Með grasið í skónum

Furðulegt er að nokkur heilvita maður leggi fyrir sig langt ferðalag til að grátbiðja einhvern „fjárfesti“ að koma aftur. Hugmyndir þessa Kínverja eru að öllum líkindum allt aðrar en væntingar heimamanna. Forsendur fyrir ferðaþjónustu á Grímsstöðum þar sem vænta má eins versta veðravítis á Íslandi verða aldrei raunhæfar nema yfir hásumarið. Á öðrum tímum má e.t.v. nota aðstöðuna fyrir þjálfun hermanna við erfiðar aðstæður. Þess má geta að Kínverjar eru með mjög stórt og fjölmennt sendiráð í Reykjavík. Sennilega er það stærra og fjölmennara en bandaríska sendiráðið. Mjög líklegt er að Kínverjar vilji fá hafnaraðstöðu þegar þeir hafa tryggt sér baklandið.

Hver greiðir fyrir þetta flandur landa okkar austur í Kínaveldi? Skattborgarar á Norðausturlandi? Ætli svo reynist ekki því varla borga þeir úr eigin vasa.

Sennilega verður varla gengið lengra með grasið í skónum og austur til Kína.

Mjög líklegt er að meira en milljarður Kínverja hlæji að þessari endalausu bjartsýni nokkurra manna á Íslandi. Þessir herramenn haga sér eins og börn. Því miður.


mbl.is Fundar með Huang í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glapræði

Af hverju er enn verið að lána gegn víkjandi lánum? Gera menn sér ekki grein fyrir því að tryggingar og veð verða ansi tæp, kannski einskis virði ef illa fer?

Menn eru ansi brattir, selja eignir til að lána. Kannski búnir að gleyma bankahruninu, gríðarlegu tapi lífeyrissjóða o.s.frv.

Þeim verður ekki fyrirgefið því þeim ber að vita hvað þeir eru að gera!


mbl.is Selja til að lána OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að leita langt yfir skammt

Augljóst er að þessi strákur hefur ekki sýnt af sér mikla fyrirhyggju. Hann hefur ekki einu sinni haft símanúmer hjá íslensku björgunarsveitunum! Fyrr hringir hann í pabba sinn. Átti hann að sækja strákinn? Ef hann hefði verið raunverulega í neyð, þá hefðu björgunarsveitir verið strax komnar í viðbragsstöðu til bjargar. Í staðinn er boðleiðin um Bretland, pabbinn í Suður Englandi, þá breska strandgæslan og þaðan til Íslendinganna.

Því miður er sumum ekki „bjargandi“. Þessi breski strákur hefur verið heppnari en þýsku strákarnir sem urðu úti upp af Svínafellsjökli hérna um árið. Bretinn hefur annað hvort haft gervihnattasíma eða verið svo einstaklega heppinn að hafa verið í sambandi við nærliggjandi símstöðvar.

Einu sinni var talað um að sækja vatnið yfir lækinn og þótti ekki sýna mikið verksvit. En svona er þetta.

Það verður að brýna fyrir þeim sem ætla í ævintýraferðir að undirbúa sig vel og þar með hafa tryggingar í lagi. huga að veðurhorfum og láta þá vita sem umsjón hafa með viðkomandi svæði. Fá sem bestar leiðbeiningar um leiðir sem og tryggja að unnt sé að fá aðstoð strax og ástæða er til.

Og auðvitað ber Landsbjörgu að setja upp gjaldskrá fyrir leit og aðstoð. 


mbl.is Hringdi í pabba sinn eftir hjálp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjög ámælisverð skrif: rödd forneskjunnar

Furðulegt er að maður sem telur sig vera áhrifamann í þjóðfélaginu taki upp á að láta frá sér skoðanir af þessu tagi. þau eru gjörsamlega úr takti við alla skynsamlega umræðu. Skoðanir af þessu tagi voru teknar góðar og gildar fyrr á tímum en eru álitnar vera í eðli sínu andfélagslegar.

Rétt væri að Snorri þessi taki skrif sín aftur og biðji þá sem telja sig hafa orðið fyrir miska, afsökunar.

Þó svo að Snorri þessi telji sig vera þokkalega lesinn í Biflíunni þá virðist að honum hafi yfirsést nokkra meginkjarna kristinnar trúar: umburðarlyndið, skilningurinn og fyrirgefningin.

Skrif Snorra eru fyrst og fremst til að ögra samborgurum sínum en að setja fram vel ígrundaða skoðun á einhverju.

Við lifum á 21.öld en ekki þeirri 17. eða undir fasistahæl nasismans. Hvort Snorri vilji innleiða einhvers konar hreintrúarstednu grundvallaðan á þröngsýnni bókstafstrú verður hann að gera upp við sig sjálfur. En hann á að sjá sóma sinn í því að langflestir vilja umburðarlyndið og forðast þröngsýni.


mbl.is Æfir vegna skrifa um samkynhneigð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. febrúar 2012

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 244221

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband