8.4.2010 | 12:56
Tillaga að nafni á nýja eldfjallið
Nokkru austan við Heklu eru Rauðfossafjöll og eru nyrstu upptök Markarfljóts í suðurhlíðum þeirra fjalla. Á dómadalsleið blasir við mikill og fagur rauðleitur foss, Rauðfoss og svipar nokkuð til Fjallsfoss eða Dynjanda í Arnarfirði þar sem hann breiðir úr sér til hliðanna eftir því sem vatnið rennur niður hallann.
Hraunin frá nýja fjallinu renna niður mikinn halla og mynda hraunfossa, stundum tvo og jafnvel fleiri hverju sinni er á er horft. Að sumu leyti má sjá líkingu þeirra við Hraunfossa í ofanverðum Borgarfirði þar sem Norðlingafljót rennur undir hrauninu ofan á tiltölulega vatnsþéttu lagi og streymir fagurlega út í Hvítá móts við Gilsbakka á Hvítársíðu.
Nú er spurning hvort ekki mætti nefna nýja eldfjallið Hraunfossafell eða Hraunfossafjall. Ef fleiri en eitt fjall myndast í gosi þessu má þess vegna nefna þau Hraunfossafjöll. Þar koma líkingar við Hraunfossana í Borgarfirði og Rauðfossafjöll á afrétti Ranæinga.
Nafnið hefur þann augljósa kost að vera þjált í munni og auðvelt til þýðingar á erlend tungumál.
Tillögu þessari er hér með komið á framfæri öllum hlutaðeigandi til frekari skoðunar.
Vinsamlegast farið varlega við gosstöðvarnar!
Mosi
8.4.2010 | 12:31
Gúrkutíð hjá þýsku æsifréttablaði
Vísað er í þýska æsifréttablaðið Bild. Þarf að ræða meira um það?
Greinilegt er að gúrkutíð er á þeim bæ og þá þykir sjálfsagt að tjalda öllu tiltæku til að halda vitleysunni að lesendum.
Mosi
![]() |
Hitti langömmu á himnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.4.2010 | 12:25
Afvopnun mætti ganga lengra
Fátt gleður friðsamt fólk jafnmikið og þegar fréttist af friðsamlegum viðræðum gömlu hervaldanna sem leiðir til afvopnunar. Vopnaskak í hvers konar mynd sem er, dregur úr kúgun og misrétti. Í vopnabúnaði liggur gríðarlegir fjárhagslegir fjármunir sem betur er varið í friðsamlegum tilgangi, að efla samfélagslega samneyslu, aukinnar menntunar, heilbrigðis og annað áþekkt.
Frægt er í sögunni þegar þýska auðvaldið sameinaðist að efla Adolf Hitler og nasistaflokk hans til valda. Síðara hluta árs 1932 var haldinn leynifundur með fulltrúum þýsku júnkaranna, landeigendaaðalsins prússneska, Krupp stáliðjunnar, yfirmanna herráðsins og þýsku nasistanna. Þar var samstarfssamningur þessara skuggalegu afla innsiglaður að veita Adolf og félögum hans brautargengi. Þýsk stjórnmál voru í upplausn enda allt gert til að grafa undan Weimarlýðveldinu sem þessir aðilar fundu flest til foráttu. Þessi þróun endaði með skelfingu sem kunnugt er.
Eftir stríð var það hernaðarauðvaldið í Bandaríkjunum sem kynnti undir Kalda stríðið. Rússneski kommúnistaflokkurinn var litlu betri nema síður sé. Í báðum löndunum máttu þúsundir sæta margs konar mannréttindabrotum. Núna er flest orðið gegnsærra og mannréttindi betur virt þó margt megi fullyrða að enn sé töluvert langt í land.
Nýjasti samningur forseta BNA og Rússlands er á réttri leið. Fjármunir sem sparast verða betur nýttir í þágu samfélagsleganna beggja, til að byggja upp betra heilbrigðiskerfi (einkum í BNA) og aukinna mannréttinda.
Vonandi heldur þessi þróun áfram og að alþjóðasamfélagið megi horfa fram á friðsamlegri samskipti milli allra þjóða.
Mosi
![]() |
Forsetar skrifa undir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.4.2010 | 11:53
Sektum Bretana!
Sjálfsagt er að yfirvöld kalli Breta þá fyrir sem sinntu ekki opinberum fyrirmælum að halda sig a.m.k. 1000 metra fjarlægð frá gosstöðvunum og beiti sektum fyrir að sinna ekki þessum eðlilegu fyrirmælum.
Það á ekki að skipta neinu þó svo jarðfræðingur hafi verið með í för enda það engin trygging fyrir því að ekkert komi fyrir!
Ef yfirvöld beita ekki viðurlögum eru það skýr skilaboð að þau taki á þessu með léttúð og ætli sér ekki að beita sér í þessu.
Ekkert er jafn nauðsynlegt og nú að sýna fyllstu varkárni. Bretarnir sýndu af sér mikla léttúð og er það sérstaklega dapurlegt í skugga skelfilegs slyss nokkru norðar á svipuðum tíma.
Kæruleysi á aldrei að líðast!
Mosi
![]() |
Top Gear ók upp á heitt hraun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.4.2010 | 11:20
Fyrirhyggja og góður undirbúningur ferða er alltaf nauðsynlegur
Þetta slys er mjög sorglegt sérstaklega þegar haft er í huga að auðvelt hefði verið að koma í veg fyrir það. Þessi atbrður minnir okkur óþyrmilega á hversu ætíð brýnt er að vera með góðan útbúnað bæði vistir og skjólgóð og hlý föt og skótau. Þarna voru engir unglingar eða útlendingar á ferð og fullljóst að viðkomandi hafi sýnt af sér allt of mikla léttúð og fyrirhyggjuleysi gagnvart þeim erfiðu aðstæðum sem þarna voru til staðar og slæma veðrinu sem hafði verið varað við.
Spurning er hvort fólk hefði farið varlegar ef það hefði vitað að það þyrfti að borga fyrir útkall björgunarsveita og sett hafi verið upp gjaldskrá? Kannski að það kynni að halda aftur af fólki að fara út í vanhugsaðar ævintýraferðir ef því væri fyllilega ljóst að það þyrfti að greiða fyrir þessa þjónustu björgunarsveita eins og er t.d. hjá Svissurum.
Hvað ætli þessi leit hafi kostað? Það hlýtur að vera töluverður samfélagslegur kostnaður að senda á 3ja hundrað manns til erfiðrar leitar ásamt þyrlu.
Nú var fólkið í ökutæki sem tæplega getur talist vera það heppilegasta að fara um erfiðar leiðir, óbrúaðar ár og fjallveg. Sjálfsagt hefur ókunnugleiki spilað þarna inn í.
Kaldhæðni örlaganna er að símasamband var óvirkt á þessu svæði vegna þess að framkvæmdum var ekki lokið.
Aðstandendum er vottuð innileg samúð. Við verðum að draga lærdóm af þessu en fordæmum eigi.
Mosi
![]() |
Rannsókn að hefjast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 8. apríl 2010
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar