Hver var kapteinninn á strandkútternum?

Ljóst er að ríkisstjórn Geirs Haarde sýndi af sér mikla léttúð í aðdraganda hrunsins. Ekkert var gert til að afstýra algjöru strandi þjóðarskútunnar og var þó a.m.k. hálft ár til stefnu. Hver fjármálaspekingurinn á fætur öðrum komu til landsins og lýstu yfir áhyggjum sínum. Bresk stjórnvöld buðust til að vinda ofan af ofvexti bankanna en sú aðstoð var ekki þegin af ókunnum ástæðum. Hver réð stjórninni og var þar með hæstráðandi til sjós og lands annar en Geir Haarde? Hinir voru stýrimenn og hásetar og breytir nokkru hvort unnt sé að koma einhverri ábyrgð á þá?

Auðvitað hefði verið rökrétt að Alþingi hefði ákveðið að ákæra skyldi alla þá sem málið varðar.

En refsirammi laganna um ráðherraábyrgð og Landsdóm er fremjur vægur. Það skiptir kannski ekki meginmáli að dæma þungar refsingar. Sennilega væri eðlileg niðurstaða fjársekt til vara fangelsi og svipting réttinda, t.d til eftirlauna í samræmi við lífeyrisréttindi ráðherra. Er réttlætanlegt að ráðherra sem ber sannanlega ábyrgð á bankahruninu beri meira úr býtum en almennir lífeyrisþegar sem nánast allir þurfa að horfa á niðurfærslu réttinda sinna vegna bankahrunsins?

Á þessu deilumáli eru því fjölmargar hliðar.

Mosi


mbl.is Fordæmir ákvörðun Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að vera vitur eftir á.

Annars er ákveðin verkaskipting í ríkisstjórninni og sá sem bar ábyrgð á bönkunum slapp við ákærur.  Ríkisstjórnin er ekki skip.  En ef þú vilt endilega líkja þessu við skip.  þá var það skip skotið niður af einkareknum skipum sem voru miklu mun stærri en þjóðarskútan..... 13 sinnum stærri segja sumir.  Og þessi skip voru þarna í fullum rétti og fengu fínar einkunir á álagsprófum og það er einfaldlega ekkert sem ríkisstjórnin hafði um þessi löglegu skip að segja.

Ef þú hefðir fyrir því að lesa ákærurnar séðu að þarna er pólitík sem ræður för en ekki sakamál... þetta er skrípaleikur og til skammar.

stebi (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 20:55

2 identicon

Sæll.

Þetta er nú ekki alveg rétt hjá þér. Þú segir að fyrri ríkisstjórn hafi haft a.m.k. hálft ár til að afstýra algeru strandi þjóðarskútunnar. Hvernig rímar þessi fullyrðing þín saman við það sem Rannsóknarnefnd alþingis sagði, þ.e. að bankarnir hefðu verið dauðadæmdir frá 2006? Það breytti því engu hvað einhverjir ráðherrar gerðu árið 2008.

Ráðherrar stjórna ekki einkafyrirtækjum og höfðu t.d. ekkert vald til að segja bönkunum að minnka, ráðherrar gátu ekki komið í veg fyrir Icesave eða Edge (EES reglur heimiluðu bönkunum að opna þessa reikninga) og ekki báru ráðherrar ábyrgð á því að fólk hér ákvað umvörpum saman að steypa sér í skuldir. Það er ekki í verkahring ráðherra að bjarga fyrirtækjum frá eigendum sínum eða fólki frá sjálfu sér.

Rannsóknarnefnd alþingis sagði einnig að frumástæða þess að allt fór í klessu hér hafi verið vegna hegðunar bankanna. Vg og Sf eru nota þessi réttarhöld til að dreifa athygli fólks og til reyna að friða fólk sem skiljanlega vill að einhver svari til saka vegna þessara hamfara. Það gengur ekki að grípa bara næsta mann og ætla sér að láta hann bera ábyrgð. Vonandi fer vinna sérstaks saksóknara að skila árangri en í gegnum það embætti á uppgjör við hrunið að fara fram, ekki með pólitískum réttarhöldum sem munu kosta fé sem við ekki eigum. Svo hefur hlutur endurskoðenda farið furðulega lágt, PwC hér fékk þó nýlega á baukinn í London fyrir sín vinnubrögð.

Ástæðan fyrir því að ekki var hægt að þiggja aðstoð breskra stjórnvalda var að Landsbankamenn vildu ekki greiða þá fjárhæð sem þurfti í viðkomandi innistæðutryggingasjóð. Hér er því ekki við hið opinbera að sakast og ekki neinn ráðherra.

Nei, það er ekki rökrétt að ákæra alla sem málið varðar því þá væri verið að ákæra fyrir pólitíska stefnu. Eigum við þá að henda Jóhönnu og Steingrími í tugtið seinna vegna Icesave? Ég held að þau tvö trúi því einlæglega að það sé þjóðinni fyrir bestu að borga, það gerir þau ekki að glæpamönnum þó þau vilji að ríkið greiði skuldir einkafyrirtækis sem kemur ríkinu ekkert við.

Það verður áhugavert að heyra hvað þeir sem eru hvað viljugastir að stefna þessum fyrrum ráðherrum fyrir Landsdóm segja þegar þessu máli verður annað hvort vísað frá eða sýknað. Það er útilokað að Geir verði fundinn sekur. Allir löglærðir menn eru gapandi vegna þessa máls. Gefur það ekki tóninn varðandi niðurstöðu Landsdóms?

Í dag sjáum við svo fullt að spekingum sem skoða atburði fortíðarinnar með það í huga sem við vitum nú en var ekki vitað þá. Vissulega voru gerð mistök á ýmsum stigum en voru þau mistök glæpsamleg? Nei, alls ekki. Sjáum við aðrar þjóðir kalla saman sérstakan dómstól til að refsa ráðherrum? Nei og það er vegna þess að aðrar þjóðir virðast skilja mun betur en vinstri menn hér hverjar raunverulegar orsakir kreppunnar eru.  

Jon (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 21:11

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Aths.

1. samlíkingin við rekstur ríkisins við þjóðarskútu er um aldargömul. Hvort þjóðarskúan sé nefnd kútter skiptir því engu. Það er talið vera í ábyrgð skipsstjóra hvort öryggi áhafarn, farms og skips sé sem best komið. Ef út af ber er við hann að sakast þar sem hann ber svonefnda húsbóndaábyrgð.

2. Eitthvað er þarna ruglað saman hvað rannsóknarnefndin fullyrti og hvað hún fullyrti ekki. Þarna hefði þurft að vísa orðrétt í það sem sannanlega haft er eftir með tilvísunum. Mér finnst þetta vera einhver útúrsnúningur á fyrirliggjandi staðreyndum.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 29.9.2010 kl. 22:10

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sammála þér Jón -

Svar við fyrirsögn - þeir voru nokkrir - Jón Ásgeir - Björgólfur  --o.fl-o.fl.- rámar þig nokkuð í þessi nöfn?

Þeir tóku völdin í gegnum bankana.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 30.9.2010 kl. 06:52

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Steingrímur J. hefur fengið mikið lof hjá útsendara Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir að bregðast hárrétt við þeim gríðarlegu erfiðleikum eftir hrunið. Þar hefur ekki verið unnt að benda á neinar misfellur ef undan er etv Icesave. Það mál hefði verið unnt að koma í veg fyrir ef Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn undir stjórn Sjálfstæðisflokksins hefði ekki menn verið steinsofandi í varðstöðu sinni. Engar ráðstafanir eða hömlur voru settar að "eigendur" bankanna voru ekki að ráðstafa eigum bankanna út og suður og koma eignum í erlend skattaskjól. Var það eðlilegt að 46% útlána Kaupþings síðustu vikurnar fyrir hrun var til eins braskara? Allt þetta svínarí var látið viðgangast. Fjármálaeftirlitinu bar að gera strax viðeigandi ráðstafanir ekki seinna en veturinn 2007-08 þegar ljóst var að allt var að hrynja. Þá hefði verið unnt að koma í veg fyrir Icesave vitleysuna að verulegu leyti. Verður ekki að skrifa þessa synd á Sjálfstæðisflokkinn?

Geir Haarde segir sig vera hagfræðing og bendir á einhver prófskírteini við einhvern þekktan háskóla. Góður hagfræðingur er varkár og gerir þegar ráðstafanir þegar þörf er að grípa fram fyrir hendurnar á þeim sem eru að fara út í tóma vitleysu. Ekki virðist hann hafa reynst þjóðinni betur en svo að hann hreyfði ekki minnsta fingri að koma í veg fyrir hrunið. Með því töpuðstu gríðarleg verðmæti. Það var ekki aðeins bankakerfið sem hrundi heldur einnig hlutabréfamarkaðurinn. Tugir þúsunda Íslendinga töpuðu ævisparnaði sínum í formi hlutabréfa vegna óreiðunnar. Lífeyrissjóðir töpuðu ekki minna og hafa þeir þurft að stífa réttindi sjóðfélaga sinna umtalsvert. Er von að við séum ósátt við aðgerðaleysi Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar í hrunstjórninni?

Æskilegt er að bloggarar haldi sig við staðreyndir málsins en dragi ekki aðra til ábyrgðar en þá sem raunverulega ber að draga fyrir dómstóla.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 30.9.2010 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 242918

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband