Hönnun göngu- og hjólreiðastíga

Þegar göngu- og hjólreiðastígar hafa verið lagðir hefur oftast gleymst að hanna þá áður. Sumir þessara stíga eru svo brattir að torvelt er að nota þá. Auðvitað er unnt að stíga af baki og leiða reiðhjólið upp brekkuna en eru ekki þeir að sama skapi varhugaverðir þegar fríhjólað er niður þá? Gott dæmi þessa er leiðin frá Grafarvogsbrúnni og upp að Fjallkonuvegi. Eins þaðan, norður og niður framhjá Gufunesi og um Hallsteinshöfða. Þar er alveg hræðilega löng og erfið brekka og ekki nema þeir alhörðustu sem fara upp þá brekku. Við Gorvík og fyrir neðan Staðarhverfið er kostulega illa lagður stígur: hann er lagður upp á dálitla hæð og of brött leið beggja megin. Hvaða snillingur skyldi hafa stýrt þessu? Alla vega hefur ekki v erið að hugsa til hjólandi né foreldra sem aka barnavögnum.

Göngu- og hjólreiðastígar eiga að vera með sem allra minnstum halla. Þá þarf eðlilega að byggja inn í landið en ekki fara stystu og oft torveldustu leiðina. Mikill munur er á stígunum meðfram ströndinni meðfram Sæbraut frá Laugarnesi og út á Seltjarnarnes og áfram austur og inn Fossvog. Þar voru fyrir sem betur fer fáar sem engar misfellur til að draga úr gæðum stíganna.

Hjólreiðar eiga að vera eðlilegur samgöngukostur á við aðra umferð. Bílarnir hafa því miður notið mikinn forgang enda er landnýting öll meira og minna skipulögð í þágu bíla. Líklega er óvíða jafnmikið af bílastæðum og í Reykjavík enda fara ótrúlega margir akandi. Meira að segja skólanemendur í framhaldsskólum eru akandi! Líklega þekkist þetta fyrirkomulag ekki nema í helstu bílaborgum í Jú-ess-ei.

Mosi


mbl.is Lagður verði göngustígur með ströndinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

20 árum of seint?

Þessa vísindalegu rannsókn hefði þurft að koma af stað fyrir 20 árum. Þegar umræðurnar um Kárahnjúkadrauma íhaldsstjórnar Davíðs og Dóra var bent á að eitt helsta svæði hreindýranna væri milli Kárahnjúka og Snæfells. Þegart líffræðingar  bentu á að eitt mikilvægasta burðarsvæð hreindýranna yrði vettvangur uppistöðulónsins þá var borið við að þau gætu farið eitthvað annað.

Mosi 

 


mbl.is „Þarna opnast alveg nýr heimur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða breytingar hefur þetta í för með sér?

Líklega er meginhugsunin á bak við þessa ákvörðun að hvetja lánastofnanir að fara varlegar í útlánum sínum. Áður fyrr lánuðu bankar almennt ekki umfram 50% af fasteignamati eigna, íbúða og jarðaparta. Meðan þessi útlánastefna var virt, höfðu lánastofnanir betri tryggingu fyrir útistandandi lánum.

Vonandi munu bankar taka upp varkárari útlánastefnu en verið hefur.

Þá er mjög sennilegt að eftirleiðis færist aukin harka í innheimtu á vangreiddum skuldum, gripið verði til fleiri kyrrsetningar en verið hefur. Allt hefur þetta aukið álag á dómstólana.

Sú gegndarlausa útlánastefna fjármálafyrirtækja eftir einkavæðingu bankanna var skelfileg. Í framhaldsskólum landins birtust útsendarar útrásarvíkinganna, buðu framhaldsskólanemendum ýmsan varnig og jafnvel fríðindi í þeim tilgangi að gera þessa nemendur að viðskiptavinum bankanna. „Góðærið“ var fjármagnað með botnlausum lánum sem allt of margir eiga í fullt í fangi með að standa í skilum með.

Sjálfsagt má sitt hvað gott segja um þessa ákvörðun ríkisstjórnarinnar, þ.e. ef þessi ráðstöfun gagnast einhverjum. Mun árangursríkara væri að sem flestir temji sér hagfræði Bjarts í Sumarhúsum. Hann önglaði saman með mikillri vinnu og ítarlegum sparnaði, kom sér upp jörð að vísu ekki góðri og nokkrum gripum. Honum farnaðist vel uns þingmaðurinn náði að telja honum trú um að taka lán í bankanum, stækka bæinn og fjölga í bústofninum. Hann framleiddi  auðvitaðmeira en það sem var afdrifaríkt var að vegna verðfalls erlendis, fékk hann ekkert fyrir dilkana að hausti og gat ekki staðið í skilum. Er þetta ekki svipuð staða eins og blasir við flestum þeim sem nú eiga í erfiðleikum?

Mosi


mbl.is Skuldir fyrnist á tveimur árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. október 2010

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 244230

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband