Hjal auðvaldskellingarinnar

Í mínu ungdæmi voru þær konur sem voru talsmenn kapítalismann kallaðar „auðvaldskellingar“. Eiginlega taldi Mosi þann tíma löngu liðinn.

En Ólöf Nordal telur að áliðnaður sé eini vaxtarbroddur atvinnulífs á Íslandi. Þó mætti benda eiginkonu forstjóra Alkóa að þegar Bandaríkjamenn myndu taka upp endurvinnslu á einnota álumbúðum, þá væri um svipað magn að ræða sem framleitt er af áli um alla noranverða álfuna.

Fyrir nokkru voru tveim álbræðslum Alkóa lokað fyrirvaralítiðá Ítalíu. Hvenær kemur að okkur skal ósagt látið.

Benda mætti þingkonunni og talsmanni áliðnaðar á Íslandi eru nú starfandi um 30 skógarhöggsmenn. Ný atvinnugrein sem enginn þingmaður hefur borið þá gæfu til að minnast einu aukateknu orði á. 30 ársverk gefa af sér líklega 10-15 „afleidd“ störf. Við erum að tala um 30-45 störf. Þetta slagar í 10% af álveri. Er stofnkosntaðurinn þó óverulegur en tekur tíma að koma skógrækt af stað, atvinnugrein sem er mun hollari en álbræðsla.

Mætti heyra annan boðskap en þann sem kemur frá auðvaldskellingum í byrjun 21. aldar!

Mosi


mbl.is Sagði að tími Jóhönnu væri liðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Guðjón, það alveg satt það sem þú skrifar hér að ofan, það hefur alla tíð þótt hættulegt að vera með öll eggin í sömu körfunni, það er til margur iðnaðurinn en áliðnaður.

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 4.10.2010 kl. 22:59

2 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Tek undir orð ykkar beggja nýkominn af kröftugum mótmælum með blöðrur á höndum. Þær sem skipulögðu þetta voru sáttar við að fá 50 manns!

Ævar Rafn Kjartansson, 4.10.2010 kl. 23:02

3 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Við eigum að nota rafmagnið okkar til að rækta grænmeti og ávexti, það sem við ekki borðum sendum við til þurfandi landa.

Allt annað er hræsni.

Tómas Waagfjörð, 4.10.2010 kl. 23:40

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sammála ykkur Helga og Tómasi: aldrei hefur þótt gott búskaparlag að hafa öll eggin í sömu körfunni og auðvitað mætti framleiða meira af grænmeti hér.

Ævar: mér finnst að fremur hefði átt að mótmæla í bönkunum en á Austurvelli. Þessi mótmæli einkennast fremur af skrílslátum en þeim friðsömu mótmælum sem Hörður Torfason beitti sér fyrir. Það voru mótmæli sem eg tók þátt í.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 5.10.2010 kl. 10:08

5 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Sammála þér með bankana en þetta er samt að byrja að virka.

Ævar Rafn Kjartansson, 10.10.2010 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 242953

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband