Afvopnun mætti ganga lengra

Fátt gleður friðsamt fólk jafnmikið og þegar fréttist af friðsamlegum viðræðum gömlu hervaldanna sem leiðir til afvopnunar. Vopnaskak í hvers konar mynd sem er, dregur úr kúgun og misrétti. Í vopnabúnaði liggur gríðarlegir fjárhagslegir fjármunir sem betur er varið í friðsamlegum tilgangi, að efla samfélagslega samneyslu, aukinnar menntunar, heilbrigðis og annað áþekkt.

Frægt er í sögunni þegar þýska auðvaldið sameinaðist að efla Adolf Hitler og nasistaflokk hans til valda. Síðara hluta árs 1932 var haldinn leynifundur með fulltrúum þýsku júnkaranna, landeigendaaðalsins prússneska, Krupp stáliðjunnar, yfirmanna herráðsins og þýsku nasistanna. Þar var samstarfssamningur þessara skuggalegu afla innsiglaður að veita Adolf og félögum hans brautargengi. Þýsk stjórnmál voru í upplausn enda allt gert til að grafa undan Weimarlýðveldinu sem þessir aðilar fundu flest til foráttu. Þessi þróun endaði með skelfingu sem kunnugt er.

Eftir stríð var það hernaðarauðvaldið í Bandaríkjunum sem kynnti undir Kalda stríðið. Rússneski kommúnistaflokkurinn var litlu betri nema síður sé. Í báðum löndunum máttu þúsundir sæta margs konar mannréttindabrotum. Núna er flest orðið gegnsærra og mannréttindi betur virt þó margt megi fullyrða að enn sé töluvert langt í land.

Nýjasti samningur forseta BNA og Rússlands er á réttri leið. Fjármunir sem sparast verða betur nýttir í þágu samfélagsleganna beggja, til að byggja upp betra heilbrigðiskerfi (einkum í BNA) og aukinna mannréttinda.

Vonandi heldur þessi þróun áfram og að alþjóðasamfélagið megi horfa fram á friðsamlegri samskipti milli allra þjóða.

Mosi

 


mbl.is Forsetar skrifa undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband