4.10.2010 | 21:46
Lykilatriðið
Bankarnir hafa dregið lappirnar að koma á móts við venjulega skuldsetta Íslendinga.
Þess má geta að útrásarvíkingarnir sem komu okkur í þetta klandur, hafa margir hverjir fengið ótrúlega góða fyrirgreiðslu.
Í fréttum nýlega var sagt frá fyrirtæki í eigu fjölskyldu Halldórs Ásgrímssonar sem fékk 2.600 milljónir niðurfelldar í Landsbanka nú nýverið. Þá hafði stjórn fyrirtækisins að greiða eigendum sínum 600 milljóna arðgreiðslu þrátt fyrir bága stöðu. Er þetta eðlilegt?
Jóhanna hittir nákvæmlega naglann á höfuðið þegar hún bendir á þessa fursta í landinu sem stýra bönkunum. Var þeim rænt öðru sinni?
Má biðja um aðra rannsókn og núna á starfsemi okurbankanna?
Mosi
![]() |
Bankarnir hafa dregið lappirnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.10.2010 | 21:39
Hjal auðvaldskellingarinnar
Í mínu ungdæmi voru þær konur sem voru talsmenn kapítalismann kallaðar auðvaldskellingar. Eiginlega taldi Mosi þann tíma löngu liðinn.
En Ólöf Nordal telur að áliðnaður sé eini vaxtarbroddur atvinnulífs á Íslandi. Þó mætti benda eiginkonu forstjóra Alkóa að þegar Bandaríkjamenn myndu taka upp endurvinnslu á einnota álumbúðum, þá væri um svipað magn að ræða sem framleitt er af áli um alla noranverða álfuna.
Fyrir nokkru voru tveim álbræðslum Alkóa lokað fyrirvaralítiðá Ítalíu. Hvenær kemur að okkur skal ósagt látið.
Benda mætti þingkonunni og talsmanni áliðnaðar á Íslandi eru nú starfandi um 30 skógarhöggsmenn. Ný atvinnugrein sem enginn þingmaður hefur borið þá gæfu til að minnast einu aukateknu orði á. 30 ársverk gefa af sér líklega 10-15 afleidd störf. Við erum að tala um 30-45 störf. Þetta slagar í 10% af álveri. Er stofnkosntaðurinn þó óverulegur en tekur tíma að koma skógrækt af stað, atvinnugrein sem er mun hollari en álbræðsla.
Mætti heyra annan boðskap en þann sem kemur frá auðvaldskellingum í byrjun 21. aldar!
Mosi
![]() |
Sagði að tími Jóhönnu væri liðinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.10.2010 | 21:03
Dáldið sundurlaus ræða
Bjarni reyndi að leika reiðan ræðumann, öskureiðan ræðumann sem taldi ríkisstjórnina hafa mistekist allt.
Fyrst taldi Mosi að Bjarni væri reiður mjög og fremur illa undirbúinn, hann talaði dáldið út og suður, blandaði ólíkum þáttum saman og kom aftur að sama atriðinu. En greinilegt er að hann er inn við beinið maður sem er að öllum líkindum sæmilega sáttur við allt saman og á töluvert undir sér sem hagmunaaðili enda hefur Engeyjarauðurinn reynst ættinni drjúgur.
Annars eru þingmenn stjórnarandstæðinga furðanlega hógværir eins og sviðsljósguðinn Sigmundur Davíð. Hefur oft verið tekið dýpra í árina.
Mosi
![]() |
Lög og reglur með hliðsjón af fólki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.10.2010 | 20:08
Stöðluð mótmæli?
Annar bragur er á mótmælum við mótmæli í dag en fyrir tæpum tveim árum. Veturinn 2008-2009 kom fólk saman með potta og pönnur, kökukassa og dollur og barði á hvert með sínu lagi.
Núna er löng röð af eins grænmáluðum olíutunnum fyrir utan þinghúsið og bareflin öllu stórtækari en áður var. Það er eins og þessi mótmæli hafi verið skipulögð af einhverjum sem hefur möguelika á að útvega tómar olíutunnur og vill koma ríkisstjórninni frá.
Ljóst er að mótmælendur eru samankomnir að mótmæla því miskunnarleysi sem bankarnir hafa sýnt gangvart skuldurum. En er ekki verið að mótmæla á röngum stað og hengja bakara fyrir smið?
Af hverju var fjölskyldu Halldórs Ásgrímssonar gefnar að verulegu leyti upp skuldir útgerðarfyrirtækisins? Var sú ákvörðun tekin í Stjórnarráðinu eða Alþingi? Nei aldeilis ekki. Þessi ákvörðun var tekin í bönkunum og einkennist öll af mismunun milli þegnanna.
Því miður hafa bankarnir lent öðru sinni í hendurnar á siðleysingjum sem reka bankana af dómgreindarleysi. Þar ber okkur að mótmæla.
Eru þeir sem komu með grænmáluðu tunnurnar á snærum stjórnarandstæðunnar sem eru að beina reiði mótmælenda fgremur gegn ríkisstjórn en ræningjabælunum bönkunum?
Það skyldi þó ekki vera.
Mosi
![]() |
Bumbur barðar á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.10.2010 | 18:13
Mótmæli á röngum stað
Skiljanleg er reiði þeirra sem hafa farið illa í samskiptum sínum við bankana. Bönkunum hefur verið stýrt af mikillri óbilgirni og engin miskunn sýnd nema þeim sem skulda nógu mikið eins og útrásarvíkingarnir og braskaranir. Það er ekki rétt að mismuna þegnunum varðandi lán sem verða líklega aldrei greidd.
Á dögunum var sýnt í fréttatímum sjónvarps þar sem hugrökk kona mætti í Landsbankann og krafðist réttlætis í skuldamálum sínum. Þar var hún að mótmæla ranglæti því sem hún hafði verið beitt, á réttum stað á réttum tíma og á réttan hátt.
Þegar þingið var sett núna á dögunum var það mótmælendum til vansa að fleygja eggjum í varnarlaust fólk. Að rúður hafi verið brotnar benda til að þetta hafi að einhverju verið skrílslæti. Mótmæli eiga að vera friðsöm og þeim til sóma sem þeim beita. Þau geta kannski verið hávaðasöm en þau eiga ekki að skaða neinn eða vera neinum óviðkomandi til móðgunar.
Mosi
![]() |
Girðing um Alþingishúsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.10.2010 | 17:46
Hvenær var varað við?
Þegar bankarnir buðu gull og græna skóga á sínum tíma, stjórnmálamenn einkum í Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum buðu kjósendum upp á jafnvel 100% lán fyrir kosningarnar 2007. Þá varaði þáverandi stjórnarandstaða við þessu glæfraspili. Þá voru fjölmennt starfslið bankanna upptekið vikum saman að fara í framhaldsskóla landsins, bauð skólanemendum fría penna og ritföng ef þau stofnuðu til eyðslureikninga í bönkunum. Engin skynsemi var í þessu og margir foreldrar hafa orðið undrandi að skólayfirvöld hafi leyft þetta.
Því miður var dansinn kringum gullkálfinn á þessum árum þvílíkur að margir týndu sér í kaupæði og skuldbindingum. Þáverandi stjórnvöld básúnuðu að hér væri svo mikil velsæld á öllum sviðum og að væri allt Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum að þakka. Svo kom í ljós að burðarvirkið var feyskið og fúið og allt fjármálakerfið hrundi til grunna. Það hefur aldrei verið góðs vísir að taka lán til eyðslu. Venjulegt fólk sparar og veitir sér það sem hugurinn girnist þegar til er fyrir því.
Varla er farið í búð til að kaupa einfalt raftæki eins og t.d. ódýrasta farsíma sem til er á markaðnum að ekki sé boðið upp á raðgreiðslur! Sjálfur er eg svo gamaldags að ef mig langar til að kaupa jafnvel dýran hlut eins og bíl, þá safna eg fyrir honum og staðgreiði hann. Með því kaupi eg hlutinn á sem hagkvæmastan hátt og fæ jafnvel staðgreiðsluafslátt og kannski einhver fríðindi með.
Langtímaáætlanir hafa því miður ekki verið mikið uppi á pallborðinu. Þar er allt of oft verið að horfa í skammtímasjónarmið sem oft reynast vera röng.
Undir lok fréttarinnar kemur fram að árið 2008 voru húsnæðislán 217% af framleiðslu þjóðarinnar. Hver skyldi bera ábyrgðina á þeirri vitleysu? Þar brugðust bankarnir, þar brást ríkisstjórnin, Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn. Allir virtust vera steinsofandi með sjálfan hagfræðinginn í brúnni á þjóðarskútunni.
Mosi
![]() |
Ríkisstjórnin var vöruð við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 4. október 2010
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 244230
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar