Fleiri stoðir undir fyrri vitneskju

„Þá átu menn hrafna og melrakka, og mörg óátan ill var etin, en sumir drepa gamalmenni og ómaga og hrinda fyrir hamra. Þá sultu margir til bana, en sumir lögðust út til að stela og urðu fyrir það sekir og drepnir“ (Landnáma).

Fleiri fornrit segja frá harðindum, t.d. Njáls-saga. Stuldurinn í Kirkjubæ er afleiðing þessara erfiðleika til lands og sjávar. Allsvakaleg lýsing er í Svaða þætti og Arnórs kerlinganefs þar sem skagfirskur bóndi, Svaði á Svaðastöðum hafi stefnt mörgum fátækum mönnum og neytt þá að taka mikla og djúpa gröf. Þá lét hann drepa þá alla og urða í gröfinni. Minnir þetta á verstu níðingsverk sem unnin hafa verið oft í styrjöldum.

Harðæri voru mikil hérlendis á árunum 970-990. Undir lok 12. aldar gengu harðindi um Norðurálfu og hér á landi varð einnig mikil óáran. Herma annálar frá að 1192 hafi um 2400 manns dáið í Norðlendingafjórðungi frá veturnóttum til fardag. Heimild: Íslenska þjóðveldið eftir Björn Þorsteinsson, Reykjavík: Heimskringla, 1953, bls. 146 og áfram.

Sagan er ákaflega forvitnileg og ber að fagna þegar ný sjónarmið koma til sögunnar til að styðja fyrri vitneskju.

Mosi


mbl.is Fornritin góð heimild um veður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð hugmynd

Þó þessi tillaga liggi fyrir þá er ekki þar með sagt að þetta sé ákveðið.

Gjástykki er talið vera mjög merkilegt náttúrufyrirbrigði ekki síður en næsta nágrenni t.d. við Leirhnjúk. Sjálfsagt er að skoða betur friðlýsingu Gjástykkis með möguleika til ferðaþjónustu að leiðarljósi.

Líklega styggjast þingeyskir álhangendur við þessari hugmynd Svandísar. En gæta ber að nú eru álbræðslur víða um heim að draga saman seglin. Ef endurvinnsla á álumbúðum hefst fyrir alvöru í iðnríkjunum einkum BNA þá eru álver í N-Evrópu dauðadæmd, - líka á Íslandi.

Fyrir nokkrum vikum lokaði Alkóa tveim álbræðslum sínum á Ítalíu. Þau voru orðin bæði gömul og óhagkvæm í rekstri. Hvenæ kemur að álverunum hjá okkur? Þau úreldast sem annað og ekkert er því til fyrirstöðu að þeir sem þau reka leiti nýrra leiða að byggja önnur. En við verðum að gæta að því að nú eru komin of mörg viðkvæm „álegg“ í viðskiptakörfuna.

Um 80% af framleiddu rafmagni fer í aliðnaðinn. En hversu mikið af tekjum Landsvirkjunar kemur frá stóriðjunni? Við fáum ekkert að vita þó svo að við fáum að borga skuldirnar af þessari stóriðjubrjálsemi sem hefur valdið bankahruninu.

Mosi


mbl.is Friðlýsing Gjástykkis undirbúin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eignaaukning um 700.000 á hvert mannsbarn

Af orðum fréttarinnar hefur virði bankans með mörgu nöfnin sem nefndist Kaupþing þá hann féll, aukist um nálægt 700.000 á hvert mannsbarn í landinu. Það er dágóð fjárhæð.

Í fréttinni er því miður ekki greint frá því sem máli skiptir hvernig málin standa: hverjar eru heildareignir og skuldir. Er eitthvað sem bankinn á umfram skuldir og hversu mikið?

Meðan banki þessi er í enn í eigu ríkisins mætti hugsanlega koma á fót n.k. hjálparsjóði til þeirra sem sérstaklega hafa farið illa út úr hruninu og eitthvað kynni að vera umfram skuldir. Ungt fólk sem fékk nauðþurftarlán til þess að koma þaki yfir höfuðið en hefur orðið fyrir samdrætti og jafnvel atvinnuleysi þarf að fá einhverja úrlausn. Einnig þeir sem á mjög ósanngjarnan hátt fóru illa út úr hruninu m.a. vegna þess hve verðbólgan fór úr böndum um tíma.

Hins vegar er takmörkuð eða jafnvel engin samúð með þeim sem tóku kúlulán og reynt var að fella þau úr gildi. Þar var beinlínis heimskulegar lánafyrirgreiðslur sem eru til háborinnar skammar.

Annars mætti með skattkerfinu koma á móts við þær tugþúsundir sem sitja uppi með skertan hlut.

Mosi


mbl.is Aukið virði eigna 214 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. mars 2010

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband