Að leita langt yfir skammt

Augljóst er að þessi strákur hefur ekki sýnt af sér mikla fyrirhyggju. Hann hefur ekki einu sinni haft símanúmer hjá íslensku björgunarsveitunum! Fyrr hringir hann í pabba sinn. Átti hann að sækja strákinn? Ef hann hefði verið raunverulega í neyð, þá hefðu björgunarsveitir verið strax komnar í viðbragsstöðu til bjargar. Í staðinn er boðleiðin um Bretland, pabbinn í Suður Englandi, þá breska strandgæslan og þaðan til Íslendinganna.

Því miður er sumum ekki „bjargandi“. Þessi breski strákur hefur verið heppnari en þýsku strákarnir sem urðu úti upp af Svínafellsjökli hérna um árið. Bretinn hefur annað hvort haft gervihnattasíma eða verið svo einstaklega heppinn að hafa verið í sambandi við nærliggjandi símstöðvar.

Einu sinni var talað um að sækja vatnið yfir lækinn og þótti ekki sýna mikið verksvit. En svona er þetta.

Það verður að brýna fyrir þeim sem ætla í ævintýraferðir að undirbúa sig vel og þar með hafa tryggingar í lagi. huga að veðurhorfum og láta þá vita sem umsjón hafa með viðkomandi svæði. Fá sem bestar leiðbeiningar um leiðir sem og tryggja að unnt sé að fá aðstoð strax og ástæða er til.

Og auðvitað ber Landsbjörgu að setja upp gjaldskrá fyrir leit og aðstoð. 


mbl.is Hringdi í pabba sinn eftir hjálp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki dæma menn sem vitlausa án þess að vita hvað maðurinn var að hugsa. Ef hann á lítið eftir í rafhlöðunni getur verið margfalt skynsamlegra að hringja í einhvern sem þú þekkir og þú getur skýrt aðstæður fyrir á 15 sekúndum, frekar en að eyða tveimur mínútum í að tala við ókunnugan útlending.

Það kemur fram í fréttinni að hann var með gervihnattasíma, svo hann var amk. ekki alvitlaus.

Að lokum: að rukka fyrir leit og björgun mun valda því að fólk deyr af því það hringir of seint eftir aðstoð. Kauptu frekar bara flugelda.

Arnar Birgisson (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 15:32

2 identicon

Ég hitti þenann indæla mann á BSI þegar hann var að leggja í þessa ferð og talaði lengi við hann. Reyndi að "tala hann til" en hann umbar ræðu mína með brosi. Ég sagði honum að það væri þunnur þráður á milli kjarks og heimsku og að ef björgunarsveitirnar okkar þyrftu að leita að honum í vitlausu veðri í febrúar væru margir fjölskyldufeður og mæður að hætta lífi sínu í sjálfboðavinnu til að bjarga lífum. Samt mætti hann alls ekki hika við að hringja eftir hjálp í neyð!!

Ég lét hann lofa mér því að láta vita af sér áður en þeir færu af stað, brottför, gönguleiðina og komudag af jöklinum, síðan gekk ég úr skugga um að hann væri með 112 á hreinu. Hann sagðist vita allt um björgunarsveitirnar og lofaði mér líka að hika ekki ef hann væri í neyð. Samt hringdi hann í pabba,,,eða kannski þessvegna?

Ég hefði kannski betur haldið mér saman, en ég er viss um að hann hugsaði til mín á jöklinum. Ég er líka sannfærð um að faðir hans á nokkra aura og sendir þóknun fyrir björgunina. Það vona ég a.m.k. 

Semsagt, hann vissi ýmislegt meir um landið þegar ég kvaddi hann með orðunum "I guess I have mothered you enough now. Take care." Hann var sammála því og kvaddi mig með handabandi. Nú veit hann a.m.k. að fólkið í landinu lýgur ekki.  

ark (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 20:50

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Eftir stendur bullið að vera bara með tjald á stærsta jökli evropu um miðjan vetur! Hvað er verið að storka örlögunum með þessu hátterni?

Sigurður Haraldsson, 9.2.2012 kl. 20:53

4 identicon

Rétt Sigurður, þetta er nákvæmlega það sem ég hugsaði þegar ég sá hann þarna með sleðann sinn og fór að skipta mér af honum.

Provoking destiny!

ark (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 21:29

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þakka þér ark.

Sigurður Haraldsson, 9.2.2012 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 242921

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband