Fyrirhyggja og góður undirbúningur ferða er alltaf nauðsynlegur

Þetta slys er mjög sorglegt sérstaklega þegar haft er í huga að auðvelt hefði verið að koma í veg fyrir það. Þessi atbrður minnir okkur óþyrmilega á hversu ætíð brýnt er að vera með góðan útbúnað bæði vistir og skjólgóð og hlý föt og skótau. Þarna voru engir „unglingar“ eða útlendingar á ferð og fullljóst að viðkomandi hafi sýnt af sér allt of mikla léttúð og fyrirhyggjuleysi gagnvart þeim erfiðu aðstæðum sem þarna voru til staðar og slæma veðrinu sem hafði verið varað við.

Spurning er hvort fólk hefði farið varlegar ef það hefði vitað að það þyrfti að borga fyrir útkall björgunarsveita og sett hafi verið upp gjaldskrá? Kannski að það kynni að halda aftur af fólki að fara út í vanhugsaðar ævintýraferðir ef því væri fyllilega ljóst að það þyrfti að greiða fyrir þessa þjónustu björgunarsveita eins og er t.d. hjá Svissurum.

Hvað ætli þessi leit hafi kostað? Það hlýtur að vera töluverður samfélagslegur kostnaður að senda á 3ja hundrað manns til erfiðrar leitar ásamt þyrlu.

Nú var fólkið í ökutæki sem tæplega getur talist vera það heppilegasta að fara um erfiðar leiðir, óbrúaðar ár og fjallveg. Sjálfsagt hefur ókunnugleiki spilað þarna inn í.

Kaldhæðni örlaganna er að símasamband var óvirkt á þessu svæði vegna þess að framkvæmdum var ekki lokið.

Aðstandendum er vottuð innileg samúð. Við verðum að draga lærdóm af þessu en fordæmum eigi.

Mosi


mbl.is Rannsókn að hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú segir, "Spurning er hvort fólk hefði farið varlegar ef það hefði vitað að það þyrfti að borga fyrir útkall björgunarsveita og sett hafi verið upp gjaldskrá?"

Ég verð að viðurkenna að mér finnst þessi hugleiðing frekar óviðeigandi.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 11:32

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Á bloggi mínu hefi eg margsinnis bent á nauðsyn þess að tryggingafélög taki þessi mál upp á sína arma. Þau þurfa að byggja pressu á þá sem fara í hættuferðir á hálendið þar sem hugsanlega kann að reyna á útkall björgunarsveita. Þessi umræða fer vonandi af stað enda mjög þarft að björgunarsveitir séu ætíð til staðar og að rekstraröryggi þeirra sé sem best. Eldgosið hefur að öllum líkindum kostað björgunarsveitir gríðarlega fjármuni án þess að neinar tekjur hafi sannanlega komið á móti

Auðvitað mega allir lýsa skoðunum sínum en æskilegt er að rökstyðja sjónarmið sín. Mér finnst að við þurfum að hugsa þessi mál öll að nýju með hliðsjón af þeim válegu atburðum sem þarna urðu. Líklegt er að þeir sem þarna áttu hlut að máli hefðu farið varlegar en ekki treyst einungis á „að þetta reddast“ einhvern veginn.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 8.4.2010 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 242937

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband