Hvað olli hruninu?

Gylfi getur haft hvaða skoðun sem er á þessum málum En ekki verður gengið framhjá því að tap landsmanna á hlutabréfum var gríðarlegt.

Í aðdraganda hrunsins voru ýms teikn á lofti að ekki væri allt með felldu. Ýmsir athafnamenn og braskarar voru valdamenn víða, oft í skjóli hlutafjáreignar sem var meira brúttó en raunveruleg eign.

Eg minnist þess að nokkru fyrir hrun var boðaður hluthafafundur í Exista. Þar hugðist eg bera fram tillögu um takmörk um atkvæðisrétt í félaginu og vildi fá lífeyrissjóðina til að vera með mér að styðja tillöguna. Hún gekk út á að tvenn skilyrði væru sett fyrir atkvæðisrétti: annars vegar að hlutafé hefði raunverulega greitt til félagsins og að hlutafé væri ekki veðsett. Með þessu móti var unnt að gera braskarana valdalausa. Kunnugt er að þeir Bakkabræður stofnuðu félag einhvers staðar og það fyrirtæki var skráð fyrir 50 milljörðum króna hlutafé í Exista án þess að ein einasta króna hefði verið greidd til félagsins. Auðvitað varp eg undir í atkvæðagreiðslu en nokkrir litlir hluthafar voru sömu skoðunar og eg og guldu tillögu minni atkvæði.

Auðvitað eiga þeir að fara með völd í fyrirtækjum sem fjárfesta til lengri tíma. Sá sem raunverulega hefur fjárfest í hlutabréfum fyrir beinharða fjármuni eins og peninga og hefur ekki veðsett hlutaféð á að fara með atkvæðisrétt, aðrir ekki!

Í dag eru hlutabréf í þessu tryggingafyrirtæki Exista nánast einskis virði, Bakkabræður buðu af rausn sinni öðrum hluthöfum að kaupa hverja krónu fyrir 2 aura!

Enginn fulltrúi lífeyrissjóðanna mætti né þeir höfðu veitt einhverjum umboð! Svona var umhyggjan fyrir þeim eigum sem skjólstæðingar þeirra, lífeyreisþegarnir áttu allt undir.

Nú eru forsvarsmenn lífeyrissjóðanna á mjög háum launum. Þeir ættu að skammast sín ef þeir kunna það og segja af sér áður en þess verður krafist opinberlega.


mbl.is Högnuðust um 472 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju er ekki unnt að laga þetta hér?

Furðulegt er að ekki skuli vera unnt að laga þennan galla hér á landi. Umtalsverð reynsla og þekking er við smíði og viðgerðir skipa hér síðan 1902 þegar Slippfélagið í Reykjavík var stofnað. Skipasmíðastöðin á Akureyri hefur verið einna þekktust á þessu sviði á undanförnum áratugum en er víst núna ekki nema svipur hjá sjón miðað við fyrri tíma.

Vonandi eru Íslendingar ekki að glutra niður dýrmætri þekkingu við nýsmíði, viðgerðir og viðhald skipa. Það var miður að þetta skip hefði ekki verið byggt hér en fjarlæg lönd á borð við Kína hafa verið hlutskörp í tilboðum vegna útboða verkefna. Kannski að útboðin séu ekki nógu nákvæm hvað gæði og kröfu verkkaupa snertir. Það er orðið að venju að þessi verk reynast annað hvort gölluð eða svo áfátt að ekki hefur verið unnt að nota efni. Þannig varð meira og minna að framleiða tvisvar efnið í stálgrind glerhjúps Hörpu.

Góðar stundir.


mbl.is Þór frá í fjórar vikur hið minnsta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. febrúar 2012

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 244221

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband