22.5.2012 | 16:36
Gott verð en með augljósu markmiði
Skiljanlegt er að matur í Ikea sé vinsæll meðal landsmanna enda mun láta nærri að hann sé seldur nálægt kostnaðarverði.
En tilgangurinn er auðvitað sá að fá viðskiptavini inn í búðina enda kaupa flestir eitthvað fyrst þeir eru komnir á annað borð þangað.
Í fréttaskrifunum er ein afleit ambaga sem kemur fram í þessari setningu: Veitingastaðurinn er staðsettur í Garðabæ, nánar tiltekið í húsgagnaversluninni Ikea. Er ekki nóg að segja að veitingastaðurinn sé í Ikea sem er í Garðabæ?
Þetta orð staðsettur og ýmsar aðrar myndir hans veður uppi m.a. í fasteignaauglýsingum. Það eru ekki mikil rök að fullyrða um eitthvað, fasteign eða aðra eign sem er ætíð á sama stað.
Hins vegar er eðlilegt að tala um að bifreiðar, skip og flugvélar séu staðsettar hér og þar hverju sinni. Eðli þeirra og tilgangur er að vera ekki alltaf á sama stað sem er fráleitt að tala um þegar fasteignir er um að ræða.
Þess má geta í lögfræði er fasteign skilgreind sem ákveðinn hluti af yfirborði jarðar sem er afmarkaður með þar til ákvörðuðum hnitum eða á annan hátt. Hús og þ.h. eru þá fylgiufé fasteignar.
Góðar stundir.
![]() |
Íslendingar eru sólgnir í Ikea-mat |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.5.2012 | 16:15
Dýr mun Gunnar allur
Gunnar Birgisson er einn þeirra pólitíkusa sem skilur eftir sig óreiðu af ýmsu tagi. Ferill hans sem bæjarstjóra í Kópavogi varð söguleg að ekki sé dýpra tekið í árina. Einkum er minnisstæðtt þegar hann lét verktakafyrirtæki sem áður var í eigu hans vaða gegnum Heiðmörkina og olli stórtjóni á skógargróðri hennar. Það kostaði málaferli og bæjarsjóð Kópavogs um 20 milljónir. Aðkoma hans að sögu Kópavogs var furðuleg þar sem dóttir hans fékk á silfurbakka vel launað verkefni sem ekki hefur skilað tilætluðum markmiðum.
Og nú kemur þetta mál sem kostar ríkissjóð milljónir!
Óhætt má segja að dýr muni ekki Hafliði Másson heldur einnig Gunnar Birgisson þegar öll kurl verða dregin til grafar.
Góðar stundir!
![]() |
Gunnar Birgisson greiði sekt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnkerfi Reykjavíkurborgar er orðin þvílík martröð að meira að segja nágrannasveitarfélögin eiga í vandræðum við eðlileg samskipti við yfirvöld, hvað þá einstaklingar.
Örfá dæmi:
Á Úlfarsfelli hefur einhver silkihúfan hjá Jóni Gnarr leyft verktaka að fremja mikil og slæm umhverfisspjöll við efsta hnjúk fellsins til að leggja lagnir og reisa heilmikið mastur, Mosfellingur sem og vonandi flestum Reykvíkingum til mikillrar gremju. Þessi framkvæmd er leyfð án þess að málið sé lagt fyrir bæjaryfirvöld Mosfellsbæjar. Þau komu gjörsamlega af fjöllum.
Fyrir aldamótin síðustu vakti Ómar Ragnarsson þáverandi fréttamaður athygli höfuðborgarbúa á óvenjufallegu stuðlabergi sem kom í ljós í grjótnámi sem opnað var í mynni Seljadals fyrir tæpum 30 árum. Þarna hefur hart basalt verið numið svo framleiða megi nægt malbik í þágu nagladekkjanotkunar á höfuðborgarsvæðinu. Malbikunarfyrirtæki þetta skreytir bókhald sitt með grænu bókhaldi, t.d. að stuðla að endurvinnslu pappíra á skrifstofu en í raun er umgengnin um náttúru landsins all svakaleg að ekki sé meira sagt.
Sem áhugamaður um umhverfismál skrifaði eg nokkrar greinar um þetta mál og hófust viðræður milli yfirstjórnar Reykjavíkurborgar og Mosfellsbæjar um þetta mál. Ljóst var að stjórnvaldsreglur voru þverbrotnar eins og síðar kom í ljós. Dagaði þetta mál einvers staðar og enginn virðist hafa borið ábyrgð fremur en í aðdraganda hrunsins.
Stjórnvaldsreglur eiga að vera markvissar, augljósar, einfaldar og skilvirkar. Því miður eru þær gerðar svo flóknar og ómarkvissar að ekki er alltaf ljóst hver tilgangurinn er. Ljóst er að í stjórnvaldsreglum á að vera ákvæði um greiða endurskoðun og einnig hver ber ábyrgð ef ákvörðun reynist röng og jafnvel íþyngjandi á ósanngjarnan og óréttlátan hátt gagnvart borgara.
Góðar stundir!
![]() |
Vilja einfalda stjórnkerfi Reykjavíkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 22. maí 2012
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 244219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar