Tvífari á flótta?

Fyrir nokkru voru birtar myndir af illa förnu líki sem var sagt vera af Gaddafi fyrrum einræðisherra í Líbýu. Ef honum hafi tekist að flýja land og sé í þann mund að koma til Venesúela þá er augljóst að tvífari hans hafi verið veginn en ekki hann sjálfur. Eða er það tvífarinn sem er að koma þangað?

Oft hafa þekktir stjórnmálaleiðtogar haft tvífara m.a. til að rugla njósnara fjandmanna sinna í ríminu. M.a. þekktra stjórnmálaleiðtoga á liðinni öld mun sjálfur Churchill hafa verið einn þeirra enda var ekki einleikið hvar hann kom víða.  Hann var m.a. á Íslandi sumarið 1941 skömmu eftir að hafa hitt Rooswelt forseta Bandaríkja á herskipi á Atlantshafi. Þekkt er mynd af honum þar sem hann var að klofa yfir skurð í Reykjavík þar sem verið var að koma fyrir hitaveiturörum. Eftir stríðið ritaði hann minningar sínar í stríðinu og minntist Íslendinga á þá leið að hann hafi bent þeim á að þeir ættu að nýta sér þetta góða og heita vatn til þess að hita hús sín!

Góðar stundir!

Mosi


mbl.is Gaddafi til Venesúela?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einu sinni var ráðist á breska sendiráðið í Reykjavík

Í einu þorskastríðinu, það var árið 1973 var ráðist á breska sendiráðið í Reykjavík sem þá var í vestari byggingu svonefndra Sturluhalla við Laufásveg. Fjölmennur fundur á Lækjartorgi gegn ásiglingum breskra herskipa á íslenskt varðskip kallaði á heiftarleg viðbrögð margra landa okkar. Undir lok mótmælafundarins voru boðuð frekari mótmæli við Breska sendiráðið. Þangað streymdu mörg hundruð manns. Í stað þess að þarna færu fram friðsamleg mótmæli, hófst óviðkvæmilagt grjótkast en svo virðist sem margir hafi undirbúið sig undir þessi átök. Mér fannst sem áhorfanda þetta vera fyrir neðan allar hellur enda virtust margir upplifa einhvern spenning þarna og að allt væri leyfilegt. Lögregla var víðsfjarri og þótti mér það einkennilegt. Þarna voru margir, jafnvel sem nú í dag eru virðulegir broddborgarar, braskarar og jafnvel háttsettir í stjórnkerfinu, draga fram grjót úr pússi sínu og létu vaða í glugga sendiráðsins. Ekki var fyrr hætt fyrr en síðasta rúðan hafði verið brotin í húsinu en þá virtist þessi lýður vera búinn að fá nóg af því góða. Sú saga fylgdi að sendiráðsritarinn, Brian Holt, sem var eini starfsmaður sendiráðsins sem viðstaddur var, hafi skriðið undir eikarborð meðan grjótkastið stóð yfir og bjargaði sennilega lífi sínu fyrir íslensku grjótkösturunum.

Næstu viku voru íslenskir iðnaðarmenn að gera við skemmdirnar á kostnað íslenska ríkisins en illa tókst til við endurnýjun glugga sendiráðsins: þeir voru „augnstungnir“: í stað smárúðna voru settar heilrúður í staðinn og breyttist ásýnd hússins töluvert.

Oft hefur mér verið hugsað til þessa fólskuverks. Af hverju þarf að grípa til ofbeldis og skemmdarverka þegar friðsamleg mótmæli geta gert sama og jafnvel meira gagn?

Sennilega gera mótmælendur í Íran sér ekki grein fyrir þessu: Sendiráð erlendra ríkja ber að virða enda eru þau skilgreind að þjóðarrrétti hluti viðkomandi ríkis.

Góðar stundir!

Mosi


mbl.is Vara Íran við afleiðingunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju voru þingmenn Sjálfstæðisflokksins á móti?

Mikið réttlætismál hefur verið samþykkt á Alþingi Íslendinga með yfirgnæfandi meirihluta. Einkennilegt er að allir viðstaddir þingmenn hafi ekki samþykkt þetta réttlætismál.

Hvaða sjónarmið eru að baki heilum þingflokk skal ósagt látið. Hver hefur skipað þeim öllum með tölu að gera það sem óskað var eftir?

Eða er Sjálfstæðisflokkurinn eftir allt saman ósjálfstæðasti flokkurinn á þingi?

það skyldi þó ekki vera.

Mosi


mbl.is Samþykktu að viðurkenna fullveldi Palestínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski þurfum við meira raunsæi

Miklar sviptingar hafa verið í stjórnmálum undanfarin misseri. Nú á síðustu dögum hafa tvö mál borið einna hæst á góma: Grímsstaðamálið og uppistandið vegna sjónarmiða Jóns Bjarnasonar.

Auðvitað þarf að leysa þessi mál með raunsæi.

Sennilega er ákvörðun Ögmundar hárrétt: Hvaða hvatir liggja að baki að borga himinháar fjárhæðir fyrir eyðifjörð á jaðri hins byggilega? Hver stendur á bak við þennan kínverska auðmann? Kannski kínverska ríkið sem gjarnan vill koma á fót n.k. útibúi hér eins og Kínverjar hafa verið að komka sér upp víða t.d. Afríku. Landsvæði 30.000 hektara eða 300 ferkílómetra er ekki lítið. Til samanburðar eru smáríki á borð við Mónakó innan við 2 ferkílómetrar að stærð þannig að unnt hefði þess vegna að stofna yfir 150 smáríki á borð við það. Hvað býr að baki áformum um „umfangsmikla ferðaþjónustu“ eins og talað var um? Átti kannski að koma á kínverskri nýlendu með kannski 1 milljón Kínverja búsetta hér á landi með millilandaflugvelli, framleiðslu iðnvarnings og þar fram eftir götunum? Þjóð sem telur vel eitthvað á annan milljarð íbúa myndi ekki muna að senda 1 prómill í landi sem er þegar ofsetið. Til samanburðar væri eins og að senda 300 Íslendinga eða íbúafjölda Djúpavogs til annars lands.

Kínverjar hafa ekki verið sérstaklega velþekktir fyrir mannréttindi og virðingu fyrir hugverkarétti sem þykir sjálfsagður. Öðru nær, hvergi í veröldinni hefur verið framfylgt dauðadómum með fullri hörku, stundum af litlu tilefni og hvergi eru hugverk annarra jafnmikið nýtt án þess að leitað hafi verið samþykkis.

Sennilega myndu ráðamenn annarra ríkja innan EBE taka svipaða afstöðu og Ögmundur.

Varðandi Jón Bjarnason þá er þess að geta að hann virðist ekki átta sig á því að við höfum verið þáttakendur í evrópsku samstarfi í nálægt 40 ár. Það er því ekki auðvelt að gera sér grein fyrir því að við erum hluti evrópska efnahagssvæðisins, höfum skuldbundið okkur með alþjóðlegum samningum. Sérfræðingur á Bifröst hefur látið í veðri vaka að gerðir og athafnir Jóns Bjarnasonar. Í fréttum í gær kom fram að Matvælastofnun er nánast lömuð vegna ákvörðunar Jóns um að henni er gert ófært að standa undir væntingum og eðlilegu hlutverki sínu. Þetta er grafalvarlegt í ljósi þess að við verðum að halda áfram stefnunni meðan rétt er.

Völdum fylgir ábyrgð, já mikil ábyrgð. Sá sem ekki er viðbúinn að höndla ábyrgð á ekki að koma nálægt henni. Auðvitað er þátttaka okkar í evrópsku samstarfi umdeilt en er nokkur annar kostur fyrir hendi og annað betra?

Við Íslendingar erum fámenn þjóð, ja eiginlega of fámenn til að geta haldið uppi nútímasamfélagi nema í samvinnu við aðrar þjóðir og þá eru nágrannar okkar þeir sem við eigum að halla okkur að.

Auðvitað má sitthvað af Efnahagssambandi Evrópu finna en í þessu máli eigum við að sýna eðlilegt raunsæi. Við þurfum auðvitað að leggja megináherslu á sérstöðu okkar t.d. vegna fiskveiða en fiskurinn í sjónum er ekki endilega eitthvað fyrirbæri sem við getum treyst á til langframa. Koma þarf upp öðrum dýrmætum náttúruauðlindum eins og útbreiddum nytjaskógum sem við getum ræktað.

Þá eru ótalmörg tækifæri á sviði þjónustu og framleiðslu á fjölbreyttum sviðum, ekki aðeins í álbræðslum.

Við eigum að taka ískaldar raunsæjar ákvarðanir að vel yfirlöguðu ráði en ekki láta rómkantíkina glepja okkur sýn.

Mosi


mbl.is Mikið áfall ef VG snýr baki við Jóni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. nóvember 2011

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 244222

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband