Mjög ámælisverð skrif: rödd forneskjunnar

Furðulegt er að maður sem telur sig vera áhrifamann í þjóðfélaginu taki upp á að láta frá sér skoðanir af þessu tagi. þau eru gjörsamlega úr takti við alla skynsamlega umræðu. Skoðanir af þessu tagi voru teknar góðar og gildar fyrr á tímum en eru álitnar vera í eðli sínu andfélagslegar.

Rétt væri að Snorri þessi taki skrif sín aftur og biðji þá sem telja sig hafa orðið fyrir miska, afsökunar.

Þó svo að Snorri þessi telji sig vera þokkalega lesinn í Biflíunni þá virðist að honum hafi yfirsést nokkra meginkjarna kristinnar trúar: umburðarlyndið, skilningurinn og fyrirgefningin.

Skrif Snorra eru fyrst og fremst til að ögra samborgurum sínum en að setja fram vel ígrundaða skoðun á einhverju.

Við lifum á 21.öld en ekki þeirri 17. eða undir fasistahæl nasismans. Hvort Snorri vilji innleiða einhvers konar hreintrúarstednu grundvallaðan á þröngsýnni bókstafstrú verður hann að gera upp við sig sjálfur. En hann á að sjá sóma sinn í því að langflestir vilja umburðarlyndið og forðast þröngsýni.


mbl.is Æfir vegna skrifa um samkynhneigð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert ekki sammála Snorra, það er greinilegt. En þýðir það ekki að Snorri megi ekki setja fram sína skoðun.

Alveg eins og þú mátt setja fram þína skoðun á kristinni trú þrátt fyrir að ég telji þig misskilja Biblíuna hrapalega.

Það er rétt hjá þér að fyrirgefning og jafnvel umburðarlyndi og skilningur sé meginkjarni kristinnar trúar, en Jesús var líka harður þegar það kom að synd (ég er ekki að fjalla um samkynhneigð hér, hef ekki gert mér skoðun á afstöðu Biblíunnar gagnvart henni).  Í fjallræðunni talaði hann t.d. um ýmis lög Gyðinga og setti svo enn strengri reglur sjálfur. Sagði t.d. þið hafið heyrt að það á ekki að drýgja hór, en ég segi ykkur að það á ekki einu sinni að horfa á konu með girnd í huganum.

Það er algerlega rétt að Guð Biblíunnar er fyrirgefandi Guð, en hann ætlast til þess að fólk láti af synd sinni og biðji um fyrirgefningu.

Ef við tökum dæmi um synd sem allir eru sammála um: ofbeldi.

Ef maður lemur fólk aftur og aftur, á Snorri þá ekkert að segja af því Guð er fyrirgefandi Guð.

Er Guði alveg sama þó maðurinn lemji fólk aftur af því hann er svo fyrirgefandi.  Nei

Hann er viljugur til þess að fyrirgefa, að því gefnu að þessi maður iðrist og biðjist fyrirgefningar.

...

Ég geri ráð fyrir að þú viljir þá meina að öðru gildi um kynlíf milli fólks af sama kyni af því það er ekki verið að særa neina þriðju persónu. En ef slíkt kynlíf er synd, þá gildir það sama um það, samkvæmt Biblíunni.  Alveg eins og það gildir það sama um kynlíf gagnkynhneigðra fyrir hjónaband.  Einhverra hluta vegna er fólk samt alltaf mikið hneykslaðra á því að talað sé um synd hjá samkynhneigðum heldur en gagnkynhneigðum... þó það sé alveg jafn mikil synd.

Myndi einhver heimta að Snorri yrði rekinn ef hann segði að kynlíf fyrir hjónaband sé synd og leiði til dauða?

...

Þó þetta sé titlað hommahatur þá er raunin mikið frekar hatur á Biblíunni og túlkun fólks á henni.

AF (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 11:44

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hver ertu þessi „AF“?

Mér finnst af og frá að reyna rökræður við einhvern huldumann. En mér finnst rétt að ekki eigi að túlka texta Biflíunnar of þröngt. Hún er rituð á meira en þúsund ára tímabili og sitthvað breytist á styttri tíma. Bókstafstúlkun hefur aldrei reynst vel, hvort sem menn treysti einhverjum guði og trúi á einhvern ósýnilegan guð eður ei. Guðfræðingar eru ekki einu sinni sammála um hvort guð sé kynlaus, karl eða kona. Kannski samkynja?

Guðjón Sigþór Jensson, 9.2.2012 kl. 14:07

3 identicon

AF er augljóslega af sama sauðahúsi og Snorri.. Hann velur líka parta úr biblíu en dissar allan viðbjóðin; Það er vegna þess að þetta fólk er búið að taka við mútum, þetta fólk er tilbúið að traðka á réttindum annarra.. vegna þess að það telur sig fá eilíft líf í lúxus, með einræðisherranum úr biblíunni...
Vitið þið það að samkvæmt biblíu, þá er guð að pynta meirihluta allra íslendinga sem hafa láið lífið, já, jafnvel alla; Konur og börn... Að guð biblíu er mesti fjöldamorðingi og kvalarlostari allra skáldsagna, kvalalostari sem fyrirskipaði morð á ungabörnum, samþykkir nauðganir, fyrirskipar nauðganir...

Bara eitt óhæfuverk er nóg til þess að hafna svona rugli.. en Snorri og aðrir, þeir sjá ekki hryllingin fyrir extra lífi í lúxus...

Já AF, ef Snorri predíkar að kynlíf fyrir hjónaband sé synd og leiði til dauða... þá er Snorri óhæfur sem kennari; Þá á ekki að gefa honum aðgengi að börnum.

Það skekkir líka alla siðferðisvitund ef fólk telur einhvern guð getað fyrirgefið sér... það er líklega stór þáttur í því hversu margir prestar nauðga börnum; Þeir fá fyrirgefningu á eftir, iðrast og segja að guð sé bestur;

DoctorE (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 14:15

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

DoktorE:

Nú ertu að taka full djúpt í árina með alls konar alhæfingum og það er ekki betra en það sem bókstafstrúarmenn eru að gera. Verðum við ekki að fara meðalhófsveginn í túlkun?

Meðal presta eru fjölmargir mannvinir, ljúfmenni og velmeinandi fólk upp til hópa. En það eru örfáir sem koma óorði á alla hjörðina.

Varðandi þessa menn í Hvítasunnukirkjunni þá eru þeir að verða jafnvel verri en Vottarnir sem taldir eru standa einna næst Gyðingum hvað strangleika í trúmálum varðar. Það er mikil hætta af öllum öfgum sem betra er að vera án en sitja uppi með.

Guðjón Sigþór Jensson, 9.2.2012 kl. 15:03

5 identicon

...og ekki dettur mér í hug að gefa upp mitt nafn í svona rökræðum þar sem reynt er að fá fólk rekið ef það gefur upp skoðun sína opinberlega.

DoctorE, ég nenni nú ekki að svara þér enda er það eins og að tala við bilaða plötu.

Reyndar hef ég sagt það sem ég ætla mér um þetta mál og geri mér reyndar grein fyrir að það er stór munur á heimsmynd okkar sem veldur þessum deilum, en ekki aðeins álit okkar á þessu máli.

AF (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 15:45

6 identicon

merkilegt er

að Allir opinberir hommahatarar hafa alltaf fyrr eða síðar, komið í ljós að hafa verið sjálfshatandi hommar.

reyndar á þetta eiginlega við um alla hommahatara, man eftir einum í gamla daga sem var alltaf að reyna að lemja mig, því honum fannst ég svo hommalegur í útlíti,

en nokkrum árum seinna kom sá maður útur skápnum sem bi sexual.

sveinn sigurður ólafsson (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242914

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband