Auðvitað mátti gera betur

Ingibjörg Sólrún er mjög ósátt um að Geir Haarde er dreginn fyrir Landsdóm. Geir var kapteinninn á strandkútternum og Ingibjörg 1. stýrimaður. Raunverulega ber hún hún einnig ábyrgð á því hvernig fór. Nú hefur komið fram að ekki seinna en í febrúar 2008 var ljóst að ekki var allt með felldu með bankakerfið. Ekkert var gert þrátt fyrir að fyllilega var ljóst að bankahrun var framundan. Bresk stjórnvöld buðu aðstoð sína til þess að vinda ofan af ofvöxnu bankakerfi en ekkert var gert. Þessari vinsamlegu aðstoð var hundsuð.

Ingibjörg Sólrún er því miður undir sömu sök seld og Geir Haarde. Sama má segja um 2. stýrimann þjóðarskútunnar 2008 hr. dýralækni Árna Mathiesen en spurning er um hásetann á skútunni hr. Björgvin Sigurðsson. Þó svo hann væri yfirmaður bankanna þá var hann ekki settur yfir Seðlabanka sem var beint undir Forsætisráðuneytinu.

Í frægri og mjög vinsælli skáldsögu,  Maður og kona eftir Jón Thoroddsen er meginpersónan látin segja undir lokin þegar yfir vofði embættismissir og hneysa sveitaprestinn sr.Sigvalda eftir að hann hafði verið uppvís að svikum, fölsunum og misneytingu: Er ekki kominn tími að biðja guð að hjálpa sér!

Kannski að strandkapteinninn mætti taka sér sömu ummæli í munn.

Mosi 


mbl.is Mun eitra stjórnmálalífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver var kapteinninn á strandkútternum?

Ljóst er að ríkisstjórn Geirs Haarde sýndi af sér mikla léttúð í aðdraganda hrunsins. Ekkert var gert til að afstýra algjöru strandi þjóðarskútunnar og var þó a.m.k. hálft ár til stefnu. Hver fjármálaspekingurinn á fætur öðrum komu til landsins og lýstu yfir áhyggjum sínum. Bresk stjórnvöld buðust til að vinda ofan af ofvexti bankanna en sú aðstoð var ekki þegin af ókunnum ástæðum. Hver réð stjórninni og var þar með hæstráðandi til sjós og lands annar en Geir Haarde? Hinir voru stýrimenn og hásetar og breytir nokkru hvort unnt sé að koma einhverri ábyrgð á þá?

Auðvitað hefði verið rökrétt að Alþingi hefði ákveðið að ákæra skyldi alla þá sem málið varðar.

En refsirammi laganna um ráðherraábyrgð og Landsdóm er fremjur vægur. Það skiptir kannski ekki meginmáli að dæma þungar refsingar. Sennilega væri eðlileg niðurstaða fjársekt til vara fangelsi og svipting réttinda, t.d til eftirlauna í samræmi við lífeyrisréttindi ráðherra. Er réttlætanlegt að ráðherra sem ber sannanlega ábyrgð á bankahruninu beri meira úr býtum en almennir lífeyrisþegar sem nánast allir þurfa að horfa á niðurfærslu réttinda sinna vegna bankahrunsins?

Á þessu deilumáli eru því fjölmargar hliðar.

Mosi


mbl.is Fordæmir ákvörðun Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. september 2010

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 244230

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband