er unnt að styðjast við atvinnuhætti, efnahagsmál, samgöngur og viðskipti að ekki sé gleymd sameiginlegri menningu og stjórnarhætti sem þróast hafa í aldir.

Góðar stundir!


mbl.is Vilja funda með sendiherra Þýskalands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. maí 2012

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 244219

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband