18.12.2012 | 22:07
Handa- bandamenn og af Bandamanna sögu hinni nýju
Líklega er Gylfi Arnbjörnsson núverandi forseti ASÍ einn dýrmætasti hvalreki sem rekið hefur á fjörur atvinnurekendavaldsins lengi. Nú eru þessir tveir fyrrum andstæðingar allt í einu orðnir n.k. bandamenn. Alla vega eru þeir handabandamenn ef marka má meðfylgjandi mynd.
Spurning hvort ekki sé þörf á að færð verði í letur Bandamanna saga hin nýja?
Afburða rithöfundar á borð við Einar Kárason eða Yrsu Sigurðardóttur ættu ekki að eiga í vandræðum með það verkefni.
Hin gamla Bandamanna saga segir frá undirferlum og mútum þar sem fé er borið í dómara á Þingvöllum. Þar er sögð mikil saga af miður góðum eiginleikum manna sem vilja hafa öll ráð í hendi sér.
Mynd þessi af þeim Gylfa og Vilhjálmi verðu ábyggilega söguleg. Þarna eru þeir að innsigla hetjudáðina miklu sem fólgin er í þeim kafla sögunnar þegar þeir saman lögðu ráðin að enn ein atlagan gegn ríkisstjórninni var gerð. En ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms er eins og kletturinn í hafinu. Þó ein og ein bára skvettist yfir Stjórnarráðið öðru hverju fer fjarri að á þeim bæ gefist menn upp á svona smáræðis gutli. Ríkisstjórnin á sér sennilega fleiri líf en níu líf kattarins. Það hefur jú tekist furðulega að smala köttum þó margir virðast hafa eiginn vilja og sumir reynst nokkuð villtir.
Góðar stundir.
![]() |
Það er allt stopp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.12.2012 | 20:33
Þátttaka okkar í Evrópusambandinu
Auðvitað eiga Íslendingar heima í Evrópusambandinu. Við erum tengd ríkjum Evrópu viðskiptalega, menningarlega og sögulega.
Aðild okkar á að vera vel ígrundaða á forsendum okkar þar sem atvinnuhættir og menning skiptir máli. Við eigum að leggja fram skýr skilyrði fyrir inngöngu okkar sem byggjast á sérstöðu okkar sem fámennrar þjóðar sem vart er fjölmennari en íbúar meðalstórrar borgar. Þar reynir á atvinnuvegi okkar og sérstöðu sem gamallrar menningarþjóðar.
Ljóst er, að innan Evrópusambandinsins er kappkostað að uppræta hvers konar spillingu og koma í veg fyrir hana. Hér á Íslandi hefur spilling skotið víða upp kollinum. Við þekkjum hvernig helmingaskiptastjórnir Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks einkenndist oft á einkennilegum ólýðræðislegum ákvörðunum. Kvótakerfið og einkavæðing bankanna var meira og minna gjörspillt þar sem sumir náðu að maka krókinn ótæpilega. Stóriðjan er sérstaklega grunsamleg þar sem um tíma fóru ráðamenn víða um lönd eins og Finnur Ingólfsson sem markaðsetti aðgengi að íslenskri náttúru þar sem á Íslandi stæði álfurstum til boða Lowest energy price í öllum heiminum.
Innan Evrópusambandsins ber allri mengandi starfsemi að útvega og kaupa mengunarkvótu. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ekki gert minnstu tilraun að koma slíku kerfi á. Mengunin er ókeypis sem bætist við lágt orkuverð.
Víða um heim eru greiddar fúlgur til þeirra stjórnmálamanna sem sýna stórfyrirtækjum einstakan skilning á hagsmunum þeirra. Hér á Íslandi tala þessir aðilar um að koma hjólum atvinnulífsins af stað og eiga þá fyrst og fremst við fleiri álbræðslur.
Ein ástæða til aðildar að Evrópusambandinu er að með því erum við að gera hagsmunapot Kínverja nánast ómögulega. Fyrir þeim er mikils vert að ná ítökum og helst völdum í landi sem Íslandi. Fyrir 60 árum innlimuðu þeir Tíbet og fóru tiltölulega létt með það. Ísland gæti verið jafnvel enn auðveldari bráð enda hafa ýmsir sýnt hagsmunum Kína sérstakan skilning.
Ljóst er að fulltrúar gömlu spillingaraðilanna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks vilja ekki að Ísland verði hluti af Evrópusambandinu. Þar með er frelsi þeirra truflað. En hvað eigum við að segja um Jón Bjarnason? Hefur þessi góði drengur látið véla sig eða er hann í sakleysi sínu sem afsprengi íslenskrar sveitarómantíkur að reyna að koma í veg fyrir þessa þróun?
Evrópusambandið hefur mjög margar góðar hliðar. Það tryggir okkur betra lýðræði og mannréttindi hvað sem sérvitringarnir í stjórnarandstöðunni segja. Þar er byggt á langri reynslu, settar skynsamar reglur um nánast hvað sem er sem tengist nútíma lífi. Ef Ísland væri í Evrópusambandinu væri t.d. þessi uppákoma með ríkisstyrktan sóðaskap eins og kom fram í fréttum á dögunum þar sem kýr á bæ einum óðu í skít í allt of litlu fjósi. Þar hafði greinilega bóndinn sýnt af sér mikinn glannaskap og reist sér hurarás um öxl.
Þessi tillaga Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks er dæmi um þingmál sem þeir vilja sjálfir hafa á sínu forræði og líta á sem sitt einkamál hvort Ísland skuli vera í ESE eða styðja við stríðsátök sem okkur kemur ekki við.
Við erum enn nokkuð fjarri því að vera á leiðinni í ESE. Fyrst þurfum við að fullnægja skilyrðum Maastrickt sáttmálans og sem stendur eigum við töluvert í land.
Góðar stundir.
![]() |
Ómögulegt að kjósa með málið opið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggfærslur 18. desember 2012
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 244215
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar